Þá hafa fjölmargir lýst hneykslan sinni á Twitter með kassamerkinu #OscarsSoWhite.
Þrír svartir leikarar þóttu sérstaklega líklegir til að vera tilnefndir í ár. Idris Elba fyrir leik sinn í myndinni Beasts of No Nation. Will Smith fyrir Concussion og Micael B. Jordan fyrir Creed. Þá þótti F. Gary Gray, leikstjóri Straight Outta Compton einnig líklegur til að vera tilnefndur. Þar að auki þykir Benicio Del Toro hafa verið sniðgenginn fyrir leik sinn í Sicario.
Meðal þeirra sem hefur tjáð sig um málið er séra Al Sharpton.
„Hollywood er eins og klettafjöllin. Því hærra sem þú ferð, því hvítara verður það og Óskarsverðlaunin þetta árið verða enn ein KlettafjallaÓskar.“
We must stand in our power.
Posted by Jada Pinkett Smith on Monday, January 18, 2016