Frakkar sjúkir í Hrúta Stefán Árni Pálsson skrifar 7. janúar 2016 12:30 Grímur og Grímar í Palm Springs. vísir Hrútum hefur verið verið vel tekið í Frakklandi frá því að hún var frumsýnd þar í landi 9. desember. Nú hefur verið ákveðið að þrefalda fjölda sýningarhúsa fyrir fimmtu viku myndarinnar í sýningum. Eins og kunnugt er vann myndin ein aðalverðlaunin á Cannes kvikmyndahátíðinni s.l. sumar og hefur farið sigurför um heiminn í kjölfarið og hlotið 22 alþjóðleg verðlaun í heildina fram að þessu. „Myndin hefur verið í sýningum þar síðan 9. desember og yfir áttatíu þúsund manns hafa séð hana. Það er búið að ákveða að fjölga úr 85 í 224 kvikmyndahús fyrir fimmtu viku í sýningum. Maður er að heyra sögur frá vinum sem ætluðu að sjá myndina en urðu að fara á Star Wars í staðinn því það var uppselt á Hrúta. Það eru áfram spennandi tímar framundan, þetta er ansi langt ferðalag,” segir Grímar Jónsson, framleiðandi myndarinnar, sem staddur er í Los Angeles með leikstjóranum Grími Hákonarsyni. „Við vorum að kynna myndina á Palm Springs kvikmyndahátíðinni og svo hitta gott fólk hér í LA. Það er gaman að upplifa þetta, en ég held ég kunni betur við mig í Evrópu,” segir Grímar ennfremur. Framundan eru almennar sýningar í m.a. Bandaríkjunum, Bretlandi, og á Norðurlöndunum. „Það er dreifingaraðilinn í hverju landi fyrir sig sem ákveður hvenær best sé að frumsýna myndina, við treystum þeim. Hún var t.d. frumsýnd núna á gamlársdag í tæplega 40 borgum í Þýskalandi og við erum spennt að fá tölur þaðan,” segir Grímar að lokum. Bíó og sjónvarp Mest lesið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Lífið Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Tónlist Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Lífið Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Lífið Fleiri fréttir Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
Hrútum hefur verið verið vel tekið í Frakklandi frá því að hún var frumsýnd þar í landi 9. desember. Nú hefur verið ákveðið að þrefalda fjölda sýningarhúsa fyrir fimmtu viku myndarinnar í sýningum. Eins og kunnugt er vann myndin ein aðalverðlaunin á Cannes kvikmyndahátíðinni s.l. sumar og hefur farið sigurför um heiminn í kjölfarið og hlotið 22 alþjóðleg verðlaun í heildina fram að þessu. „Myndin hefur verið í sýningum þar síðan 9. desember og yfir áttatíu þúsund manns hafa séð hana. Það er búið að ákveða að fjölga úr 85 í 224 kvikmyndahús fyrir fimmtu viku í sýningum. Maður er að heyra sögur frá vinum sem ætluðu að sjá myndina en urðu að fara á Star Wars í staðinn því það var uppselt á Hrúta. Það eru áfram spennandi tímar framundan, þetta er ansi langt ferðalag,” segir Grímar Jónsson, framleiðandi myndarinnar, sem staddur er í Los Angeles með leikstjóranum Grími Hákonarsyni. „Við vorum að kynna myndina á Palm Springs kvikmyndahátíðinni og svo hitta gott fólk hér í LA. Það er gaman að upplifa þetta, en ég held ég kunni betur við mig í Evrópu,” segir Grímar ennfremur. Framundan eru almennar sýningar í m.a. Bandaríkjunum, Bretlandi, og á Norðurlöndunum. „Það er dreifingaraðilinn í hverju landi fyrir sig sem ákveður hvenær best sé að frumsýna myndina, við treystum þeim. Hún var t.d. frumsýnd núna á gamlársdag í tæplega 40 borgum í Þýskalandi og við erum spennt að fá tölur þaðan,” segir Grímar að lokum.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Lífið Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Tónlist Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Lífið Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Lífið Fleiri fréttir Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira