Fagnar tíu ára afmælinu með nýrri plötu Gunnar Leó Pálsson skrifar 30. júlí 2015 09:45 Retro Stefson vinnur að nýrri plötu sem kemur út á næstunni. vísir/ernir Hljómsveitin Retro Stefson er um þessar mundir að leggja lokahönd á upptökur á nýrri plötu. Hún er jafnframt fjórða breiðskífa sveitarinnar og ber nafnið Scandinavian Pain. „Við erum búin að vera að taka upp síðustu mánuði og settum upp okkar eigið stúdíó í miðbæ Reykjavíkur,“ segir Logi Pedro Stefánsson, bassaleikari hljómsveitarinnar. Hann stýrir einnig upptökum á plötunni en fyrsta smáskífulagið af plötunni, Malaika, kom út í vor. Hljómsveitin er skipuð fagfólki sem allt semur lög og hefur hún tekið upp fjöldann allan af lögum undanfarna mánuði. Logi segir að það liggi að mestu fyrir hvaða lög fari á plötuna. „Við semjum öll og hver og einn meðlimur hefur verið að koma með demó á æfingar og þar sem ég stýri upptökunum þá fæ ég mikið af hálfkláruðum lögum sem ég leggst yfir og reyni að pródúsera,“ útskýrir Logi Pedro. Stefnt er að því að gefa út nýju plötuna snemma á næsta ári en sveitin fagnar þá líka tíu ára afmæli sínu. „Það má alveg örugglega greina nýjan stíl eða sánd, við reynum alltaf að gera eitthvað nýtt en fólk mun alveg heyra að þetta sé Retro Stefson-plata,“ segir Logi Pedro spurður út í nýju plötuna. Retro Stefson hefur haldið sig til hlés undanfarna mánuði en gerir ráð fyrir að koma sterk inn á næstu mánuðum. „Við erum að spila á Innipúkanum og Mýrarboltanum um helgina. Svo förum við að plana fleiri tónleika þegar nær dregur útgáfu plötunnar.“ Meðlimir sveitarinnar hafa haft í nógu að snúast með hliðarverkefni sín, Logi í Young Karin og Unnsteinn í Uni Stefson. „Við erum alltaf með hliðarpródjekt en Retro Stefson heldur fyrirtækinu gangandi. Við erum búin að eyða tíu árum af ævi okkar í að búa þetta til. Retro Stefson er aðalverkefnið okkar en það er alltaf hægt að halda nokkrum boltum á lofti í einu,“ segir Logi. Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Hljómsveitin Retro Stefson er um þessar mundir að leggja lokahönd á upptökur á nýrri plötu. Hún er jafnframt fjórða breiðskífa sveitarinnar og ber nafnið Scandinavian Pain. „Við erum búin að vera að taka upp síðustu mánuði og settum upp okkar eigið stúdíó í miðbæ Reykjavíkur,“ segir Logi Pedro Stefánsson, bassaleikari hljómsveitarinnar. Hann stýrir einnig upptökum á plötunni en fyrsta smáskífulagið af plötunni, Malaika, kom út í vor. Hljómsveitin er skipuð fagfólki sem allt semur lög og hefur hún tekið upp fjöldann allan af lögum undanfarna mánuði. Logi segir að það liggi að mestu fyrir hvaða lög fari á plötuna. „Við semjum öll og hver og einn meðlimur hefur verið að koma með demó á æfingar og þar sem ég stýri upptökunum þá fæ ég mikið af hálfkláruðum lögum sem ég leggst yfir og reyni að pródúsera,“ útskýrir Logi Pedro. Stefnt er að því að gefa út nýju plötuna snemma á næsta ári en sveitin fagnar þá líka tíu ára afmæli sínu. „Það má alveg örugglega greina nýjan stíl eða sánd, við reynum alltaf að gera eitthvað nýtt en fólk mun alveg heyra að þetta sé Retro Stefson-plata,“ segir Logi Pedro spurður út í nýju plötuna. Retro Stefson hefur haldið sig til hlés undanfarna mánuði en gerir ráð fyrir að koma sterk inn á næstu mánuðum. „Við erum að spila á Innipúkanum og Mýrarboltanum um helgina. Svo förum við að plana fleiri tónleika þegar nær dregur útgáfu plötunnar.“ Meðlimir sveitarinnar hafa haft í nógu að snúast með hliðarverkefni sín, Logi í Young Karin og Unnsteinn í Uni Stefson. „Við erum alltaf með hliðarpródjekt en Retro Stefson heldur fyrirtækinu gangandi. Við erum búin að eyða tíu árum af ævi okkar í að búa þetta til. Retro Stefson er aðalverkefnið okkar en það er alltaf hægt að halda nokkrum boltum á lofti í einu,“ segir Logi.
Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira