Kings of Leon stóðu heldur betur fyrir sínu Gunnar Leó Pálsson skrifar 15. ágúst 2015 11:00 Hér eru þeir Caleb Followill, söngvari Kings of Leon, ásamt bræðrum sínum, bassaleikaranum Jared Followill og trommararnum Nathan Followill. Frændinn í bandinu, gítarleikarinn Matthew Followill, var á hinum enda sviðsins og náðist ekki á þessa fögru mynd ljósmyndarans. vísir/ernir Það var margt um manninn í Nýju-Laugardalshöllinni á fimmtudagskvöldið þegar ein vinsælasta rokkhljómsveit heims, Kings of Leon, steig þar á svið. Það var reyndar íslenska hljómsveitin Kaleo sem hóf leik og sýndi sveitin frábæra takta og var afar þétt í sinni spilamennsku. Kaleo spilaði því miður í einungis um 25 mínútur og undirritaður skynjaði það á tónleikagestum að fólk var almennt til í að heyra fleiri lög frá rokkurunum úr Mosfellsbænum. Það var auðsjáanlegt og auðheyranlegt að dvöl sveitarinnar í Bandaríkjunum undanfarna mánuði hefur gert þessa góðu sveit enn betri og verður gaman að sjá hvað gerist hjá henni í framtíðinni.815163 Kings of Leon tónleikar laugardalshöllEftir að Kaleo lauk leik, tók við smá bið en fólk var almennt í góðum fíling. Þá kom að því, að suðurríkjarokkararnir í Kings of Leon stigu á svið og þeir voru stundvísir. Undirritaður var heillaður, alveg frá fyrsta tóni, frá því að fyrsti hljómurinn í laginu Supersoaker, sem er jafnframt fyrsta lagið á nýjustu plötu Kings of Leon, Mechanical Bull, allt fram að síðasta hljómi í lokalagi tónleikanna, sem er jafnframt vinsælasta lag sveitarinnar, Sex on Fire. Bræðurnir þrír, Caleb Followill, Nathan Followill, Jared Followill og frændinn Matthew Followill slógu ekki feilnótu alla tónleikana, eða þá hefur hún allavega farið fram hjá undirrituðum. Með þeim á sviðinu var þúsundþjalasmiður að nafni Ethan Luck, sem spilaði á slagverk, gítar, hljómborð, söng bakraddir og allt þar á milli. Þessir fagmenn léku öll vinsælustu lög sveitarinnar og voru öryggið uppmálað í spilamennsku sinni og framkomu. Tónleikagestirnir, sem voru um átta þúsund manns, fengu að heyra lög af öllum sex breiðskífum Kings of Leon og því klárt mál að þeir fengu helling fyrir sinn snúð, sama hvaða plata er í uppáhaldi. Söngvari sveitarinnar, Caleb Followill, talaði aðeins við tónleikagesti á milli laga en var aldrei með neitt óþarfa blaður. Hann sagðist til dæmis vera flugþreyttur en að hann myndi laga það með því að drekka sig fullan og glotti í kjölfarið. Þá sagði töffarinn einnig þegar langt var liðið á tónleikana að sveitin hefði í hyggju að koma aftur til landsins, það væri frábært að vera á Íslandi og þeir hefðu hlakkað mikið til þess að koma hingað. Annars virtust liðsmenn Kings of Leon að mestu leyti vera einbeittir í því að skila sínu vel, sem þeir gerðu. Þeir voru ekki með neitt óþarfa blaður og það er bersýnilegt að þessi gaurar hafa svo sannarlega spilað á nokkrum tónleikum áður. Þvílík reynsla og fagmennska.Það voru fleiri fagmenn í salnum því hljóð og ljós var til mikillar fyrirmyndar. Hljóðkerfið skilaði frábærum hljómi og ljósadýrðin var þvílík. Til að setja punktinn yfir i-ið voru þrír risaskjáir við sviðið, sinn hvorum megin við sviðið og svo einn, sem var jafnframt stærsti skjárinn, fyrir aftan sviðið. Þessi skjáir gerðu mikið fyrir tónleikana og gerðu þá að miklu sjónarspili. Fjöldi myndavéla var á sviðinu þannig að áhorfendur gátu vel séð hvað meðlimir sveitarinnar voru að gera uppi á sviði þegar þeir rýndu í hliðarskjáina. Glæsileg grafík var svo á skjánum á bak við sviðið sem talaði við hvert lag fyrir sig. Þessir skjáir, með þessari glæsilegu grafík og myndefni, gerðu svo sannarlega góða tónleika enn betri. Það eina sem undirritaður gat sett út á á tónleikunum var svæðisskiptingin og fannst honum heldur mikið að hafa svæðin fjögur, A+, A, B og C svæði. Ástæðan fyrir því gæti verið sú að undirritaður er ekki vanur svona mörgum svæðum á standandi tónleikum á Íslandi og þetta því svolítið viðbrigði. Annars var allt skipulag til mikils sóma og virtist undirrituðum allt fara vel fram og allir ganga sælir og sáttir úr Nýju-Laugardalshöllinni.Niðurstaða: Bræðurnir þrír, Caleb Followill, Nathan Followill, Jared Followill og frændinn Matthew Followill í Kings of Leon slógu ekki feilnótu alla tónleikana. Hinir íslensku Kaleo gáfu tóninn fyrir það sem í vændum var og voru frábærir. Vel heppnaðir tónleikar í alla staði. Mest lesið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag Lífið Fleiri fréttir Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Það var margt um manninn í Nýju-Laugardalshöllinni á fimmtudagskvöldið þegar ein vinsælasta rokkhljómsveit heims, Kings of Leon, steig þar á svið. Það var reyndar íslenska hljómsveitin Kaleo sem hóf leik og sýndi sveitin frábæra takta og var afar þétt í sinni spilamennsku. Kaleo spilaði því miður í einungis um 25 mínútur og undirritaður skynjaði það á tónleikagestum að fólk var almennt til í að heyra fleiri lög frá rokkurunum úr Mosfellsbænum. Það var auðsjáanlegt og auðheyranlegt að dvöl sveitarinnar í Bandaríkjunum undanfarna mánuði hefur gert þessa góðu sveit enn betri og verður gaman að sjá hvað gerist hjá henni í framtíðinni.815163 Kings of Leon tónleikar laugardalshöllEftir að Kaleo lauk leik, tók við smá bið en fólk var almennt í góðum fíling. Þá kom að því, að suðurríkjarokkararnir í Kings of Leon stigu á svið og þeir voru stundvísir. Undirritaður var heillaður, alveg frá fyrsta tóni, frá því að fyrsti hljómurinn í laginu Supersoaker, sem er jafnframt fyrsta lagið á nýjustu plötu Kings of Leon, Mechanical Bull, allt fram að síðasta hljómi í lokalagi tónleikanna, sem er jafnframt vinsælasta lag sveitarinnar, Sex on Fire. Bræðurnir þrír, Caleb Followill, Nathan Followill, Jared Followill og frændinn Matthew Followill slógu ekki feilnótu alla tónleikana, eða þá hefur hún allavega farið fram hjá undirrituðum. Með þeim á sviðinu var þúsundþjalasmiður að nafni Ethan Luck, sem spilaði á slagverk, gítar, hljómborð, söng bakraddir og allt þar á milli. Þessir fagmenn léku öll vinsælustu lög sveitarinnar og voru öryggið uppmálað í spilamennsku sinni og framkomu. Tónleikagestirnir, sem voru um átta þúsund manns, fengu að heyra lög af öllum sex breiðskífum Kings of Leon og því klárt mál að þeir fengu helling fyrir sinn snúð, sama hvaða plata er í uppáhaldi. Söngvari sveitarinnar, Caleb Followill, talaði aðeins við tónleikagesti á milli laga en var aldrei með neitt óþarfa blaður. Hann sagðist til dæmis vera flugþreyttur en að hann myndi laga það með því að drekka sig fullan og glotti í kjölfarið. Þá sagði töffarinn einnig þegar langt var liðið á tónleikana að sveitin hefði í hyggju að koma aftur til landsins, það væri frábært að vera á Íslandi og þeir hefðu hlakkað mikið til þess að koma hingað. Annars virtust liðsmenn Kings of Leon að mestu leyti vera einbeittir í því að skila sínu vel, sem þeir gerðu. Þeir voru ekki með neitt óþarfa blaður og það er bersýnilegt að þessi gaurar hafa svo sannarlega spilað á nokkrum tónleikum áður. Þvílík reynsla og fagmennska.Það voru fleiri fagmenn í salnum því hljóð og ljós var til mikillar fyrirmyndar. Hljóðkerfið skilaði frábærum hljómi og ljósadýrðin var þvílík. Til að setja punktinn yfir i-ið voru þrír risaskjáir við sviðið, sinn hvorum megin við sviðið og svo einn, sem var jafnframt stærsti skjárinn, fyrir aftan sviðið. Þessi skjáir gerðu mikið fyrir tónleikana og gerðu þá að miklu sjónarspili. Fjöldi myndavéla var á sviðinu þannig að áhorfendur gátu vel séð hvað meðlimir sveitarinnar voru að gera uppi á sviði þegar þeir rýndu í hliðarskjáina. Glæsileg grafík var svo á skjánum á bak við sviðið sem talaði við hvert lag fyrir sig. Þessir skjáir, með þessari glæsilegu grafík og myndefni, gerðu svo sannarlega góða tónleika enn betri. Það eina sem undirritaður gat sett út á á tónleikunum var svæðisskiptingin og fannst honum heldur mikið að hafa svæðin fjögur, A+, A, B og C svæði. Ástæðan fyrir því gæti verið sú að undirritaður er ekki vanur svona mörgum svæðum á standandi tónleikum á Íslandi og þetta því svolítið viðbrigði. Annars var allt skipulag til mikils sóma og virtist undirrituðum allt fara vel fram og allir ganga sælir og sáttir úr Nýju-Laugardalshöllinni.Niðurstaða: Bræðurnir þrír, Caleb Followill, Nathan Followill, Jared Followill og frændinn Matthew Followill í Kings of Leon slógu ekki feilnótu alla tónleikana. Hinir íslensku Kaleo gáfu tóninn fyrir það sem í vændum var og voru frábærir. Vel heppnaðir tónleikar í alla staði.
Mest lesið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag Lífið Fleiri fréttir Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira