Eigingjarnir risar Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 28. júlí 2015 12:00 Menn geta orðið svo uppteknir af eignum sínum að þeir verða argir og einangraðir. Rétt eins og eigingjarni risinn hans Oscars Wilde taka þessir menn öllu áreiti sem einkaeign þeirra verður fyrir afar illa. Engin starfsemi má fara fram í grennd, ekki má komast í sjónfæri við glugga og almennt eru öll ummerki um líf álitin óheppileg. Ég uppskar því heldur ólundarlegt tal í túni eins slíks plebba fyrir nokkrum árum og í ljósi umræðunnar tel ég vísast að taka það fram að ég var þá ekki að ganga þar örna minna. Ég var hins vegar að ná í dóttur mína sem hafði verið í pössun hjá góðu fólki en hafði nú skellt sér í skemmtan í næsta garði. Ég fer að lóðarmörkum og geri grein fyrir mér og heilsar húsmóðir í garðinum kumpánlega en stelpan mín vildi ekki taka eftir mér svo ég smeygi mér fram hjá hríslunum sem afmarka lóðina, tek þrjú skref og næ í hana. Þá kemur plebbinn til sögunnar og segir að þetta sé einkalóð og réttast væri að ég gerði grein fyrir mér við hliðið. Landið lá þannig að um 300 metra leið, um tvær götur, lá að umræddu hliði. Þar hefði ég átt að dingla og bíða uns tekið yrði á móti mér. Nokkuð er liðið síðan þetta var en þessi ólundarlegi maður brennur mér í muna í hvert sinn sem ég heyri af kvörtunum vegna göngustígs nálægt plebbalóð þaðan sem hæglega mætti sjá á glugga eða þegar menn amast við sambýlum og svipaðri starfsemi í götu sinni og hvað þá þegar menn kvarta undan bar í bæjarfélaginu. Kannski er ég of sveitó til að skilja svona kröfur í þéttbýlinu? Vissulega hafa menn fullan rétt til að haga sér svona en það hlýtur að gera þá einmana og einangraða. Því á fólk sem er svo ankannalega upptekið af eignum sínum og eignarétti dugir ekkert annað en að leyfa því bara að eiga sig. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir Skoðun
Menn geta orðið svo uppteknir af eignum sínum að þeir verða argir og einangraðir. Rétt eins og eigingjarni risinn hans Oscars Wilde taka þessir menn öllu áreiti sem einkaeign þeirra verður fyrir afar illa. Engin starfsemi má fara fram í grennd, ekki má komast í sjónfæri við glugga og almennt eru öll ummerki um líf álitin óheppileg. Ég uppskar því heldur ólundarlegt tal í túni eins slíks plebba fyrir nokkrum árum og í ljósi umræðunnar tel ég vísast að taka það fram að ég var þá ekki að ganga þar örna minna. Ég var hins vegar að ná í dóttur mína sem hafði verið í pössun hjá góðu fólki en hafði nú skellt sér í skemmtan í næsta garði. Ég fer að lóðarmörkum og geri grein fyrir mér og heilsar húsmóðir í garðinum kumpánlega en stelpan mín vildi ekki taka eftir mér svo ég smeygi mér fram hjá hríslunum sem afmarka lóðina, tek þrjú skref og næ í hana. Þá kemur plebbinn til sögunnar og segir að þetta sé einkalóð og réttast væri að ég gerði grein fyrir mér við hliðið. Landið lá þannig að um 300 metra leið, um tvær götur, lá að umræddu hliði. Þar hefði ég átt að dingla og bíða uns tekið yrði á móti mér. Nokkuð er liðið síðan þetta var en þessi ólundarlegi maður brennur mér í muna í hvert sinn sem ég heyri af kvörtunum vegna göngustígs nálægt plebbalóð þaðan sem hæglega mætti sjá á glugga eða þegar menn amast við sambýlum og svipaðri starfsemi í götu sinni og hvað þá þegar menn kvarta undan bar í bæjarfélaginu. Kannski er ég of sveitó til að skilja svona kröfur í þéttbýlinu? Vissulega hafa menn fullan rétt til að haga sér svona en það hlýtur að gera þá einmana og einangraða. Því á fólk sem er svo ankannalega upptekið af eignum sínum og eignarétti dugir ekkert annað en að leyfa því bara að eiga sig.