Bíó og sjónvarp

Mulder og Scully hafa misst af miklu á þrettán árum

Samúel Karl Ólason skrifar
Þau David Duchovny og Gillian Anderson skelltu sér í hlutverk Fox Mulder og Dana Scully í spjallþætti Jimmy Kimmel á dögunum. Þar gerðu þau grín að því hve tæknin hefur breyst mikið frá því að framleiðslu X-Files var hætt árið 2002.

Búið er að taka upp sex nýja þætti sem eiga að halda áfram sögu þeirra Mulder og Scully.

Sjá einnig: Hitað upp fyrir framhald X-Files

Meðal þess sem þau þurfa að læra á er internetið og snjallsímar. Kimmel kemur þeim líka í skilning um það að tími sé kominn til að Mulder og Scully sofi saman.

yrsti þáttur nýju seríunnar verður frumsýndur á Stöð 2 þann 31. janúar næstkomandi. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×