Bíó og sjónvarp

Frumraunin trommara í stuttmyndagerð ratar beint á festival

Guðrún Ansnes skrifar
Myndin er byggð á bókinni Sex, Drugs Einstein & Elves eftir vísindamanninn Clifford A. Pickover.
Myndin er byggð á bókinni Sex, Drugs Einstein & Elves eftir vísindamanninn Clifford A. Pickover. mynd/aðsend
„Myndin fjallar um hvernig við skynjum tíma. Sambland af sjónrænu og hvernig tónlistin er unnin, þetta er alveg einstakt verkefni,“ segir Daníel Þorsteinsson um frumraun sína í stuttmyndagerð, Acid Make-Out.

Var stuttmyndin frumsýnd á á kvikmyndafestivalinu Mykonos Biennale í Grikklandi um síðustu helgi.

„Öll hljóðin eru tekin af síðustu plötu Sometime, Music from the Motion Picture: Acid Make-Out,“ segir Daniel, sem er trommari bandsins. Einnig hefur hann getið sér gott orð sem trommari hljómsveitanna Maus og TRPTYC . Vonast Daniel til að myndin verði sýnd hér á landi þegar fram líða stundir. 


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×