Vont og verst Magnús Guðmundsson skrifar 29. júní 2015 07:00 Vont er að láta leiða sig, leiða og neyða. Verra er að láta veiða sig, veiða og meiða. Vont er að vera háð, verst er að lifa af náð. Gott er að vera fleyg og fær frjáls í hverju spori. Sinnið verður sumarblær, sálin full af vori. Þetta kvæði orti Ólöf Sigurðardóttir frá Hlöðum og það birtist í kverinu Nokkur smákvæði árið 1913. Fyrir rétt rúmum hundrað árum þá hugsaði Ólöf sem svo að vont væri að vera háð, verst að lifa af náð. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar á Íslandi og margt er í dag betra en var. Miklu betra. Það er engin þörf á að rekja það nánar. Það segir sig sjálft. En það að stór hluti þjóðarinnar sé nú fleygur og fær / frjáls í hverju spori er ekki sjálfsprottið náttúrulögmál. Fyrir því var barist og það kostaði fórnir. Þá baráttu háðu eldri kynslóðir Íslendinga og þær færðu þær fórnir. Þannig hefur það löngum verið og það er ekki svo að nokkur hafi talið eftir sér verkin af þeim kynslóðum sem nú eru gengnar eða þeim sem nú falla í flokk eldri borgara og ellilífeyrisþega. Takk. Það er því okkur sem yngri erum til lítils sóma að mörg þeirra sem eldri eru séu í dag í þeirri stöðu að vera öðrum háð og lifa af náð. Fjölmargir aldraðir á Íslandi eru í þeirri stöðu að sá lífeyrir sem þeir hafa milli handanna er mun minni en svo að hægt sé að framfleyta sér með sómasamlegum hætti. Langt því frá. Það er óviðunandi með öllu að eldri borgarar þjóðarinnar séu háð afkomendum (þau sem þá eiga) eða hjálparstofnunum um að framfleyta sér frá degi til dags. Þessu þurfum við að breyta. Ríkisstjórn sem hafði frá fyrsta degi það yfirlýsta markmið að aldraðir skuli njóta öryggis og velferðar getur ekki lengur látið við svo búið að kynslóðir sem sköpuðu velsæld komandi kynslóða búi við svo kröpp kjör sem raunin er í fjölda tilvika. Ríkisstjórn sem hafði frá fyrsta degi það yfirlýsta markmið að hefja íslenska þjóðmenningu til vegs og virðingar þarf að gefa sér stund til þess að kynna sér viskuna sem er að finna í íslenskri þjóðmenningu og læra af fyrri kynslóðum. Og ef snilld Ólafar frá Hlöðum er þeim ekki að skapi þá er alltaf hollt að muna þau orð Halldórs Laxness að „ekkert er til sem getur bætt fyrir ranglæti framið við gamalt fólk á Íslandi“. Láti ríkisstjórnin verða af því að fylgja eftir sínum stefnumálum og gera sómasamlega við íslenska eldri borgara má svo lofa ríkisstjórninni allri að sinnið verði sem sumarblær og sálin full af vori. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir Skoðun
Vont er að láta leiða sig, leiða og neyða. Verra er að láta veiða sig, veiða og meiða. Vont er að vera háð, verst er að lifa af náð. Gott er að vera fleyg og fær frjáls í hverju spori. Sinnið verður sumarblær, sálin full af vori. Þetta kvæði orti Ólöf Sigurðardóttir frá Hlöðum og það birtist í kverinu Nokkur smákvæði árið 1913. Fyrir rétt rúmum hundrað árum þá hugsaði Ólöf sem svo að vont væri að vera háð, verst að lifa af náð. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar á Íslandi og margt er í dag betra en var. Miklu betra. Það er engin þörf á að rekja það nánar. Það segir sig sjálft. En það að stór hluti þjóðarinnar sé nú fleygur og fær / frjáls í hverju spori er ekki sjálfsprottið náttúrulögmál. Fyrir því var barist og það kostaði fórnir. Þá baráttu háðu eldri kynslóðir Íslendinga og þær færðu þær fórnir. Þannig hefur það löngum verið og það er ekki svo að nokkur hafi talið eftir sér verkin af þeim kynslóðum sem nú eru gengnar eða þeim sem nú falla í flokk eldri borgara og ellilífeyrisþega. Takk. Það er því okkur sem yngri erum til lítils sóma að mörg þeirra sem eldri eru séu í dag í þeirri stöðu að vera öðrum háð og lifa af náð. Fjölmargir aldraðir á Íslandi eru í þeirri stöðu að sá lífeyrir sem þeir hafa milli handanna er mun minni en svo að hægt sé að framfleyta sér með sómasamlegum hætti. Langt því frá. Það er óviðunandi með öllu að eldri borgarar þjóðarinnar séu háð afkomendum (þau sem þá eiga) eða hjálparstofnunum um að framfleyta sér frá degi til dags. Þessu þurfum við að breyta. Ríkisstjórn sem hafði frá fyrsta degi það yfirlýsta markmið að aldraðir skuli njóta öryggis og velferðar getur ekki lengur látið við svo búið að kynslóðir sem sköpuðu velsæld komandi kynslóða búi við svo kröpp kjör sem raunin er í fjölda tilvika. Ríkisstjórn sem hafði frá fyrsta degi það yfirlýsta markmið að hefja íslenska þjóðmenningu til vegs og virðingar þarf að gefa sér stund til þess að kynna sér viskuna sem er að finna í íslenskri þjóðmenningu og læra af fyrri kynslóðum. Og ef snilld Ólafar frá Hlöðum er þeim ekki að skapi þá er alltaf hollt að muna þau orð Halldórs Laxness að „ekkert er til sem getur bætt fyrir ranglæti framið við gamalt fólk á Íslandi“. Láti ríkisstjórnin verða af því að fylgja eftir sínum stefnumálum og gera sómasamlega við íslenska eldri borgara má svo lofa ríkisstjórninni allri að sinnið verði sem sumarblær og sálin full af vori.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun