Eru prumphænsn í grasinu? Friðrika Benónýsdóttir skrifar 13. ágúst 2015 11:30 Bækur Oona og Salinger Frédéric Beigbeder Þýðing: Friðrik Rafnsson Mál og menning Ástarsaga J.D. Salinger og Oona O'Neill, með sjálfan Chaplin á kantinum, er uppskrift að skáldsögu sem varla getur klikkað. Samt er maður efins þegar lesturinn hefst; veit einhver fimmtugur Frakki eitthvað um það hvernig þetta fólk lifði lífi sínu, hvað það sagði, hvernig það hugsaði? Er Frédéric Beigbeder ekki bara að reyna að nýta sér frægð þeirra til að koma sjálfum sér á kortið? Kannski, en þó svo væri er bókin sem hann hefur skrifað um þetta fólk svo full af ást og innsæi að það fyrirgefst um leið. Maður trúir hverju orði. Beigbeder sjálfur er stöðugt nálægur í textanum, hann talar beint til lesandans, útskýrir hvað olli því að hann skrifaði eitthvað svona en ekki hinsegin, fléttar inn í atburðum úr eigin lífi – sönnum eða ósönnum, um það veit maður ekkert, en það er allavega ljóst að þetta liðna fólk sem hann hefur valið að skrifa um hefur markað djúp spor í líf hans og hugsun. Sjálfur kallar hann söguna faction – skáldskap byggðan á staðreyndum – og þótt lesandinn viti að sjálfsögðu að prívatsamtöl og samskipti eru skálduð frá grunni þá kaupir hann þau og trúir í hjarta sínu að einmitt svona hafi þetta verið og engan veginn öðruvísi. Áhrifaríkustu lýsingarnar eru af þátttöku Salingers í seinni heimsstyrjöldinni, frelsun Frakklands og því helvíti sem bandarískir hermenn upplifðu – og sköpuðu – í því ferli. Bréfin sem höfundurinn skáldar frá Salinger til Oonu lýsa ráðvillu og kvöl og vaxandi óbeit á mannskepnunni og gefa langþráða skýringu á því hvers vegna Salinger kaus að segja meira og minna skilið við mannleg samskipti eftir að hann sneri heim að stríðinu loknu. Það er einfaldlega ekki upp á manneskjuna púkkandi. Stjarna sögunnar er þó tvímælalaust Oona, þessi stelpukrakki sem giftist rúmlega fimmtugum karli sem hét Charlie Chaplin og var þessi stórstjarna sem kynslóðirnar elskuðu og dáðu. Beigbeder dregur upp afskaplega hlýja og sannfærandi mynd af þessari stelpu sem þráði ást heimsfrægs föður síns, Eugene O'Neill, sem hún varla þekkti, varð ein af fyrstu it-girls New York borgar aðeins fimmtán ára gömul og fann skjól í föðurímyndinni Chaplin. Já, hún er týnd og ráðvillt og kann ekki að elska, en samt sem áður fullkomlega heillandi og það er afskaplega auðvelt fyrir lesandann að skilja að hinn alvarlegi og feimni rúmlega tvítugi Jerry Salinger hafi misst fótanna í sambandinu við hana og aldrei náð að fóta sig í tilverunni eftir að hún hvarf honum. Dramatískt, vissulega, en svo vel gert að gamall aðdáandi Salingers kinkar ákaft kolli og skilur og skynjar ýmislegt sem áður var ráðgáta. Þetta bara hlýtur að vera skýringin. Þýðing Friðriks Rafnssonar er, eins og við er að búast, á hnökralausri íslensku sem aldrei stuðar og skilar blæbrigðum textans til fullnustu. Það er upplifun að lesa þessa sögu, upplifun sem allir sem nokkurn áhuga hafa á Salinger eða þróun bandarískrar stjörnudýrkunar ættu skilyrðislaust að láta eftir sér að lesa. Svo ekki sé nú minnst á ánægjuna af því að fá að lesa franskan höfund úr samtímanum, höfund sem svo sannarlega væri gaman að fá að kynnast nánar.Niðurstaða: Sterk, forvitnileg og heillandi skáldsaga um fólk sem alltaf vekur forvitni. Bókmenntir Menning Mest lesið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Bækur Oona og Salinger Frédéric Beigbeder Þýðing: Friðrik Rafnsson Mál og menning Ástarsaga J.D. Salinger og Oona O'Neill, með sjálfan Chaplin á kantinum, er uppskrift að skáldsögu sem varla getur klikkað. Samt er maður efins þegar lesturinn hefst; veit einhver fimmtugur Frakki eitthvað um það hvernig þetta fólk lifði lífi sínu, hvað það sagði, hvernig það hugsaði? Er Frédéric Beigbeder ekki bara að reyna að nýta sér frægð þeirra til að koma sjálfum sér á kortið? Kannski, en þó svo væri er bókin sem hann hefur skrifað um þetta fólk svo full af ást og innsæi að það fyrirgefst um leið. Maður trúir hverju orði. Beigbeder sjálfur er stöðugt nálægur í textanum, hann talar beint til lesandans, útskýrir hvað olli því að hann skrifaði eitthvað svona en ekki hinsegin, fléttar inn í atburðum úr eigin lífi – sönnum eða ósönnum, um það veit maður ekkert, en það er allavega ljóst að þetta liðna fólk sem hann hefur valið að skrifa um hefur markað djúp spor í líf hans og hugsun. Sjálfur kallar hann söguna faction – skáldskap byggðan á staðreyndum – og þótt lesandinn viti að sjálfsögðu að prívatsamtöl og samskipti eru skálduð frá grunni þá kaupir hann þau og trúir í hjarta sínu að einmitt svona hafi þetta verið og engan veginn öðruvísi. Áhrifaríkustu lýsingarnar eru af þátttöku Salingers í seinni heimsstyrjöldinni, frelsun Frakklands og því helvíti sem bandarískir hermenn upplifðu – og sköpuðu – í því ferli. Bréfin sem höfundurinn skáldar frá Salinger til Oonu lýsa ráðvillu og kvöl og vaxandi óbeit á mannskepnunni og gefa langþráða skýringu á því hvers vegna Salinger kaus að segja meira og minna skilið við mannleg samskipti eftir að hann sneri heim að stríðinu loknu. Það er einfaldlega ekki upp á manneskjuna púkkandi. Stjarna sögunnar er þó tvímælalaust Oona, þessi stelpukrakki sem giftist rúmlega fimmtugum karli sem hét Charlie Chaplin og var þessi stórstjarna sem kynslóðirnar elskuðu og dáðu. Beigbeder dregur upp afskaplega hlýja og sannfærandi mynd af þessari stelpu sem þráði ást heimsfrægs föður síns, Eugene O'Neill, sem hún varla þekkti, varð ein af fyrstu it-girls New York borgar aðeins fimmtán ára gömul og fann skjól í föðurímyndinni Chaplin. Já, hún er týnd og ráðvillt og kann ekki að elska, en samt sem áður fullkomlega heillandi og það er afskaplega auðvelt fyrir lesandann að skilja að hinn alvarlegi og feimni rúmlega tvítugi Jerry Salinger hafi misst fótanna í sambandinu við hana og aldrei náð að fóta sig í tilverunni eftir að hún hvarf honum. Dramatískt, vissulega, en svo vel gert að gamall aðdáandi Salingers kinkar ákaft kolli og skilur og skynjar ýmislegt sem áður var ráðgáta. Þetta bara hlýtur að vera skýringin. Þýðing Friðriks Rafnssonar er, eins og við er að búast, á hnökralausri íslensku sem aldrei stuðar og skilar blæbrigðum textans til fullnustu. Það er upplifun að lesa þessa sögu, upplifun sem allir sem nokkurn áhuga hafa á Salinger eða þróun bandarískrar stjörnudýrkunar ættu skilyrðislaust að láta eftir sér að lesa. Svo ekki sé nú minnst á ánægjuna af því að fá að lesa franskan höfund úr samtímanum, höfund sem svo sannarlega væri gaman að fá að kynnast nánar.Niðurstaða: Sterk, forvitnileg og heillandi skáldsaga um fólk sem alltaf vekur forvitni.
Bókmenntir Menning Mest lesið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira