Bein útsending frá Tuddanum: Bestu tölvuleikjaspilarar landsins etja kappi Atli Ísleifsson skrifar 9. janúar 2016 12:47 Ólafur Nils Sigurðsson er einn skipuleggjenda Tuddans. Íslandsmeistaramótið Tuddinn 2016 stendur yfir nú um helgina þar sem bestu tölvuleikjaspilarar landsins etja kappi í Counter-Strike:GO og League of Legends. Mótið hófst í gær og voru um 220 manns sem mættu til leiks, en mótið fer fram í húsnæði Símans á Stórhöfða. Keppni hófst í hádeginu í gær og stendur keppni til klukkan 19. Á morgun er svo keppt frá klukkan 11:30 og hefjast úrslitaeinvígin klukkan 15. Búist er við að Íslandsmeistarar verði krýndir um klukkan 18. Ólafur Nils Sigurðsson, einn skipuleggjenda Tuddans, segir að allir séu vel spenntir og hafi margir mætt snemma í morgun til að búa sig undir átökin framundan. Hann segir til mikils að vinna þar sem að sigurlið CSGO keppninnar fari til Danmerkur og keppi fyrir Íslands hönd á Copenhagen Games í mars. Fylgjast má með útsendingu frá Tuddanum að neðan, en einnig má mæta á keppnisstaðinn á Stórhöfða 22-30 þar sem búið sé að koma upp veglegu áhorfendasvæði. Áhorfendapassi fyrir helgina kostar þúsund krónur. Gunnar „DynaMo“ Ormslev og Bergur „delicious“ Theodórsson lýsa herlegheitunum.Watch live video from gegttv on www.twitch.tv Tengdar fréttir Skjálfti í tölvuleikjasnillingum landsins Íslandsmótið í Counter-Strike:Go og League of Legends um helgina. 8. janúar 2016 15:01 Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Fleiri fréttir GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira
Íslandsmeistaramótið Tuddinn 2016 stendur yfir nú um helgina þar sem bestu tölvuleikjaspilarar landsins etja kappi í Counter-Strike:GO og League of Legends. Mótið hófst í gær og voru um 220 manns sem mættu til leiks, en mótið fer fram í húsnæði Símans á Stórhöfða. Keppni hófst í hádeginu í gær og stendur keppni til klukkan 19. Á morgun er svo keppt frá klukkan 11:30 og hefjast úrslitaeinvígin klukkan 15. Búist er við að Íslandsmeistarar verði krýndir um klukkan 18. Ólafur Nils Sigurðsson, einn skipuleggjenda Tuddans, segir að allir séu vel spenntir og hafi margir mætt snemma í morgun til að búa sig undir átökin framundan. Hann segir til mikils að vinna þar sem að sigurlið CSGO keppninnar fari til Danmerkur og keppi fyrir Íslands hönd á Copenhagen Games í mars. Fylgjast má með útsendingu frá Tuddanum að neðan, en einnig má mæta á keppnisstaðinn á Stórhöfða 22-30 þar sem búið sé að koma upp veglegu áhorfendasvæði. Áhorfendapassi fyrir helgina kostar þúsund krónur. Gunnar „DynaMo“ Ormslev og Bergur „delicious“ Theodórsson lýsa herlegheitunum.Watch live video from gegttv on www.twitch.tv
Tengdar fréttir Skjálfti í tölvuleikjasnillingum landsins Íslandsmótið í Counter-Strike:Go og League of Legends um helgina. 8. janúar 2016 15:01 Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Fleiri fréttir GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira
Skjálfti í tölvuleikjasnillingum landsins Íslandsmótið í Counter-Strike:Go og League of Legends um helgina. 8. janúar 2016 15:01