Hafa þroskast mikið tónlistarlega Gunnar Leó Pálsson skrifar 10. júní 2015 10:00 Hljómsveitina Úlfur Úlfur skipa þeir Arnar Freyr Frostason ogHelgi Sæmundur Guðmundsson. vísir/ernir Hljómsveitin Úlfur Úlfur er að senda frá sér sína aðra breiðskífu sem ber nafnið Tvær plánetur. „Platan var allt í allt þrjú ár í vinnslu en langstærstur hluti hennar var saminn og tekinn upp seinasta sumar. Við gleymdum okkur lengi vel í vinnu og námi en áttuðum okkur á því að það er ekkert jafn gefandi og guðsblessuð tónlistin svo við kvöddum okkar nánustu, lokuðum okkur af í stúdíóinu í nokkra mánuði og kláruðum þetta,“ segir Arnar Freyr Frostason um vinnuferlið. Hann myndar sveitina ásamt Helga Sæmundi Guðmundsyni. Þeir gefa plötuna út sjálfir en Record Records sér um dreifingu og kemur hún í verslanir á morgun. Á nýju plötunni sýna þeir á sér nýja hlið. „Við erum náttúrulega sömu gaurarnir úr sama efninu en það hefur samt margt breyst síðan 2011. Tónlistarlega séð höfum við þroskast helling og fínpússað okkar sánd vel og vandlega. Fram að þessu hefur mögulega vottað fyrir eilitlu kæruleysi en í dag erum við „grown ass men“ sem gera minna í hálfkæringi,“ segir Helgi.Glæsilegt plötuumslag.Þeir segja nýju plötuna heildstæðara verk en frumburðinn. „Þetta er plata sem við höfum unnið markvisst að. Hún er mun heilsteyptari og hvert lag er í raun kafli í sömu sögunni.“ Ýmsir gestir koma fram á plötunni, til dæmis Edda Borg, Gísli Pálmi, Kött Grá Pje, Emmsjé Gauti og Arnór Dan. „Auk þeirra koma Reddlights og Þórarinn Guðnason að lagasmíðum. Allt eru þetta einstakir listamenn sem gáfu plötunni aukna dýpt,“ bætir Arnar við. Að tilefni útgáfunnar ætla piltarnir að halda útgáfupartí, sem fer fram á Lofti Hosteli í kvöld klukkan 20.00. Tónlist Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Hljómsveitin Úlfur Úlfur er að senda frá sér sína aðra breiðskífu sem ber nafnið Tvær plánetur. „Platan var allt í allt þrjú ár í vinnslu en langstærstur hluti hennar var saminn og tekinn upp seinasta sumar. Við gleymdum okkur lengi vel í vinnu og námi en áttuðum okkur á því að það er ekkert jafn gefandi og guðsblessuð tónlistin svo við kvöddum okkar nánustu, lokuðum okkur af í stúdíóinu í nokkra mánuði og kláruðum þetta,“ segir Arnar Freyr Frostason um vinnuferlið. Hann myndar sveitina ásamt Helga Sæmundi Guðmundsyni. Þeir gefa plötuna út sjálfir en Record Records sér um dreifingu og kemur hún í verslanir á morgun. Á nýju plötunni sýna þeir á sér nýja hlið. „Við erum náttúrulega sömu gaurarnir úr sama efninu en það hefur samt margt breyst síðan 2011. Tónlistarlega séð höfum við þroskast helling og fínpússað okkar sánd vel og vandlega. Fram að þessu hefur mögulega vottað fyrir eilitlu kæruleysi en í dag erum við „grown ass men“ sem gera minna í hálfkæringi,“ segir Helgi.Glæsilegt plötuumslag.Þeir segja nýju plötuna heildstæðara verk en frumburðinn. „Þetta er plata sem við höfum unnið markvisst að. Hún er mun heilsteyptari og hvert lag er í raun kafli í sömu sögunni.“ Ýmsir gestir koma fram á plötunni, til dæmis Edda Borg, Gísli Pálmi, Kött Grá Pje, Emmsjé Gauti og Arnór Dan. „Auk þeirra koma Reddlights og Þórarinn Guðnason að lagasmíðum. Allt eru þetta einstakir listamenn sem gáfu plötunni aukna dýpt,“ bætir Arnar við. Að tilefni útgáfunnar ætla piltarnir að halda útgáfupartí, sem fer fram á Lofti Hosteli í kvöld klukkan 20.00.
Tónlist Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira