„Við konan kíktum í Bláa lónið og mér finnst ég vera nýr maður eftir það,“ sagði Michael Render, Killer Mike, og hló. „Á leiðinni hingað sagði hún mér að hana hefði dreymt um Ísland og Bláa lónið síðan hún var sautján ára.“
#BlueLagoon #Iceland me & shay in a pool of lava heated water & a lotta chill white folks. #getoutandtravel #FuckAClub #BookaFlight
A photo posted by Killer Mike (@killermikegto) on Jul 1, 2015 at 4:33pm PDT
Listamennirnir efndu til söfnunar á Kickstarter til þess að fjármagna útgáfu plötunnar og gátu aðdáendur keypt mismunandi pakka til að styrkja sveitina. Meðal þess sem boðið var upp á var að fyrir 46 milljónir myndu þeir þykjast hafa áhuga á einhverju sem skiptir þig máli. Annað sem var í boði var að greiða fimm milljónir og í staðinn lofuðu þeir því að endurútgefa plötuna með kattahljóðum í stað venjulegra hljóðfæra. Hópur fólks safnaði fénu saman og er Meow the Jewels væntanleg með haustinu.
Sjá einnig: Gefa út plötu með kattahljóðum í stað hljóðfæra
„Ég skil ekki hvers vegna fólk er spennt fyrir þessu. Ég meina, þetta er rappplata með kattahljóðum. Hún verður aldrei góð,“ segir El-P sem hefur lagt mikla vinnu í að finna réttu kattahljóðin í ýmsum kattaathvörfum. „Allir stærstu pakkarnir sem við buðum upp á voru grín og við bjuggumst aldrei við því að nokkur þeirra yrði fjármagnaður.“
goodbye, Amsterdam.
A video posted by thereallyrealelp (@thereallyrealelp) on Jul 1, 2015 at 2:31am PDT
Hefur það einhvern tíma komið ykkur í klandur? „Alls ekki. Við pössum okkur. Það er ekkert samasemmerki milli þess að neyta fíkniefna og vera vitlaus,“ segir Killer Mike og félagarnir skella upp úr. „Okkur dettur ekki í hug að ögra með þessu. Við reykjum þar sem við vitum að það er í lagi að reykja.“ El-P skýtur því inn að það skipti engu máli hvar maður sé staddur í heiminum, gras sé aldrei meira en þremur símtölum frá þér.
„Ég hef aldrei ferðast með neitt slíkt með mér. Allt er keypt á staðnum. Nema eftir að rafretturnar komu. Stundum laumast ég til að setja smá olíu í þær og taka með í flugið. Skynjararnir á klósettinu nema nefnilega reyk en þeir kunna ekki enn þá á gufu,“ og glottið leikur um andlit hans.
historic. Flav X Killa Kill x Flavs Bro. Man this was epic! #Iceland
A photo posted by Killer Mike (@killermikegto) on Jul 2, 2015 at 11:32am PDT
„Sjáðu bara Public Enemy sem spila á undan okkur,“ bætir Mike við. „Þeir eru margfaldir afar en eru enn með þetta. Ég sá þá fyrst á sviði þegar ég var sautján ára. Ég vona að við getum haldið áfram svona lengi, en þori ekki að lofa því.“
Þið hafið gefið út að næsta plata sé væntanleg 2016. Hvað er á döfinni þangað til? „Við ætlum að taka smá pásu til að ná okkur. Við höfum ferðast um heiminn án afláts frá fyrri plötunni og nú er kominn tími á smá frí,“ segja þeir. „Það er aldrei að vita nema ég komi aftur hingað í fríinu. Ég verð að sjá meira af landinu en bölvað hótelið,“ segir El-P og Mike bætir við: „Konan er ástfangin af landinu þannig að ég er væntanlegur hingað á ný.“
ATP-hátíðinni lýkur í kvöld en meðal þeirra sem koma fram eru Swans, Lightning Bolt, Ham, Pink Street Boys og Kiasmos.