Dikta spilar á Café Rosenberg í fyrsta sinn Gunnar Leó Pálsson skrifar 10. júlí 2015 10:30 Meðlimir Diktu eru spenntir fyrir kvöldinu og lofa frábærum tónleikum. mynd/Florian Trykowski „Ótrúlegt en satt, þá er þetta í fyrsta sinn sem við spilum á Rosenberg en það hefur samt verið á planinu í svona tíu ár,“ segir Haukur Heiðar Hauksson, söngvari hljómsveitarinnar Diktu. Sveitin kemur fram á tónleikum á Café Rosenberg í kvöld og er það í fyrsta sinn sem Dikta kemur fram á þessum vinsæla tónleikastað. „Það var meira að segja áður en staðurinn flutti sem við ákváðum að spila þarna en það hefur dregist aðeins,“ bætir Haukur Heiðar við léttur í lundu. Allir meðlimir sveitarinnar eru miklir aðdáendur staðarins og því mikil tilhlökkun í herbúðum Diktu. „Við höfum allir reglulega farið á tónleika þarna, þetta er frábær og í raun einstakur tónleikastaður.“ Hljómsveitin ætlar að leika lög af sínum langa ferli og setja þau í nýjan sparibúning enda verða tónleikarnir að ákveðnu leyti órafmagnaðir. „Það verður alveg rafmagn, það verða ljós og svona. Ég verð með rafmagnspíanó en þetta verður tónað niður. Við drögum rokkið aðeins úr þessu,“ útskýrir Haukur Heiðar. Dikta sendir frá sér sína fimmtu breiðskífu í september og ætlar meðal annars að leika lög af þeirri plötu. „Það eru nokkur lög af nýju plötunni sem eru komin í rólegri sparibúning og fólk fær því að heyra rólegu útgáfuna áður en það heyrir alvöru útgáfuna sem er á plötunni.“ Haukur Heiðar gerir ráð fyrir að nýja platan komi út snemma í september. Dikta hefur verið á ferð og flugi í allt sumar og er sveitin bókuð allar helgar í sumar. „Við förum svo um næstu helgi til Akureyrar og spilum á Græna hattinum næsta föstudagskvöld og á Siglufirði daginn eftir. Við erum bókaðir allar helgar í sumar og verðum í bænum um verslunarmannahelgina,“ útskýrir Haukur Heiðar. Hann gerir ráð fyrir að útgáfutónleikarnir fari fram í september og að sveitin verði á fullu í tónleikahaldi eftir að platan kemur út.Tónleikarnir í kvöld hefjast klukkan 22.00. Mest lesið „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Lífið Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Lífið María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ Lífið Er Dúbaí-súkkulaðið virkilega svona gott? Matur Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Gagnrýni Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Lífið Eva sýnir giftingahringinn Lífið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið Fleiri fréttir Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
„Ótrúlegt en satt, þá er þetta í fyrsta sinn sem við spilum á Rosenberg en það hefur samt verið á planinu í svona tíu ár,“ segir Haukur Heiðar Hauksson, söngvari hljómsveitarinnar Diktu. Sveitin kemur fram á tónleikum á Café Rosenberg í kvöld og er það í fyrsta sinn sem Dikta kemur fram á þessum vinsæla tónleikastað. „Það var meira að segja áður en staðurinn flutti sem við ákváðum að spila þarna en það hefur dregist aðeins,“ bætir Haukur Heiðar við léttur í lundu. Allir meðlimir sveitarinnar eru miklir aðdáendur staðarins og því mikil tilhlökkun í herbúðum Diktu. „Við höfum allir reglulega farið á tónleika þarna, þetta er frábær og í raun einstakur tónleikastaður.“ Hljómsveitin ætlar að leika lög af sínum langa ferli og setja þau í nýjan sparibúning enda verða tónleikarnir að ákveðnu leyti órafmagnaðir. „Það verður alveg rafmagn, það verða ljós og svona. Ég verð með rafmagnspíanó en þetta verður tónað niður. Við drögum rokkið aðeins úr þessu,“ útskýrir Haukur Heiðar. Dikta sendir frá sér sína fimmtu breiðskífu í september og ætlar meðal annars að leika lög af þeirri plötu. „Það eru nokkur lög af nýju plötunni sem eru komin í rólegri sparibúning og fólk fær því að heyra rólegu útgáfuna áður en það heyrir alvöru útgáfuna sem er á plötunni.“ Haukur Heiðar gerir ráð fyrir að nýja platan komi út snemma í september. Dikta hefur verið á ferð og flugi í allt sumar og er sveitin bókuð allar helgar í sumar. „Við förum svo um næstu helgi til Akureyrar og spilum á Græna hattinum næsta föstudagskvöld og á Siglufirði daginn eftir. Við erum bókaðir allar helgar í sumar og verðum í bænum um verslunarmannahelgina,“ útskýrir Haukur Heiðar. Hann gerir ráð fyrir að útgáfutónleikarnir fari fram í september og að sveitin verði á fullu í tónleikahaldi eftir að platan kemur út.Tónleikarnir í kvöld hefjast klukkan 22.00.
Mest lesið „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Lífið Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Lífið María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ Lífið Er Dúbaí-súkkulaðið virkilega svona gott? Matur Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Gagnrýni Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Lífið Eva sýnir giftingahringinn Lífið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið Fleiri fréttir Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira