Ótrúlega ómótstæðilegar Oreo-bollakökur 2. júlí 2015 11:30 Oreo-bollakökurnar eru himneskar í útliti og á bragðið. Flest öll þekkjum við Oreo-kexið og hversu bragðgott og ómótstæðilegt það er. Lilja Katrín Gunnarsdóttir hjá Blaka.is hefur útbúið uppskrift að einstaklega ómótstæðilegum Oreo-bollakökum, sem ættu í flestum tilvikum að bráðna í munni þeirra sem bragða á þeim. Kökurnar eru þægilegar og einfaldar í framleiðslu og ættu flestir að geta bjargað sér í því að baka þær. Ef þú vilt gleðja þig eða aðra þá eru Oreo-bollakökurnar tilvaldar í slíkt því þær eru svo sannarlega gleðigjafar sem gera góðan dag enn betri. Langar þig ekki í bita? Kökur 24 Oreo-kökur 1 2/3 bolli hveiti ½ tsk. lyftiduft ¼ tsk. matarsódi ½ tsk. salt 115 g bráðið smjör 1 bolli sykur 1 egg ¼ bolli sýrður rjómi ¾ bolli nýmjólk 1½ tsk. vanilludropar Hitið ofninn í 180°C og takið til möffinsform. Setjið eina Oreo-kexköku í botninn á hverju formi (u.þ.b. 12 form). Blandið hveiti, lyftidufti, matarsóda og salti saman og setjið til hliðar. Bræðið smjörið og leyfið því að kólna aðeins. Bætið síðan sykri, eggi, sýrðum rjóma, mjólk og vanilludropum saman við smjörið. Blandið smjörblöndunni varlega saman við þurrefnin. Grófsaxið átta Oreo-kexkökur og blandið þeim varlega saman við. Deilið deiginu í möffinsformin og bakið í 20 til 23 mínútur.Krem100 g hvítt súkkulaði50 g mjúkt smjör3 bollar flórsykur1 tsk. vanilludropar3 msk. mjólk Bræðið hvíta súkkulaðið og leyfið því aðeins að kólna. Blandið smjöri og flórsykri vel saman. Bætið því næst hvíta súkkulaðinu, vanilludropum og mjólk saman við. Takið kremið af síðustu tveimur Oreo-kökunum. Fínmyljið þær, til dæmis í matvinnsluvél. Skreytið kökurnar með kreminu og drissið Oreo-mulningi yfir. Bollakökur Eftirréttir Kökur og tertur Uppskriftir Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira
Flest öll þekkjum við Oreo-kexið og hversu bragðgott og ómótstæðilegt það er. Lilja Katrín Gunnarsdóttir hjá Blaka.is hefur útbúið uppskrift að einstaklega ómótstæðilegum Oreo-bollakökum, sem ættu í flestum tilvikum að bráðna í munni þeirra sem bragða á þeim. Kökurnar eru þægilegar og einfaldar í framleiðslu og ættu flestir að geta bjargað sér í því að baka þær. Ef þú vilt gleðja þig eða aðra þá eru Oreo-bollakökurnar tilvaldar í slíkt því þær eru svo sannarlega gleðigjafar sem gera góðan dag enn betri. Langar þig ekki í bita? Kökur 24 Oreo-kökur 1 2/3 bolli hveiti ½ tsk. lyftiduft ¼ tsk. matarsódi ½ tsk. salt 115 g bráðið smjör 1 bolli sykur 1 egg ¼ bolli sýrður rjómi ¾ bolli nýmjólk 1½ tsk. vanilludropar Hitið ofninn í 180°C og takið til möffinsform. Setjið eina Oreo-kexköku í botninn á hverju formi (u.þ.b. 12 form). Blandið hveiti, lyftidufti, matarsóda og salti saman og setjið til hliðar. Bræðið smjörið og leyfið því að kólna aðeins. Bætið síðan sykri, eggi, sýrðum rjóma, mjólk og vanilludropum saman við smjörið. Blandið smjörblöndunni varlega saman við þurrefnin. Grófsaxið átta Oreo-kexkökur og blandið þeim varlega saman við. Deilið deiginu í möffinsformin og bakið í 20 til 23 mínútur.Krem100 g hvítt súkkulaði50 g mjúkt smjör3 bollar flórsykur1 tsk. vanilludropar3 msk. mjólk Bræðið hvíta súkkulaðið og leyfið því aðeins að kólna. Blandið smjöri og flórsykri vel saman. Bætið því næst hvíta súkkulaðinu, vanilludropum og mjólk saman við. Takið kremið af síðustu tveimur Oreo-kökunum. Fínmyljið þær, til dæmis í matvinnsluvél. Skreytið kökurnar með kreminu og drissið Oreo-mulningi yfir.
Bollakökur Eftirréttir Kökur og tertur Uppskriftir Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira