Tökur á nýrri kvikmynd í Reykjavík Gunnar Leó Pálsson skrifar 1. júlí 2015 10:00 Leikarinn Jóhannes Haukur Jóhannesson sýpur hér á kaffi á milli takna glaður í bragði Undanfarið hafa staðið yfir tökur á nýrri kvikmynd í Reykjavík eftir Sólveigu Anspach. Myndin heitir L‘effet Aquatique og er íslensk/frönsk framleiðsla. Hún skartar mörgum þekktum íslenskum leikurum og þar má nefna Diddu Jónsdóttur, Frosta Jón Runólfsson, Ingvar E. Sigurðsson, Jóhannes Hauk Jóhannesson, Kristbjörgu Kjeld og Nönnu Kristínu. Aðalhlutverkin leika frönsku leikararnir Florence Loiret Caille og Samir Guesmi en þau eru nokkuð þekktir leikarar í Frakklandi. Tökur fóru meðal annars fram í tónlistarhúsinu Hörpu, Ráðhúsi Reykjavíkur, Hvalfirði og víðar. Um er að ræða gamanmynd og er hún í raun framhald af myndunum Skrapp út og Queen of Montreiul sem Sólveig leikstýrði einnig.Sólveig Anspach leikstýrir myndinni. Þá leikstýrði hún einnig myndinni, Lulu Femme Nue, en sú mynd sýndi mestan hagnað árið 2013 í Frakklandi.VísirLeikstjóri myndarinnar er, eins og fyrr segir, Sólveig Anspach en hún hefur leikstýrt fjölda mynda, líkt og íslensku myndunum Stormviðri og Skrapp út. Á undanförnum árum hefur hún sannað sig sem einn af fremstu leikstjórum Frakklands og var seinasta mynd hennar, Lulu Femme Nue, sú mynd sem sýndi mestan hagnað árið 2013 þarlendis. Sólveig skrifar einnig handritið ásamt Jean-Luc Gaget. Zik Zak kvikmyndir og Ex Nihilo framleiða myndina. Zik Zak hefur meðal annars framleitt kvikmyndirnar Nói albinói, Brim, Eldfjall, Svartur á leik og París norðursins.Hér sjáum við hluta af þeim búnaði sem notaður var í upptökunum.Hér er hluti hópsins að gera klárt fyrir upptökur en þær fóru fram víðs vegar á höfuðborgarsvæðinu á dögunum. Bíó og sjónvarp Mest lesið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Fleiri fréttir Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Undanfarið hafa staðið yfir tökur á nýrri kvikmynd í Reykjavík eftir Sólveigu Anspach. Myndin heitir L‘effet Aquatique og er íslensk/frönsk framleiðsla. Hún skartar mörgum þekktum íslenskum leikurum og þar má nefna Diddu Jónsdóttur, Frosta Jón Runólfsson, Ingvar E. Sigurðsson, Jóhannes Hauk Jóhannesson, Kristbjörgu Kjeld og Nönnu Kristínu. Aðalhlutverkin leika frönsku leikararnir Florence Loiret Caille og Samir Guesmi en þau eru nokkuð þekktir leikarar í Frakklandi. Tökur fóru meðal annars fram í tónlistarhúsinu Hörpu, Ráðhúsi Reykjavíkur, Hvalfirði og víðar. Um er að ræða gamanmynd og er hún í raun framhald af myndunum Skrapp út og Queen of Montreiul sem Sólveig leikstýrði einnig.Sólveig Anspach leikstýrir myndinni. Þá leikstýrði hún einnig myndinni, Lulu Femme Nue, en sú mynd sýndi mestan hagnað árið 2013 í Frakklandi.VísirLeikstjóri myndarinnar er, eins og fyrr segir, Sólveig Anspach en hún hefur leikstýrt fjölda mynda, líkt og íslensku myndunum Stormviðri og Skrapp út. Á undanförnum árum hefur hún sannað sig sem einn af fremstu leikstjórum Frakklands og var seinasta mynd hennar, Lulu Femme Nue, sú mynd sem sýndi mestan hagnað árið 2013 þarlendis. Sólveig skrifar einnig handritið ásamt Jean-Luc Gaget. Zik Zak kvikmyndir og Ex Nihilo framleiða myndina. Zik Zak hefur meðal annars framleitt kvikmyndirnar Nói albinói, Brim, Eldfjall, Svartur á leik og París norðursins.Hér sjáum við hluta af þeim búnaði sem notaður var í upptökunum.Hér er hluti hópsins að gera klárt fyrir upptökur en þær fóru fram víðs vegar á höfuðborgarsvæðinu á dögunum.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Fleiri fréttir Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira