Fyrrverandi varnarmálaráðherra gaf út tölvuleik Samúel Karl Ólason skrifar 25. janúar 2016 13:45 Frá 2008 þegar Rumsfeld var varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. Vísir/EPA/WSC Solitaire Hinn 83 ára gamli Donald Rumsfeld er ekki við eina fjölina felldur. Hann er fyrrverandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, ráðherra í þremur ríkisstjórnum og stórt nafn í lyfjabransanum. Nú er Rumsfeld einnig tölvuleikjaframleiðandi. Um er að ræða sérstaka og erfiða útgáfu af Solitaire sem Winston Churchill er sagður hafa spilað á tímum seinni heimstyrjaldarinnar til að æfa kænsku. Þar sem Rumsfeld kann ekki forritun þurftu aðrir að kóða hann. Hins vegar lagði Rumsfeld línurnar með því að lesa skipanir til forritaranna á diktafón. Sjálfur lærði hann þessa útgáfur Solitaire árið 1973 þegar hann var sendiherra Bandaríkjanna til NATO. Belgíski sendiherrann, André de Staercke, kenndi honum kapalinn en sjálfur lærði hann leikinn frá Churchill sjálfum. Frekari upplýsingar fékk Rumsfeld úar skjölum Churchill. Kapallinn er spilaður með tveimur stokkum og á tíma. Leikinn má finna hér á iTunes. Leikurinn er ókeypis en spilurum er boðið að eyða fé í leiknum fyrir nýja spilunarmöguleika. Hann er kominn út fyrir snjalltæki sem keyra á stýrikerfi Apple, en ekki fyrir Android. Leikjavísir Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Fleiri fréttir Frá Íslandi til stjarnanna Léttir að geta loks rætt íslenskan leik opinberlega Myrkur Games birta fyrstu stiklu Echoes of the End Hvað í ósköpunum gerði James Bond á Íslandi? Sjá meira
Hinn 83 ára gamli Donald Rumsfeld er ekki við eina fjölina felldur. Hann er fyrrverandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, ráðherra í þremur ríkisstjórnum og stórt nafn í lyfjabransanum. Nú er Rumsfeld einnig tölvuleikjaframleiðandi. Um er að ræða sérstaka og erfiða útgáfu af Solitaire sem Winston Churchill er sagður hafa spilað á tímum seinni heimstyrjaldarinnar til að æfa kænsku. Þar sem Rumsfeld kann ekki forritun þurftu aðrir að kóða hann. Hins vegar lagði Rumsfeld línurnar með því að lesa skipanir til forritaranna á diktafón. Sjálfur lærði hann þessa útgáfur Solitaire árið 1973 þegar hann var sendiherra Bandaríkjanna til NATO. Belgíski sendiherrann, André de Staercke, kenndi honum kapalinn en sjálfur lærði hann leikinn frá Churchill sjálfum. Frekari upplýsingar fékk Rumsfeld úar skjölum Churchill. Kapallinn er spilaður með tveimur stokkum og á tíma. Leikinn má finna hér á iTunes. Leikurinn er ókeypis en spilurum er boðið að eyða fé í leiknum fyrir nýja spilunarmöguleika. Hann er kominn út fyrir snjalltæki sem keyra á stýrikerfi Apple, en ekki fyrir Android.
Leikjavísir Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Fleiri fréttir Frá Íslandi til stjarnanna Léttir að geta loks rætt íslenskan leik opinberlega Myrkur Games birta fyrstu stiklu Echoes of the End Hvað í ósköpunum gerði James Bond á Íslandi? Sjá meira