Kings of Leon ótrúlega spenntir fyrir Íslandi og ætla í sund Gunnar Leó Pálsson skrifar 9. ágúst 2015 10:00 Hljómsveitin Kings of Leon ætlar að spila lög af öllum plötunum sínum og segir Matthew Followill gítarleikari sveitarinnar þá vera súper spennta og súper tilbúna í tónleikana á Íslandi. Nordicphotos/Getty Það styttist óðum í eina stærstu tónleika ársins hér á landi, þegar ein vinsælasta rokkhljómsveit heims, Kings of Leon, stígur á svið í Nýju Laugardalshöllinni þann 13. ágúst næstkomandi. Það hefur sjálfsagt verið fjarlæg hugsun hjá bræðrunum Caleb Followill, Nathan Followill, Jared Followill og frænda þeirra Matthew Followill að þeir væru á leið til Íslands árið 2015 þegar þeir stofnuðu Kings of Leon í Nashville í Tennessee í Bandaríkjunum árið 1999.Hefur alltaf elskað Sigur Rós Bræðurnir og frændinn hafa farið sigurför um heim allan en eru þó á leið til Íslands í fyrsta sinn. Blaðamaður Fréttablaðsins tók upp tólið og heyrði í aðalgítarleikara sveitarinnar og frændanum í hljómsveitinni Matthew Followill og fór yfir ýmis mál. „Ég held að þetta verði alveg geggjað, ég hlakka mikið til og hef heyrt að Íslendingar séu frábært fólk. Ég skal samt alveg viðurkenna það að ég veit nú ekki mikið um Ísland en fólk hefur sagt mér að þar séu álfar og fossar og svoleiðis. Ég veit ekki mikið en er séns á að sjá álfa þarna?“ segir Matthew og hlær. Suðurríkjarokkarinn hefur þá heyrt af þjóðsögum okkar og telur sig eiga möguleika á að sjá álfa en við hlógum dátt að þeirri staðreynd að það gæti verið erfitt að finna álfana blessuðu. Í kjölfarið förum við að ræða íslenska tónlist en í fyrstu var Matthew ekki með á hreinu hvað okkar helstu tónlistarmenn og hljómsveitir heita sem hafa gert það gott á erlendri grundu. „Ég þekki Björk, hún er fábær. Ég þekki líka Sigur Rós, ég hef alltaf elskað Sigur Rós frá því ég heyrði í henni fyrst,“ segir Matthew eftir að blaðamaður hafði farið yfir þekktustu nöfnin.Matthew Followill er aðalgítarleikari Kings of Leon.Nordicphotos/gettyEr eins og einn af bræðrunum Sú staðreynd að meðlimir hljómsveitar eru svona náskyldir er ekki svo algeng í tónlistarheiminum þó að vissulega séu til hljómsveitir með náskylda meðlimi. Hvernig er það, rífast meðlimir Kings of Leon meira en „venjulegar“ hljómsveitir gera? „Ég veit ekki hvort við rífumst eitthvað meira en aðrar hljómsveitir, því ég þekki margar hljómsveitir þar sem meðlimir eru ekki skyldir og þeir rífast mikið. Í gamla daga rifumst við kannski meira, við vorum svo mikið hver í kringum annan en núna er þetta frábært, við erum fjölskylda og bestu vinir. Ef það hitnar í kolunum þá eru kannski meiri líkur á því að maður hiki ekki við að segja eitthvað heldur en ef við værum ekki svona skyldir,“ útskýrir Matthew. Þar sem gítarleikarinn er frændinn í hópnum en ekki bróðir, hefur það haft einhver áhrif á samskiptin í hljómsveitin, er frændinn aldrei hafður út undan? „Alls ekki, mér finnst ég frekar hafa þá út undan,“ segir Matthew og skellihlær. „Mér hefur aldrei liðið þannig, mér hefur alltaf liðið eins og ég sé einn af bræðrunum.“Svona varð Sex on Fire til Hljómsveitin Kings of Leon hefur gefið út sex breiðskífur og gefið út tónlist sem spiluð er út um allan heim. Lög eins og Sex on Fire, Use Somebody og Molly's Chambers eru lög sem eru orðin sígild og aðrar hljómsveitir taka til spilunar, eru spiluð í partíum, á skemmtistöðum og út um allt. Spurður út í lagasmíðar Kings of Leon hefur Matthew þetta að segja: „Við semjum mikið af lögum saman en við leyfum samt Caleb að sjá um textana, því hann þarf auðvitað að syngja þá. Við komum allir með hugmyndir og semjum saman og það hefur verið þannig síðan á annarri plötunni okkar. Ég kem kannski með gítarriff eða gítarlínu og við byrjum að djamma á henni saman og svo semjum við annan part og svo framvegis.“ Eitt vinsælasta lag sveitarinnar, Sex on Fire, varð einmitt til með slíku djammi. „Mig minnir að Caleb hafi komið með gítarlínuna í byrjun og svo fórum við að djamma á henni. Svo fór Caleb að raula með henni og þá spurði Jared bassaleikari, varstu að segja Sex on fire? og þá svaraði Caleb, nei, ég sagði það ekki, og þá sagði Jared, þú ættir að segja það og framhaldið er alþekkt,“ útskýrir Matthew spurður út í hvernig eitt vinsælasta lag sveitarinnar varð til.Hljómsveitin hefur farið sigurför um heiminn.Nordicphotos/GettyInnblástur alls staðar að Tónlist hljómsveitarinnar hefur þróast í gegnum árin og segir Matthew að þriðja plata sveitarinnar, Because of the Times, sé hans uppáhaldsplata með hljómsveitinni. „Það er tilfinningin og hljómurinn sem gerir hana af minni uppáhaldsplötu. Þarna vorum við að finna okkur, vorum að breytast og þróast,“ segir Matthew en eldri tónlist hefur ávallt veitt honum mestan innblástur. „Gamla efnið frá Thin Lizzy sem er frábært og hefur veitt mér mikinn innblástur og svo hljómsveitir eins og Led Zeppelin. Ég heyri oft lög, lagabúta eða gítarriff hér og þar hjá hljómsveitum sem ég veit ekki einu sinni hvað heita sem veita mér innblástur og þá tek ég upp gítarinn og spila í nokkra klukkutíma. Þetta kemur úr öllum áttum. Ætli ég sé ekki mest hrifinn af þessari eldri tónlist, hljómurinn, tilfinningin,“ útskýrir Matthew, spurður út í áhrifavaldana.Höfum alltaf haldið áfram Sveitin hefur selt milljónir platna um allan heim og unnið fjölda verðlauna eins og til að mynda fern Grammy-verðlaun. Hver er lykillinn á bak við þessa velgengni ykkar? „Við höfum alltaf haldið áfram og aldrei stoppað í lengri tíma. Við höfum alltaf unnið rosalega mikið og sérstaklega þegar við vorum yngri og hættum aldrei. Það hefur örugglega sitt að segja um hvað gerðist í framhaldinu. Við pössuðum að láta fólk ekki gleyma okkur og gáfum út plötu eftir plötu eftir plötu. Það var ekki fyrr en eftir að við gáfum út plötuna Come Around Sundown sem við tókum okkur smá frí, sem var sirka eitt ár. Það var svolítið skrítið en samt gott, allir eignuðust börn og svoleiðis. Við höfum gaman af því sem við erum að gera og þess vegna höldum við áfram.“ Kings of Leon gáfu síðast út plötuna Mechanical Bull árið 2013, er ekki kominn tími á nýja plötu? „Það er ekki planað í þeim efnum en við erum alltaf að vinna að nýju efni og hugmyndum en það er ekkert ákveðið. Ætli við byrjum ekki að semja fyrir nýja plötu í haust, vonandi náum við að gefa út nýja plötu næsta sumar,“ segir Matthew. Skilaboðin frá gítarleikaranum til ungra hljómsveita sem langar að verða betri og stærri eru einföld: „Gerðu það sem þú elskar að gera og að lokum þá veist þú hvað er flott og hvað þér finnst flott. Ekki gefast upp þó það gangi ekki allt upp strax.“ Hefði viljað læra meira Í spjalli okkar um heilræði til ungra hljómsveita fara samræður okkar yfir í gildi menntunar í tónlist og segist gítarleikarinn óska þess að hafa menntað sig meira. „Ég veit ekki hversu langt menntunin tekur mann í tónlist en ég hefði viljað fá aðeins meiri tónlistarmenntun og hver veit, kannski fer ég einn daginn og læri tónlist. Maður getur lært helling á YouTube og á að læra lög. Ég lærði þannig, ég fór að læra lög sem ég fílaði. En tónlistarmenntun mun allavega aldrei skaða þig og veitir manni eflaust bara gleði þannig að ég hvet fólk til þess að mennta sig í tónlist.“Þeir sem hyggjast leggja leið sína í Nýju Laugardalshöllina á fimmtudaginn mega búast við frábærum tónleikum.Nordicphotos/GettyLangar að synda í sundlaugum Meðlimir sveitarinnar koma til landsins nokkrum dögum fyrir tónleikana en eru þeir búnir að plana dvölina á Íslandi, fyrir utan það að spila á einum stærstu tónleikum ársins hér á landi? Spurður út dvölina segir Matthew sveitina ekki vera komna með niðurneglda dagskrá meðan á dvölinni stendur en að þá langi að skoða landi. „Ég er ekki alveg viss um hvernig planið er hjá okkur. Það væri gaman að fara í Bláa lónið, skoða landið og jafnvel skella sér í sund,“ segir Matthew eftir að blaðamaður hafði tjáð honum hve góðar sundlaugarnar eru á Íslandi. „Synda í sundlaugum og skoða landið, við höfum aldrei komið þannig að það er nóg að gera fyrir okkur,“ bætir Matthew við léttur í lundu.Súpertilbúnir í tónleikana Þeir sem hyggjast leggja leið sína í Nýju Laugardalshöllina á fimmtudaginn mega búast við frábærum tónleikum. „Við spilum lög af öllum plötunum. Þetta verður skemmtilegt, við erum súperspenntir og súpertilbúnir fyrir tónleikana. Það verður gaman að sjá hvernig aðdáendur okkar á Íslandi taka okkur. Ég held við séum að koma úr smá pásu þegar við komum til Íslands þannig að við verðum extra spenntir og til í þetta,“ segir Matthew greinilega fullur tilhlökkunar. Tengdar fréttir Bassaleikari Kings of Leon spenntur fyrir næturlífi Reykjavíkur „Reykjavík virðist vera ein af heitustu borgum heimsins,“ sagði bassaleikarinn í Harmageddon sem virðist fróður um landið. 16. júlí 2015 11:22 Dýrustu miðarnir farnir á Kings of Leon Kings of Leon stíga á svið á fimmtudaginn í næstu viku í Nýju Höllinni og er orðið uppselt á A+ svæðið. 7. ágúst 2015 15:11 Kings of Leon vilja koffeinlaust Diet Dr. Pepper og súkkilaðihúðuð goji-ber Listinn yfir það sem Kings of Leon vilja hafa baksviðs er forvitnilegur. 25. júní 2015 08:30 Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Það styttist óðum í eina stærstu tónleika ársins hér á landi, þegar ein vinsælasta rokkhljómsveit heims, Kings of Leon, stígur á svið í Nýju Laugardalshöllinni þann 13. ágúst næstkomandi. Það hefur sjálfsagt verið fjarlæg hugsun hjá bræðrunum Caleb Followill, Nathan Followill, Jared Followill og frænda þeirra Matthew Followill að þeir væru á leið til Íslands árið 2015 þegar þeir stofnuðu Kings of Leon í Nashville í Tennessee í Bandaríkjunum árið 1999.Hefur alltaf elskað Sigur Rós Bræðurnir og frændinn hafa farið sigurför um heim allan en eru þó á leið til Íslands í fyrsta sinn. Blaðamaður Fréttablaðsins tók upp tólið og heyrði í aðalgítarleikara sveitarinnar og frændanum í hljómsveitinni Matthew Followill og fór yfir ýmis mál. „Ég held að þetta verði alveg geggjað, ég hlakka mikið til og hef heyrt að Íslendingar séu frábært fólk. Ég skal samt alveg viðurkenna það að ég veit nú ekki mikið um Ísland en fólk hefur sagt mér að þar séu álfar og fossar og svoleiðis. Ég veit ekki mikið en er séns á að sjá álfa þarna?“ segir Matthew og hlær. Suðurríkjarokkarinn hefur þá heyrt af þjóðsögum okkar og telur sig eiga möguleika á að sjá álfa en við hlógum dátt að þeirri staðreynd að það gæti verið erfitt að finna álfana blessuðu. Í kjölfarið förum við að ræða íslenska tónlist en í fyrstu var Matthew ekki með á hreinu hvað okkar helstu tónlistarmenn og hljómsveitir heita sem hafa gert það gott á erlendri grundu. „Ég þekki Björk, hún er fábær. Ég þekki líka Sigur Rós, ég hef alltaf elskað Sigur Rós frá því ég heyrði í henni fyrst,“ segir Matthew eftir að blaðamaður hafði farið yfir þekktustu nöfnin.Matthew Followill er aðalgítarleikari Kings of Leon.Nordicphotos/gettyEr eins og einn af bræðrunum Sú staðreynd að meðlimir hljómsveitar eru svona náskyldir er ekki svo algeng í tónlistarheiminum þó að vissulega séu til hljómsveitir með náskylda meðlimi. Hvernig er það, rífast meðlimir Kings of Leon meira en „venjulegar“ hljómsveitir gera? „Ég veit ekki hvort við rífumst eitthvað meira en aðrar hljómsveitir, því ég þekki margar hljómsveitir þar sem meðlimir eru ekki skyldir og þeir rífast mikið. Í gamla daga rifumst við kannski meira, við vorum svo mikið hver í kringum annan en núna er þetta frábært, við erum fjölskylda og bestu vinir. Ef það hitnar í kolunum þá eru kannski meiri líkur á því að maður hiki ekki við að segja eitthvað heldur en ef við værum ekki svona skyldir,“ útskýrir Matthew. Þar sem gítarleikarinn er frændinn í hópnum en ekki bróðir, hefur það haft einhver áhrif á samskiptin í hljómsveitin, er frændinn aldrei hafður út undan? „Alls ekki, mér finnst ég frekar hafa þá út undan,“ segir Matthew og skellihlær. „Mér hefur aldrei liðið þannig, mér hefur alltaf liðið eins og ég sé einn af bræðrunum.“Svona varð Sex on Fire til Hljómsveitin Kings of Leon hefur gefið út sex breiðskífur og gefið út tónlist sem spiluð er út um allan heim. Lög eins og Sex on Fire, Use Somebody og Molly's Chambers eru lög sem eru orðin sígild og aðrar hljómsveitir taka til spilunar, eru spiluð í partíum, á skemmtistöðum og út um allt. Spurður út í lagasmíðar Kings of Leon hefur Matthew þetta að segja: „Við semjum mikið af lögum saman en við leyfum samt Caleb að sjá um textana, því hann þarf auðvitað að syngja þá. Við komum allir með hugmyndir og semjum saman og það hefur verið þannig síðan á annarri plötunni okkar. Ég kem kannski með gítarriff eða gítarlínu og við byrjum að djamma á henni saman og svo semjum við annan part og svo framvegis.“ Eitt vinsælasta lag sveitarinnar, Sex on Fire, varð einmitt til með slíku djammi. „Mig minnir að Caleb hafi komið með gítarlínuna í byrjun og svo fórum við að djamma á henni. Svo fór Caleb að raula með henni og þá spurði Jared bassaleikari, varstu að segja Sex on fire? og þá svaraði Caleb, nei, ég sagði það ekki, og þá sagði Jared, þú ættir að segja það og framhaldið er alþekkt,“ útskýrir Matthew spurður út í hvernig eitt vinsælasta lag sveitarinnar varð til.Hljómsveitin hefur farið sigurför um heiminn.Nordicphotos/GettyInnblástur alls staðar að Tónlist hljómsveitarinnar hefur þróast í gegnum árin og segir Matthew að þriðja plata sveitarinnar, Because of the Times, sé hans uppáhaldsplata með hljómsveitinni. „Það er tilfinningin og hljómurinn sem gerir hana af minni uppáhaldsplötu. Þarna vorum við að finna okkur, vorum að breytast og þróast,“ segir Matthew en eldri tónlist hefur ávallt veitt honum mestan innblástur. „Gamla efnið frá Thin Lizzy sem er frábært og hefur veitt mér mikinn innblástur og svo hljómsveitir eins og Led Zeppelin. Ég heyri oft lög, lagabúta eða gítarriff hér og þar hjá hljómsveitum sem ég veit ekki einu sinni hvað heita sem veita mér innblástur og þá tek ég upp gítarinn og spila í nokkra klukkutíma. Þetta kemur úr öllum áttum. Ætli ég sé ekki mest hrifinn af þessari eldri tónlist, hljómurinn, tilfinningin,“ útskýrir Matthew, spurður út í áhrifavaldana.Höfum alltaf haldið áfram Sveitin hefur selt milljónir platna um allan heim og unnið fjölda verðlauna eins og til að mynda fern Grammy-verðlaun. Hver er lykillinn á bak við þessa velgengni ykkar? „Við höfum alltaf haldið áfram og aldrei stoppað í lengri tíma. Við höfum alltaf unnið rosalega mikið og sérstaklega þegar við vorum yngri og hættum aldrei. Það hefur örugglega sitt að segja um hvað gerðist í framhaldinu. Við pössuðum að láta fólk ekki gleyma okkur og gáfum út plötu eftir plötu eftir plötu. Það var ekki fyrr en eftir að við gáfum út plötuna Come Around Sundown sem við tókum okkur smá frí, sem var sirka eitt ár. Það var svolítið skrítið en samt gott, allir eignuðust börn og svoleiðis. Við höfum gaman af því sem við erum að gera og þess vegna höldum við áfram.“ Kings of Leon gáfu síðast út plötuna Mechanical Bull árið 2013, er ekki kominn tími á nýja plötu? „Það er ekki planað í þeim efnum en við erum alltaf að vinna að nýju efni og hugmyndum en það er ekkert ákveðið. Ætli við byrjum ekki að semja fyrir nýja plötu í haust, vonandi náum við að gefa út nýja plötu næsta sumar,“ segir Matthew. Skilaboðin frá gítarleikaranum til ungra hljómsveita sem langar að verða betri og stærri eru einföld: „Gerðu það sem þú elskar að gera og að lokum þá veist þú hvað er flott og hvað þér finnst flott. Ekki gefast upp þó það gangi ekki allt upp strax.“ Hefði viljað læra meira Í spjalli okkar um heilræði til ungra hljómsveita fara samræður okkar yfir í gildi menntunar í tónlist og segist gítarleikarinn óska þess að hafa menntað sig meira. „Ég veit ekki hversu langt menntunin tekur mann í tónlist en ég hefði viljað fá aðeins meiri tónlistarmenntun og hver veit, kannski fer ég einn daginn og læri tónlist. Maður getur lært helling á YouTube og á að læra lög. Ég lærði þannig, ég fór að læra lög sem ég fílaði. En tónlistarmenntun mun allavega aldrei skaða þig og veitir manni eflaust bara gleði þannig að ég hvet fólk til þess að mennta sig í tónlist.“Þeir sem hyggjast leggja leið sína í Nýju Laugardalshöllina á fimmtudaginn mega búast við frábærum tónleikum.Nordicphotos/GettyLangar að synda í sundlaugum Meðlimir sveitarinnar koma til landsins nokkrum dögum fyrir tónleikana en eru þeir búnir að plana dvölina á Íslandi, fyrir utan það að spila á einum stærstu tónleikum ársins hér á landi? Spurður út dvölina segir Matthew sveitina ekki vera komna með niðurneglda dagskrá meðan á dvölinni stendur en að þá langi að skoða landi. „Ég er ekki alveg viss um hvernig planið er hjá okkur. Það væri gaman að fara í Bláa lónið, skoða landið og jafnvel skella sér í sund,“ segir Matthew eftir að blaðamaður hafði tjáð honum hve góðar sundlaugarnar eru á Íslandi. „Synda í sundlaugum og skoða landið, við höfum aldrei komið þannig að það er nóg að gera fyrir okkur,“ bætir Matthew við léttur í lundu.Súpertilbúnir í tónleikana Þeir sem hyggjast leggja leið sína í Nýju Laugardalshöllina á fimmtudaginn mega búast við frábærum tónleikum. „Við spilum lög af öllum plötunum. Þetta verður skemmtilegt, við erum súperspenntir og súpertilbúnir fyrir tónleikana. Það verður gaman að sjá hvernig aðdáendur okkar á Íslandi taka okkur. Ég held við séum að koma úr smá pásu þegar við komum til Íslands þannig að við verðum extra spenntir og til í þetta,“ segir Matthew greinilega fullur tilhlökkunar.
Tengdar fréttir Bassaleikari Kings of Leon spenntur fyrir næturlífi Reykjavíkur „Reykjavík virðist vera ein af heitustu borgum heimsins,“ sagði bassaleikarinn í Harmageddon sem virðist fróður um landið. 16. júlí 2015 11:22 Dýrustu miðarnir farnir á Kings of Leon Kings of Leon stíga á svið á fimmtudaginn í næstu viku í Nýju Höllinni og er orðið uppselt á A+ svæðið. 7. ágúst 2015 15:11 Kings of Leon vilja koffeinlaust Diet Dr. Pepper og súkkilaðihúðuð goji-ber Listinn yfir það sem Kings of Leon vilja hafa baksviðs er forvitnilegur. 25. júní 2015 08:30 Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Bassaleikari Kings of Leon spenntur fyrir næturlífi Reykjavíkur „Reykjavík virðist vera ein af heitustu borgum heimsins,“ sagði bassaleikarinn í Harmageddon sem virðist fróður um landið. 16. júlí 2015 11:22
Dýrustu miðarnir farnir á Kings of Leon Kings of Leon stíga á svið á fimmtudaginn í næstu viku í Nýju Höllinni og er orðið uppselt á A+ svæðið. 7. ágúst 2015 15:11
Kings of Leon vilja koffeinlaust Diet Dr. Pepper og súkkilaðihúðuð goji-ber Listinn yfir það sem Kings of Leon vilja hafa baksviðs er forvitnilegur. 25. júní 2015 08:30