Þegar Presley bað Nixon um að fá að gerast leynilögga Birgir Olgeirsson skrifar 13. janúar 2016 11:21 Michael Shannon sem Elvis Presley og Kevin Spacey sem Richard Nixon. Vísir/Imdb Einn af furðulegri fundum sem áttu sér stað í Hvíta húsinu í Bandaríkjunum á síðustu öld var þegar tónlistarmaðurinn Elvis Presley hitti Richard Nixon, þáverandi Bandaríkjaforseta, 21. desember árið 1970. Er nú væntanleg kvikmynd um þennan fund þar sem Michael Shannon leikur Presley og Kevin Spacey leikur Nixon. Stiklu úr myndinni má sjá neðst í greininni.Myndin af Nixon og Presley er sú mest umbeðna á þjóðskjalasafni Bandaríkjanna.Presley átti frumkvæðið að fundinum en hann hafði sent forsetanum handskrifað bréf þar sem hann óskaði eftir því að fá að hitta Nixon og vildi fá að gerast leynilögreglufulltrúi innan fíkniefnadeildar bandarísku alríkislögreglunnar.Priscilla Presley, sem var gift Elvis á árunum 1967 til 1973, sagði í æviminningum sínum að Presley hefði sé þessa stöðu sem einhverskonar alræðisvald, sem fengist með því að hljóta einkennismerki alríkislögreglumanns. Sagði hún Presley hafa trúað því að með slíku merki gæti hann á löglegan hátt ferðast á milli landa með skotvopn og eiturlyf að eigin vali. Þeir sem vilja fræðast nánar um þennan fund geta farið inn á síðu þjóðskjalasafns Bandaríkjanna hér og lesið meðal annars bréf Presley til Nixon og þakkarbréf forsetans til söngvarans. Bíó og sjónvarp Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið „Ég fæ það bara strax og ég set hann inn“ Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Fleiri fréttir Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Einn af furðulegri fundum sem áttu sér stað í Hvíta húsinu í Bandaríkjunum á síðustu öld var þegar tónlistarmaðurinn Elvis Presley hitti Richard Nixon, þáverandi Bandaríkjaforseta, 21. desember árið 1970. Er nú væntanleg kvikmynd um þennan fund þar sem Michael Shannon leikur Presley og Kevin Spacey leikur Nixon. Stiklu úr myndinni má sjá neðst í greininni.Myndin af Nixon og Presley er sú mest umbeðna á þjóðskjalasafni Bandaríkjanna.Presley átti frumkvæðið að fundinum en hann hafði sent forsetanum handskrifað bréf þar sem hann óskaði eftir því að fá að hitta Nixon og vildi fá að gerast leynilögreglufulltrúi innan fíkniefnadeildar bandarísku alríkislögreglunnar.Priscilla Presley, sem var gift Elvis á árunum 1967 til 1973, sagði í æviminningum sínum að Presley hefði sé þessa stöðu sem einhverskonar alræðisvald, sem fengist með því að hljóta einkennismerki alríkislögreglumanns. Sagði hún Presley hafa trúað því að með slíku merki gæti hann á löglegan hátt ferðast á milli landa með skotvopn og eiturlyf að eigin vali. Þeir sem vilja fræðast nánar um þennan fund geta farið inn á síðu þjóðskjalasafns Bandaríkjanna hér og lesið meðal annars bréf Presley til Nixon og þakkarbréf forsetans til söngvarans.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið „Ég fæ það bara strax og ég set hann inn“ Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Fleiri fréttir Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira