Leiðinlegast í heimi Atli Fannar Bjarkason skrifar 9. júlí 2015 07:00 Ekkert jafnast á við tilfinninguna að byrja upp á nýtt. Að taka nýja tölvu eða síma upp úr pakkningunni er til dæmis athöfn sem dregur að sér þúsundir áhorfenda á Youtube á hverjum degi. Unaðstilfinninguna sem fylgir því að kaupa nýja skó og klæða sig í þá þekkja allir og fátt er betra en að fara að sofa eftir að hafa skipt á rúminu. (Rannsóknir sýna að tæpur helmingur þeirra sem lesa þennan pistil skiptir á rúminu eftir að hafa lesið síðustu setningu). Leiðin að nýju upphafi er oftar en ekki þyrnum stráð og það er engin leið torsóttari en að nýju heimili. Þegar maður ætlar að búa á nýjum stað þarf maður nefnilega að flytja fyrst og ekkert í heiminum er leiðinlegra en að flytja. Ef flutningar væru kynntir eins og viðskiptahugmynd myndi aldrei neinn flytja. Þið sjáið fyrir ykkur fundinn. Skælbrosandi, sólbrúnn, vatnsgreiddur og ör maður gengur inn og spyr: „Hvað mynduð þið segja ef ég bæði ykkur að pakka öllu dótinu ykkar ofan í kassa og neyða alla vini ykkar til að hjálpa til við að bera það út í flutningabíl?“ Áður en þið fengjuð tækifæri til að svara myndi hann lyfta upp vísifingri, brosa og segja: „Ekki svara strax, því á hinum staðnum þarf svo að bera allt dótið inn og það skiptir engu máli hversu þröngir gangarnir eru eða stigarnir margir. Áður en það er hægt að taka upp úr kössunum þarf að þrífa allt á hinum staðnum hátt og lágt og skilja íbúðina eftir eins og nýja. Þá þarf örugglega að mála nýju íbúðina og því fylgir alls konar „fjör“. Loks má taka upp úr kössunum og raða öllu upp — þ.e.a.s. ef þið eruð búin að þrífa penslana, henda rusli og skúra. Þrisvar.“ Þessum manni yrði sagt að hypja sig. En sem betur fer eru flutningar ekki viðskipti heldur nýtt upphaf, stútfullt af tækifærum. Og nýjum nágrönnum sem maður hefur ekki hugmynd um hvar maður hefur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Atli Fannar Bjarkason Mest lesið Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun
Ekkert jafnast á við tilfinninguna að byrja upp á nýtt. Að taka nýja tölvu eða síma upp úr pakkningunni er til dæmis athöfn sem dregur að sér þúsundir áhorfenda á Youtube á hverjum degi. Unaðstilfinninguna sem fylgir því að kaupa nýja skó og klæða sig í þá þekkja allir og fátt er betra en að fara að sofa eftir að hafa skipt á rúminu. (Rannsóknir sýna að tæpur helmingur þeirra sem lesa þennan pistil skiptir á rúminu eftir að hafa lesið síðustu setningu). Leiðin að nýju upphafi er oftar en ekki þyrnum stráð og það er engin leið torsóttari en að nýju heimili. Þegar maður ætlar að búa á nýjum stað þarf maður nefnilega að flytja fyrst og ekkert í heiminum er leiðinlegra en að flytja. Ef flutningar væru kynntir eins og viðskiptahugmynd myndi aldrei neinn flytja. Þið sjáið fyrir ykkur fundinn. Skælbrosandi, sólbrúnn, vatnsgreiddur og ör maður gengur inn og spyr: „Hvað mynduð þið segja ef ég bæði ykkur að pakka öllu dótinu ykkar ofan í kassa og neyða alla vini ykkar til að hjálpa til við að bera það út í flutningabíl?“ Áður en þið fengjuð tækifæri til að svara myndi hann lyfta upp vísifingri, brosa og segja: „Ekki svara strax, því á hinum staðnum þarf svo að bera allt dótið inn og það skiptir engu máli hversu þröngir gangarnir eru eða stigarnir margir. Áður en það er hægt að taka upp úr kössunum þarf að þrífa allt á hinum staðnum hátt og lágt og skilja íbúðina eftir eins og nýja. Þá þarf örugglega að mála nýju íbúðina og því fylgir alls konar „fjör“. Loks má taka upp úr kössunum og raða öllu upp — þ.e.a.s. ef þið eruð búin að þrífa penslana, henda rusli og skúra. Þrisvar.“ Þessum manni yrði sagt að hypja sig. En sem betur fer eru flutningar ekki viðskipti heldur nýtt upphaf, stútfullt af tækifærum. Og nýjum nágrönnum sem maður hefur ekki hugmynd um hvar maður hefur.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun