Vítavert virðingarleysi Jón Hákon Halldórsson skrifar 17. júní 2015 07:00 Oddvitar ríkisstjórnarinnar hefðu ugglaust getað hugsað sér kærkomna hvíld eftir vel heppnaða kynningu á aðgerðaáætlun vegna afnáms hafta í byrjun síðustu viku. Hún var þó ekki í boði, enda hafa átök geisað á vinnumarkaði um margra mánaða skeið. Margir líða fyrir átökin, með heilbrigðiskerfið komið að þolmörkum, veitingahúsaeigendur og kjötframleiðendur farnir að líða fyrir verkfall dýralækna og starfsemi opinberra stofnana víða farin úr skorðum. Það þarf varla að hvarfla að nokkrum manni, sem hugsar málið til enda, að ákvörðun um að banna verkföllin hafi verið tekin af léttúð. Annars vegar eru fjölmörg dæmi, meðal annars nokkur sem greint hefur verið frá í fjölmiðlum, um hætturnar sem af þeim sköpuðust. Hins vegar eru aðvörunarorð frá Seðlabankanum um að kjarasamningar megi ekki stefna efnahagslegum stöðugleika í hættu, né heldur afkomu ríkisins. Þess vegna er skiljanlegt að til þess óyndisráðs hafi verið gripið sem lagasetning á verkföll Bandalags háskólamanna og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga er. Vegna þess hversu viðkvæmt málið er í eðli sínu, mátti öllum vera fullkomlega ljóst að öll umgjörðin í kringum það þurfti að vera eins góð og mögulegt var. Að þessu var ekki gætt. Fyrir það fyrsta var ákveðið að hvorki Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra, né Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, flyttu frumvarpið og öxluðu þannig ábyrgð sína á því. Þess í stað var Sigurði Inga Jóhannssyni, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, falið það verkefni. Og það án nokkurrar haldbærrar skýringar. Í öðru lagi var gert hlé á þingfundi á föstudegi, áður en frumvarpið var flutt, á meðan formaður Sjálfstæðisfokksins hélt erindi fyrir stuðningsmenn sína í Valhöll. Í þriðja lagi viku bæði forsætisráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra af þingfundi á föstudagskvöld á meðan umræða um áformaða lagasetningu fór fram. Þeir Sigmundur og Bjarni hefðu kannski undir einhverjum kringumstæðum getað fundið afsakanir fyrir þessari fjarveru sinni. En það að horfa á fótboltaleik gat aldrei orðið ein þeirra. Allt þetta hefur orðið til þess að reiðin sem kraumaði undir niðri hjá þeim stéttum, sem halda uppi þeirri sjálfsögðu kröfu að störf þeirra séu metin að verðleikum, var ýfð enn þá meira upp. Einn hjúkrunarfræðingur, Edda Jörundsdóttir, bar störf ráðherranna þennan dag saman við sín eigin störf á spítalanum. „Ég mæti hérna á þingpallana og fylgist með umræðum. Æðstu ráðamenn þessarar þjóðar eru fljótir út, þeir yfirgefa hér akút aðstæður til þess að fara að horfa á fótboltaleik. Þetta myndi ég aldrei gera í mínu starfi sem hjúkrunarfræðingur, að fara úr akút aðstæðum í minni vinnu til að horfa á fótboltaleik,“ sagði Edda í kvöldfréttum Stöðvar 2 á laugardag. Það var heigulsháttur hjá oddvitum ríkisstjórnarinnar að þora ekki að mæla sjálfir fyrir frumvarpinu á föstudaginn. Og báðir bitu þeir svo höfuðið af skömminni með því virðingarleysi sem þeir sýndu síðar sama dag. Mennirnir virðast gersneyddir öllum vilja til þess að sýna einhverjum mikilvægustu starfsstéttum samfélagsins virðingu. Og það er áhyggjuefni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Verkfall 2016 Mest lesið Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen Skoðun
Oddvitar ríkisstjórnarinnar hefðu ugglaust getað hugsað sér kærkomna hvíld eftir vel heppnaða kynningu á aðgerðaáætlun vegna afnáms hafta í byrjun síðustu viku. Hún var þó ekki í boði, enda hafa átök geisað á vinnumarkaði um margra mánaða skeið. Margir líða fyrir átökin, með heilbrigðiskerfið komið að þolmörkum, veitingahúsaeigendur og kjötframleiðendur farnir að líða fyrir verkfall dýralækna og starfsemi opinberra stofnana víða farin úr skorðum. Það þarf varla að hvarfla að nokkrum manni, sem hugsar málið til enda, að ákvörðun um að banna verkföllin hafi verið tekin af léttúð. Annars vegar eru fjölmörg dæmi, meðal annars nokkur sem greint hefur verið frá í fjölmiðlum, um hætturnar sem af þeim sköpuðust. Hins vegar eru aðvörunarorð frá Seðlabankanum um að kjarasamningar megi ekki stefna efnahagslegum stöðugleika í hættu, né heldur afkomu ríkisins. Þess vegna er skiljanlegt að til þess óyndisráðs hafi verið gripið sem lagasetning á verkföll Bandalags háskólamanna og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga er. Vegna þess hversu viðkvæmt málið er í eðli sínu, mátti öllum vera fullkomlega ljóst að öll umgjörðin í kringum það þurfti að vera eins góð og mögulegt var. Að þessu var ekki gætt. Fyrir það fyrsta var ákveðið að hvorki Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra, né Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, flyttu frumvarpið og öxluðu þannig ábyrgð sína á því. Þess í stað var Sigurði Inga Jóhannssyni, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, falið það verkefni. Og það án nokkurrar haldbærrar skýringar. Í öðru lagi var gert hlé á þingfundi á föstudegi, áður en frumvarpið var flutt, á meðan formaður Sjálfstæðisfokksins hélt erindi fyrir stuðningsmenn sína í Valhöll. Í þriðja lagi viku bæði forsætisráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra af þingfundi á föstudagskvöld á meðan umræða um áformaða lagasetningu fór fram. Þeir Sigmundur og Bjarni hefðu kannski undir einhverjum kringumstæðum getað fundið afsakanir fyrir þessari fjarveru sinni. En það að horfa á fótboltaleik gat aldrei orðið ein þeirra. Allt þetta hefur orðið til þess að reiðin sem kraumaði undir niðri hjá þeim stéttum, sem halda uppi þeirri sjálfsögðu kröfu að störf þeirra séu metin að verðleikum, var ýfð enn þá meira upp. Einn hjúkrunarfræðingur, Edda Jörundsdóttir, bar störf ráðherranna þennan dag saman við sín eigin störf á spítalanum. „Ég mæti hérna á þingpallana og fylgist með umræðum. Æðstu ráðamenn þessarar þjóðar eru fljótir út, þeir yfirgefa hér akút aðstæður til þess að fara að horfa á fótboltaleik. Þetta myndi ég aldrei gera í mínu starfi sem hjúkrunarfræðingur, að fara úr akút aðstæðum í minni vinnu til að horfa á fótboltaleik,“ sagði Edda í kvöldfréttum Stöðvar 2 á laugardag. Það var heigulsháttur hjá oddvitum ríkisstjórnarinnar að þora ekki að mæla sjálfir fyrir frumvarpinu á föstudaginn. Og báðir bitu þeir svo höfuðið af skömminni með því virðingarleysi sem þeir sýndu síðar sama dag. Mennirnir virðast gersneyddir öllum vilja til þess að sýna einhverjum mikilvægustu starfsstéttum samfélagsins virðingu. Og það er áhyggjuefni.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun