Kjúklingasalat með BBQ-dressingu Matarvísir skrifar 12. júní 2015 15:00 Svava Gunnarsdóttir matarbloggari Vísir/Einkasafn Svava Gunnarsdóttur heldur úti fallegu matarbloggi með ótal girnilegum uppskriftum og frábærum hugmyndum fyrir eldhúsið. Hérna gefur hún lesendum Lífsins uppskrift af sínu eftirlætissalati. Fleiri uppskriftir frá Svövu má finna á heimasíðu hennar, Ljúfmeti.Kjúklingasalat með BBQ-dressingu500 g kjúklingalundir frá Rose Poultry1 dl Hunt's Hickory & Brown Sugar BBQ Sauce70 g furuhnetur1 msk. tamarisósaSpínat1 rauð paprika, skorin í strimla1 gul paprika, skorin í strimla½ rauðlaukur, skorinn í fína strimlaKokteiltómatar, skornir í tvenntLárpera, skorin í sneiðarJarðarber, skorin í tvenntGráðaostur (má sleppa)BBQ-dressing1 dl Hunt's Hickory & Brown Sugar BBQ Sauce1 dl matreiðslurjómi BBQ-sósu og matreiðslurjóma er blandað saman í potti og hitað að suðu. Látið sjóða við vægan hita í 5 mínútur. Kjúklingalundum og BBQ-sósu er blandað saman í skál og kjúklingurinn látinn marinerast í 30 mínútur. Að því loknu er hann grillaður þar til eldaður í gegn. Furuhnetur eru þurrristaðar á pönnu við miðlungsháan hita þar til þær eru komnar með gylltan lit. Þá er tamarisósu hellt yfir og steikt áfram í 30 sekúndur (eftir að tamarisósan er komin á pönnuna er hrært stöðugt í hnetunum). Hneturnar eru þá teknar af pönnunni og lagðar til hliðar.Samsetning Spínati, paprikum, rauðlauki, kokteiltómötum og lárperum er blandað saman og sett í stóra skál eða á fat. Grillaðar kjúklingalundir eru lagðar yfir, þar næst er gráðaostur mulinn yfir og að lokum er ristuðum furuhnetum stráð yfir salatið. Salatið er skreytt með jarðarberjum og borið fram með BBQ-dressingunni. Kjúklingur Salat Uppskriftir Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Menning Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Lífið Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Lífið samstarf Fleiri fréttir Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Sjá meira
Svava Gunnarsdóttur heldur úti fallegu matarbloggi með ótal girnilegum uppskriftum og frábærum hugmyndum fyrir eldhúsið. Hérna gefur hún lesendum Lífsins uppskrift af sínu eftirlætissalati. Fleiri uppskriftir frá Svövu má finna á heimasíðu hennar, Ljúfmeti.Kjúklingasalat með BBQ-dressingu500 g kjúklingalundir frá Rose Poultry1 dl Hunt's Hickory & Brown Sugar BBQ Sauce70 g furuhnetur1 msk. tamarisósaSpínat1 rauð paprika, skorin í strimla1 gul paprika, skorin í strimla½ rauðlaukur, skorinn í fína strimlaKokteiltómatar, skornir í tvenntLárpera, skorin í sneiðarJarðarber, skorin í tvenntGráðaostur (má sleppa)BBQ-dressing1 dl Hunt's Hickory & Brown Sugar BBQ Sauce1 dl matreiðslurjómi BBQ-sósu og matreiðslurjóma er blandað saman í potti og hitað að suðu. Látið sjóða við vægan hita í 5 mínútur. Kjúklingalundum og BBQ-sósu er blandað saman í skál og kjúklingurinn látinn marinerast í 30 mínútur. Að því loknu er hann grillaður þar til eldaður í gegn. Furuhnetur eru þurrristaðar á pönnu við miðlungsháan hita þar til þær eru komnar með gylltan lit. Þá er tamarisósu hellt yfir og steikt áfram í 30 sekúndur (eftir að tamarisósan er komin á pönnuna er hrært stöðugt í hnetunum). Hneturnar eru þá teknar af pönnunni og lagðar til hliðar.Samsetning Spínati, paprikum, rauðlauki, kokteiltómötum og lárperum er blandað saman og sett í stóra skál eða á fat. Grillaðar kjúklingalundir eru lagðar yfir, þar næst er gráðaostur mulinn yfir og að lokum er ristuðum furuhnetum stráð yfir salatið. Salatið er skreytt með jarðarberjum og borið fram með BBQ-dressingunni.
Kjúklingur Salat Uppskriftir Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Menning Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Lífið Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Lífið samstarf Fleiri fréttir Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Sjá meira