Að taka tryllingskast Bergur Ebbi skrifar 27. júní 2015 07:00 Ég hef tvisvar á minni fullorðinsævi misst stjórn á skapi mínu á almannafæri. Í fyrra skiptið í Hans Petersen í Bankastræti í ágúst 2002 og í seinna skiptið í afgreiðslunni hjá bílaleigunni Sixt á Bornholmerstrasse í Berlín í júlí 2009. Ástæðan fyrir því að ég man eftir þessum skiptum af sæmilegri nákvæmni er vegna þess að ég skammaðist mín lengi eftir á og hugsaði mikið til afgreiðslufólksins sem ég öskraði á. Þau áttu það ekki skilið. Fyrir utan þessi tvö tilvik hef ég að sjálfsögðu oft lent í minniháttar útistöðum við dyraverði á skemmtistöðum, afgreiðslufólk í lúgum, fólk í biðröðum og skrifað það á hina almennu vanstillingu sem fylgir næturlífi. Ég er enginn sérstakur skaphundur en ég veit að ég er fjarri því að vera fullkominn þegar kemur að skapstillingu. Að sama skapi get ég varla gert kröfu um að allir aðrir í heiminum séu það. Nánast vikulega sé ég myndbönd á netinu af fólki sem missir stjórn á skapi sínu á almannafæri. Viðskiptavinir að öskra á afgreiðslufólk, frægt fólk að ráðast á ljósmyndara, foreldrar að öskra á börnin sín, fólk að hrækja, hrinda og hrúga sér hingað og þangað. Fólk er að tryllast úti um allan heim, allan daginn, alla daga. Svoleiðis er það bara. Sumir tryllast oftar en aðrir, sumir tryllast kannski bara einu sinni á ævinni. Stundum er það fyndið, oftast er það sorglegt, stundum er það (eða ætti að vera) lögreglumál en stundum er það bara ósköp hversdagslegt. Ég hvet engan til að missa stjórn á sér. Það er óeðlileg hegðun. En við höfum flest gert það og við erum líka flest jafn heppin og ég að það var enginn að taka mynd af því og setja á netið. Auk þess höfum við líka flest sagt eitthvað hræðilegt um annað fólk og komist upp með það vandræðalaust. Kannski ágætt að hafa það í huga í næstu hneykslunarbylgju. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergur Ebbi Mest lesið Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Ég hef tvisvar á minni fullorðinsævi misst stjórn á skapi mínu á almannafæri. Í fyrra skiptið í Hans Petersen í Bankastræti í ágúst 2002 og í seinna skiptið í afgreiðslunni hjá bílaleigunni Sixt á Bornholmerstrasse í Berlín í júlí 2009. Ástæðan fyrir því að ég man eftir þessum skiptum af sæmilegri nákvæmni er vegna þess að ég skammaðist mín lengi eftir á og hugsaði mikið til afgreiðslufólksins sem ég öskraði á. Þau áttu það ekki skilið. Fyrir utan þessi tvö tilvik hef ég að sjálfsögðu oft lent í minniháttar útistöðum við dyraverði á skemmtistöðum, afgreiðslufólk í lúgum, fólk í biðröðum og skrifað það á hina almennu vanstillingu sem fylgir næturlífi. Ég er enginn sérstakur skaphundur en ég veit að ég er fjarri því að vera fullkominn þegar kemur að skapstillingu. Að sama skapi get ég varla gert kröfu um að allir aðrir í heiminum séu það. Nánast vikulega sé ég myndbönd á netinu af fólki sem missir stjórn á skapi sínu á almannafæri. Viðskiptavinir að öskra á afgreiðslufólk, frægt fólk að ráðast á ljósmyndara, foreldrar að öskra á börnin sín, fólk að hrækja, hrinda og hrúga sér hingað og þangað. Fólk er að tryllast úti um allan heim, allan daginn, alla daga. Svoleiðis er það bara. Sumir tryllast oftar en aðrir, sumir tryllast kannski bara einu sinni á ævinni. Stundum er það fyndið, oftast er það sorglegt, stundum er það (eða ætti að vera) lögreglumál en stundum er það bara ósköp hversdagslegt. Ég hvet engan til að missa stjórn á sér. Það er óeðlileg hegðun. En við höfum flest gert það og við erum líka flest jafn heppin og ég að það var enginn að taka mynd af því og setja á netið. Auk þess höfum við líka flest sagt eitthvað hræðilegt um annað fólk og komist upp með það vandræðalaust. Kannski ágætt að hafa það í huga í næstu hneykslunarbylgju.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun