Þegar Bowie kom til landsins: „Allt við Ísland er draumi líkast“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 11. janúar 2016 08:23 David Bowie fór mjög fögrum orðum um land og þjóð á MTV skjáskot Heimurinn syrgir nú fráfall rokkarans Davids Bowie sem lést eftir 18 mánaða baráttu við krabbamein. Bowie kom hingað til lands í júní árið 1996 og lék fyrir fullri Laugardalshöll á Listahátíð. Alla jafna gera heimsfrægar rokkstjörnur miklar kröfur um aðbúnað en fram kemur í Vikublaðinu að Bowie hafi einungis farið fram á nokkur svört handklæði og þrektæki á hótelinu sem hann gisti á. Sjá einnig: David Bowie látinnSjónvarpsstöðin MTV tók viðtal við kappann þegar hann var hér á landi. Það má sjá hér að neðan. Í viðtalinu fer hann fögrum orðum um Ísland, fólkið sem hann kynntist hér sem og matargerðina. „Ísland er mjög svalt. Þetta er frábær staður,“ sagði Bowie og bætti við að landið væri líkt og leyndarmál. Hann sagði að einu dýrin hér á landi væru „lítill hundur og minkar“ og endaði á að hvetja alla til að koma hingað til lands. „David Bowie segir: „Komið til Íslands. Það er prýðilegt,“ sagði kappinn en viðtalið má sjá hér að neðan. Þar ræðir hann við sjónvarpsmann MTV um tónleikaferðalagið sitt og einnig má sjá glefsur úr tónleikum hans í Laugardalshöll.Á bloggsíðu sinni segir Björn Bjarnason, fyrrverandi mennta- og dómsmálaráðherra, honum hafi þótt tónleikarnir hafi verið mjög háværir. Það hafi þó ekki verið annað hægt en að dást að frammistöðu goðsins. Bowie hafi verið í tvær klukkustundir á sviðinu – „þar sem allt gekk eins og smurð vél.“ „Fyrir okkur óvana áheyrendur á slíkum tónleikum var hávaðinn næstum óbærilegur á stundum og bassinn skall á manni eins og bylgja. Þegar við hittum Bowie og menn hans eftir tónleikana, voru þeir undrandi á því, að við hefðum ekki sett tappa í eyrun til að draga úr hávaðanum!“ segir Björn og bætir við að Bowie hafi verið hógvær og velviljaður. Tónlist Tengdar fréttir David Bowie látinn Einn þekktasti rokkari tónlistarsögunnar er látinn, 69 ára að aldri. 11. janúar 2016 07:13 Mest lesið Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Lífið „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ Lífið Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Lífið Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Lífið Langskemmtilegast að vera alveg sama Tíska og hönnun „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Lífið Fleiri fréttir Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira
Heimurinn syrgir nú fráfall rokkarans Davids Bowie sem lést eftir 18 mánaða baráttu við krabbamein. Bowie kom hingað til lands í júní árið 1996 og lék fyrir fullri Laugardalshöll á Listahátíð. Alla jafna gera heimsfrægar rokkstjörnur miklar kröfur um aðbúnað en fram kemur í Vikublaðinu að Bowie hafi einungis farið fram á nokkur svört handklæði og þrektæki á hótelinu sem hann gisti á. Sjá einnig: David Bowie látinnSjónvarpsstöðin MTV tók viðtal við kappann þegar hann var hér á landi. Það má sjá hér að neðan. Í viðtalinu fer hann fögrum orðum um Ísland, fólkið sem hann kynntist hér sem og matargerðina. „Ísland er mjög svalt. Þetta er frábær staður,“ sagði Bowie og bætti við að landið væri líkt og leyndarmál. Hann sagði að einu dýrin hér á landi væru „lítill hundur og minkar“ og endaði á að hvetja alla til að koma hingað til lands. „David Bowie segir: „Komið til Íslands. Það er prýðilegt,“ sagði kappinn en viðtalið má sjá hér að neðan. Þar ræðir hann við sjónvarpsmann MTV um tónleikaferðalagið sitt og einnig má sjá glefsur úr tónleikum hans í Laugardalshöll.Á bloggsíðu sinni segir Björn Bjarnason, fyrrverandi mennta- og dómsmálaráðherra, honum hafi þótt tónleikarnir hafi verið mjög háværir. Það hafi þó ekki verið annað hægt en að dást að frammistöðu goðsins. Bowie hafi verið í tvær klukkustundir á sviðinu – „þar sem allt gekk eins og smurð vél.“ „Fyrir okkur óvana áheyrendur á slíkum tónleikum var hávaðinn næstum óbærilegur á stundum og bassinn skall á manni eins og bylgja. Þegar við hittum Bowie og menn hans eftir tónleikana, voru þeir undrandi á því, að við hefðum ekki sett tappa í eyrun til að draga úr hávaðanum!“ segir Björn og bætir við að Bowie hafi verið hógvær og velviljaður.
Tónlist Tengdar fréttir David Bowie látinn Einn þekktasti rokkari tónlistarsögunnar er látinn, 69 ára að aldri. 11. janúar 2016 07:13 Mest lesið Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Lífið „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ Lífið Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Lífið Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Lífið Langskemmtilegast að vera alveg sama Tíska og hönnun „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Lífið Fleiri fréttir Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira
David Bowie látinn Einn þekktasti rokkari tónlistarsögunnar er látinn, 69 ára að aldri. 11. janúar 2016 07:13
Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið
Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið