Vill leika Pútín Stefán Ó. Jónsson skrifar 17. janúar 2016 17:56 DiCaprio virðist hafa mikinn áhuga á Pútín, að minnsta kosti sem leiklistaráskorun. vísir/getty Stórleikarinn Leonardo DiCaprio segist hafa mikinn áhuga á því að leika Vladimir Pútín Rússlandsforseta – ef honum gæfist tækifæri til. Ef honum stæði það ekki til boða segist hann þó ekkert hafa á móti því að leika annað hvort Lenín eða Raspútín. Þetta kom fram í samtali leikarans við þýska dablaðið Welt á dögunum. „Pútín væri mjög, mjög, mjög áhugaverður. Mig langar að leika hann,“ sagði hjartaknúsarinn DiCaprio sem sex sinnum hefur hlotið Óskarstilnefningu. Í viðtalinu við Welt rifjaði hann upp fund þeirra Pútíns árið 2010 þegar DiCaprio sótti alþjóðlega ráðstefnu í St. Pétursborg um verndun tígrisdýra. „Sjóðurinn minn er með nokkur verkefni í gangi sem miða að því að styðja fjárhagslega við verndun þessara viltu katta [síberíutígra],“ sagði DiCaprio. „Ég og Pútín töluðum einungis um þessar mögnuðu skepnur, ekki um stjórnmál.“ Þá sagði hann að aðrir rússneskir framámenn heilli hann og að hann hefði ekkert á móti því að bregða sér í þeirra líki einn daginn. Þeirra á meðal eru leiðtogi verkamannabyltingarinnar Vladimír Lenín og Raspútín sem vann náið með rússnesku keisarafjölskyldunni í upphafi 20. aldar. Leonardo fékk á dögunum Golden Globe-verðlaunin fyrir leik sinn í kvikmyndinni The Revenant og hefur hann einnig verið tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir sama hlutverk. Bíó og sjónvarp Golden Globes Óskarinn Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Tíska og hönnun Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Myndaveisla frá Írskum dögum - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Fleiri fréttir Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Stórleikarinn Leonardo DiCaprio segist hafa mikinn áhuga á því að leika Vladimir Pútín Rússlandsforseta – ef honum gæfist tækifæri til. Ef honum stæði það ekki til boða segist hann þó ekkert hafa á móti því að leika annað hvort Lenín eða Raspútín. Þetta kom fram í samtali leikarans við þýska dablaðið Welt á dögunum. „Pútín væri mjög, mjög, mjög áhugaverður. Mig langar að leika hann,“ sagði hjartaknúsarinn DiCaprio sem sex sinnum hefur hlotið Óskarstilnefningu. Í viðtalinu við Welt rifjaði hann upp fund þeirra Pútíns árið 2010 þegar DiCaprio sótti alþjóðlega ráðstefnu í St. Pétursborg um verndun tígrisdýra. „Sjóðurinn minn er með nokkur verkefni í gangi sem miða að því að styðja fjárhagslega við verndun þessara viltu katta [síberíutígra],“ sagði DiCaprio. „Ég og Pútín töluðum einungis um þessar mögnuðu skepnur, ekki um stjórnmál.“ Þá sagði hann að aðrir rússneskir framámenn heilli hann og að hann hefði ekkert á móti því að bregða sér í þeirra líki einn daginn. Þeirra á meðal eru leiðtogi verkamannabyltingarinnar Vladimír Lenín og Raspútín sem vann náið með rússnesku keisarafjölskyldunni í upphafi 20. aldar. Leonardo fékk á dögunum Golden Globe-verðlaunin fyrir leik sinn í kvikmyndinni The Revenant og hefur hann einnig verið tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir sama hlutverk.
Bíó og sjónvarp Golden Globes Óskarinn Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Tíska og hönnun Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Myndaveisla frá Írskum dögum - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Fleiri fréttir Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira