Corden stýrir þættinum The Late Late Show vestanhafs en vinirnir keyrðu um saman og sungu nokkur vel valinn lög.
Auðvitað tóku þau lagið Hello og var Adele sérstaklega ánægð með hvað Corden söng lagið vel. Þau áttu nokkuð skemmtilegt samtal um það að Adele hefði dottið í það þrjú kvöld í röð mjög nýlega. Hún er greinilega mikill Spice Girls aðdáandi og tóku einn vel þekktan smell með Kryddpíunum.
Einnig kom í ljós að Adele er rosalegur rappari en hún tók lagið Monster með Nicki Minaj. Myndbandið frá rúntinum má sjá hér að neðan.