Höfundur Sex and the City ósáttur við hvernig þættirnir enduðu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. janúar 2016 16:26 Carrie og Mr. Big vísir/afp Höfundur sjónvarpsþáttanna Sex and the City, Darren Star, var ósáttur við hvernig þættirnir enduðu þar sem Mr. Big fór alla leið frá New York til Parísar til að játa ást sína á aðalsöguhetjunni Carrie Bradshaw. Carrie og Mr. Big áttu í ástarsambandi með mislöngum hléum alveg frá fyrsta þætti Sex and the City með tilheyrandi drama þar sem mörgum aðdáendum þáttanna fannst Mr. Big ekki alltaf koma neitt sérstaklega vel fram við Carrie. Það voru því ekki allir sáttir við að þau skyldu síðan enda saman og Star er einn af þeim en hann hætti að skrifa handritið að þáttunum við lok annarrar seríu. „Ég held að þátturinn hafi á endanum svikið það sem hann fjallaði upphaflega um, sem var það að konur finna ekki endilega hamingjuna með hjónabandi,“ sagði Star í viðtali við Deadline í vikunni en fjallað er um málið á vef Vanity Fair. „Það er ekki þar með sagt að þær geti ekki orðið hamingjusamar. Þátturinn átti hins vegar ekki að vera eins og rómantísku gamanmyndirnar þar sem konan þurfti alltaf að vera með manni. Á endanum varð þátturinn þó eins og hefðbundin rómantísk gamanmynd.“ Bíó og sjónvarp Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Höfundur sjónvarpsþáttanna Sex and the City, Darren Star, var ósáttur við hvernig þættirnir enduðu þar sem Mr. Big fór alla leið frá New York til Parísar til að játa ást sína á aðalsöguhetjunni Carrie Bradshaw. Carrie og Mr. Big áttu í ástarsambandi með mislöngum hléum alveg frá fyrsta þætti Sex and the City með tilheyrandi drama þar sem mörgum aðdáendum þáttanna fannst Mr. Big ekki alltaf koma neitt sérstaklega vel fram við Carrie. Það voru því ekki allir sáttir við að þau skyldu síðan enda saman og Star er einn af þeim en hann hætti að skrifa handritið að þáttunum við lok annarrar seríu. „Ég held að þátturinn hafi á endanum svikið það sem hann fjallaði upphaflega um, sem var það að konur finna ekki endilega hamingjuna með hjónabandi,“ sagði Star í viðtali við Deadline í vikunni en fjallað er um málið á vef Vanity Fair. „Það er ekki þar með sagt að þær geti ekki orðið hamingjusamar. Þátturinn átti hins vegar ekki að vera eins og rómantísku gamanmyndirnar þar sem konan þurfti alltaf að vera með manni. Á endanum varð þátturinn þó eins og hefðbundin rómantísk gamanmynd.“
Bíó og sjónvarp Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira