Lögin á plötunni samin fyrir fimm tríó Gunnar Leó Pálsson skrifar 23. júlí 2015 11:00 Ásgeir Ásgeirsson hefur verið einn mest áberandi gítarleikari þjóðarinnar um árabil. Mynd/Bent Marinós Gítarleikarinn Ásgeir Ásgeirsson sendir frá sér sína aðra sólóplötu og nefnist hún einfaldlega Ásgeir Ásgeirsson tríó. Á plötunni leikur hann sér með þemað tríó, en hann hefur samið tíu lög fyrir fimm tríó sem öll eru starfandi um þessar mundir. „Þetta gefur plötunni öðruvísi blæ því að tríóin eru með mismunandi stíl,“ segir Ásgeir um plötuna. Annað þema sem er á plötunni er að lögin eru öll samin með röddinni einni saman. Hann semur laglínurnar fyrst og gítar og píanó eru víðs fjarri við lagasmíðarnar. „Þetta er svolítið eins og popptónlist þegar laglínan verður til á undan. Laglínurnar verða oft einfaldari og meira grípandi þegar þær eru samdar á undan,“ bætir Ásgeir við. Hann hóf upptökur á plötunni í desember og tók vinnan nánast allan síðasta vetur. „Hugmyndin um þessa plötu og þetta þema er samt örugglega þriggja ára.“ Með Ásgeiri á plötunni leika þau Sigrún Kristbjörg Jónsdóttir á fiðlu, Haukur Gröndal á saxófón, Snorri Sigurðarson á flugelhorn, Gunnar Gunnarsson á píanó, Karl Olgeirsson á Hammondorgel, Ólafur Hólm á trommur, Stefanía Svavarsdóttir og Kristbjörn Helgason sjá um söng og um bassaleik sjá þeir Þórður Högnason, Richard Anderson, Gunnar Hrafnsson og Þorgrímur Jónsson. Ásgeir Ásgeirsson hefur verið einn mest áberandi gítarleikari þjóðarinnar um árabil. Verið margoft tilnefndur til íslensku tónlistarverðlaunanna í poppi og djassi og flokknum önnur tónlist. Ásgeir kemur reglulega fram með Páli Óskari, Ragnheiði Gröndal og Guðrúnu Gunnars sem og með alþjóðlegu balkansveitinni sinni Skuggamyndum frá Býsans. Ásgeir ætlar að fagna útgáfunni með tónleikum í Silfurbergi í Hörpu þann 13. ágúst næstkomandi. Tónlist Mest lesið Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Menning Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Hlaupaæfing með Rakel Maríu á Heilsudögum í Hagkaup tókst afar vel Lífið samstarf Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Lífið Fleiri fréttir Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Gítarleikarinn Ásgeir Ásgeirsson sendir frá sér sína aðra sólóplötu og nefnist hún einfaldlega Ásgeir Ásgeirsson tríó. Á plötunni leikur hann sér með þemað tríó, en hann hefur samið tíu lög fyrir fimm tríó sem öll eru starfandi um þessar mundir. „Þetta gefur plötunni öðruvísi blæ því að tríóin eru með mismunandi stíl,“ segir Ásgeir um plötuna. Annað þema sem er á plötunni er að lögin eru öll samin með röddinni einni saman. Hann semur laglínurnar fyrst og gítar og píanó eru víðs fjarri við lagasmíðarnar. „Þetta er svolítið eins og popptónlist þegar laglínan verður til á undan. Laglínurnar verða oft einfaldari og meira grípandi þegar þær eru samdar á undan,“ bætir Ásgeir við. Hann hóf upptökur á plötunni í desember og tók vinnan nánast allan síðasta vetur. „Hugmyndin um þessa plötu og þetta þema er samt örugglega þriggja ára.“ Með Ásgeiri á plötunni leika þau Sigrún Kristbjörg Jónsdóttir á fiðlu, Haukur Gröndal á saxófón, Snorri Sigurðarson á flugelhorn, Gunnar Gunnarsson á píanó, Karl Olgeirsson á Hammondorgel, Ólafur Hólm á trommur, Stefanía Svavarsdóttir og Kristbjörn Helgason sjá um söng og um bassaleik sjá þeir Þórður Högnason, Richard Anderson, Gunnar Hrafnsson og Þorgrímur Jónsson. Ásgeir Ásgeirsson hefur verið einn mest áberandi gítarleikari þjóðarinnar um árabil. Verið margoft tilnefndur til íslensku tónlistarverðlaunanna í poppi og djassi og flokknum önnur tónlist. Ásgeir kemur reglulega fram með Páli Óskari, Ragnheiði Gröndal og Guðrúnu Gunnars sem og með alþjóðlegu balkansveitinni sinni Skuggamyndum frá Býsans. Ásgeir ætlar að fagna útgáfunni með tónleikum í Silfurbergi í Hörpu þann 13. ágúst næstkomandi.
Tónlist Mest lesið Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Menning Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Hlaupaæfing með Rakel Maríu á Heilsudögum í Hagkaup tókst afar vel Lífið samstarf Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Lífið Fleiri fréttir Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“
Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning