Fagnar tíu ára afmælinu með nýrri plötu Gunnar Leó Pálsson skrifar 30. júlí 2015 09:45 Retro Stefson vinnur að nýrri plötu sem kemur út á næstunni. vísir/ernir Hljómsveitin Retro Stefson er um þessar mundir að leggja lokahönd á upptökur á nýrri plötu. Hún er jafnframt fjórða breiðskífa sveitarinnar og ber nafnið Scandinavian Pain. „Við erum búin að vera að taka upp síðustu mánuði og settum upp okkar eigið stúdíó í miðbæ Reykjavíkur,“ segir Logi Pedro Stefánsson, bassaleikari hljómsveitarinnar. Hann stýrir einnig upptökum á plötunni en fyrsta smáskífulagið af plötunni, Malaika, kom út í vor. Hljómsveitin er skipuð fagfólki sem allt semur lög og hefur hún tekið upp fjöldann allan af lögum undanfarna mánuði. Logi segir að það liggi að mestu fyrir hvaða lög fari á plötuna. „Við semjum öll og hver og einn meðlimur hefur verið að koma með demó á æfingar og þar sem ég stýri upptökunum þá fæ ég mikið af hálfkláruðum lögum sem ég leggst yfir og reyni að pródúsera,“ útskýrir Logi Pedro. Stefnt er að því að gefa út nýju plötuna snemma á næsta ári en sveitin fagnar þá líka tíu ára afmæli sínu. „Það má alveg örugglega greina nýjan stíl eða sánd, við reynum alltaf að gera eitthvað nýtt en fólk mun alveg heyra að þetta sé Retro Stefson-plata,“ segir Logi Pedro spurður út í nýju plötuna. Retro Stefson hefur haldið sig til hlés undanfarna mánuði en gerir ráð fyrir að koma sterk inn á næstu mánuðum. „Við erum að spila á Innipúkanum og Mýrarboltanum um helgina. Svo förum við að plana fleiri tónleika þegar nær dregur útgáfu plötunnar.“ Meðlimir sveitarinnar hafa haft í nógu að snúast með hliðarverkefni sín, Logi í Young Karin og Unnsteinn í Uni Stefson. „Við erum alltaf með hliðarpródjekt en Retro Stefson heldur fyrirtækinu gangandi. Við erum búin að eyða tíu árum af ævi okkar í að búa þetta til. Retro Stefson er aðalverkefnið okkar en það er alltaf hægt að halda nokkrum boltum á lofti í einu,“ segir Logi. Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Hljómsveitin Retro Stefson er um þessar mundir að leggja lokahönd á upptökur á nýrri plötu. Hún er jafnframt fjórða breiðskífa sveitarinnar og ber nafnið Scandinavian Pain. „Við erum búin að vera að taka upp síðustu mánuði og settum upp okkar eigið stúdíó í miðbæ Reykjavíkur,“ segir Logi Pedro Stefánsson, bassaleikari hljómsveitarinnar. Hann stýrir einnig upptökum á plötunni en fyrsta smáskífulagið af plötunni, Malaika, kom út í vor. Hljómsveitin er skipuð fagfólki sem allt semur lög og hefur hún tekið upp fjöldann allan af lögum undanfarna mánuði. Logi segir að það liggi að mestu fyrir hvaða lög fari á plötuna. „Við semjum öll og hver og einn meðlimur hefur verið að koma með demó á æfingar og þar sem ég stýri upptökunum þá fæ ég mikið af hálfkláruðum lögum sem ég leggst yfir og reyni að pródúsera,“ útskýrir Logi Pedro. Stefnt er að því að gefa út nýju plötuna snemma á næsta ári en sveitin fagnar þá líka tíu ára afmæli sínu. „Það má alveg örugglega greina nýjan stíl eða sánd, við reynum alltaf að gera eitthvað nýtt en fólk mun alveg heyra að þetta sé Retro Stefson-plata,“ segir Logi Pedro spurður út í nýju plötuna. Retro Stefson hefur haldið sig til hlés undanfarna mánuði en gerir ráð fyrir að koma sterk inn á næstu mánuðum. „Við erum að spila á Innipúkanum og Mýrarboltanum um helgina. Svo förum við að plana fleiri tónleika þegar nær dregur útgáfu plötunnar.“ Meðlimir sveitarinnar hafa haft í nógu að snúast með hliðarverkefni sín, Logi í Young Karin og Unnsteinn í Uni Stefson. „Við erum alltaf með hliðarpródjekt en Retro Stefson heldur fyrirtækinu gangandi. Við erum búin að eyða tíu árum af ævi okkar í að búa þetta til. Retro Stefson er aðalverkefnið okkar en það er alltaf hægt að halda nokkrum boltum á lofti í einu,“ segir Logi.
Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira