Jaðraði við að vera yfirnáttúrulegt Jónas Sen skrifar 6. júní 2015 12:00 Jan Lundgren leiddi tríóið sitt af stakri snilld á tónleikunum á fimmtudagskvöldið. Tónlist Jan Lundgren Trio Sænskur djass Tríó Jans Lundgren í Silfurbergi í Hörpu fimmtudaginn 4. júní Listahátíðin í Reykjavík Svíarnir eru sterkir í djassinum. Einn af mínum uppáhaldstónlistarmönnum er píanistinn Esbjörn Svensson. Ég vil benda á frábæran sveim-djass með honum og félögum, From Gagarin's Point of View. Það er hægt að finna á YouTube. Lagið er alger unaður til að slaka á við eftir annasaman dag. Ekki síðri listamaður er Jan Lundgren, en tríóið hans tróð upp í Silfurbergi í Hörpu á Listahátíð í Reykjavík á fimmtudaginn. Með Lundgren léku Matthias Svensson á kontrabassa og Zoltan Czörsz á trommur. Salurinn var þéttsetinn og tónleikarnir hófust á þremur lögum eftir Lundgren, þar á meðal Man in the Fog sem er rómantísk ballaða. Þar kristölluðust öll helstu einkenni Lundgrens sem tónskálds, grípandi laglínur, ljóðrænt andrúmsloft, mjúk áferð, örlítið í ætt við Keith Jarrett, en innhverfari. Hljóðfæraleikurinn var framúrskarandi alla tónleikana. Lundgren er með þétta tækni og fallegan áslátt, hann er auðheyrilega skólaður í klassíkinni. Kontrabassinn lék líka í höndunum á Svensson og trommuleikur Czörsz var dásamlegur áheyrnar. Hann var allt frá því að vera léttur og svífandi, yfir í að vera gríðarlega hraður og fjölbreyttur. Samspil hljóðfæraleikaranna var með eindæmum flott, sambandið á milli þeirra jaðraði við að vera yfirnáttúrulegt. Þeir léku eins og einn maður. Svoleiðis nokkuð gerist ekki nema með langri samvinnu. Megnið af tónlistinni var eftir Lundgren. Þó skutu standardar upp kollinum, þar á meðal Vorvindar glaðir, sem þeir félagar spunnu einstaklega fagran tónaseið við. Andrúmsloftið var létt á tónleikunum, tríóið skemmti sér greinilega konunglega, brandarar fuku og salurinn skellti upp úr. Hljóðstjórninni er hér með hrósað sérstaklega. Hljómurinn var tær og fókuseraður, bergmálið hárrétt og ekki of mikið. Þetta var veisla fyrir eyrað; óhætt er að fullyrða að þetta hafi verið með bestu tónleikum ársins hingað til.Niðurstaða: Algerlega frábærir tónleikar. Gagnrýni Listahátíð í Reykjavík Menning Mest lesið „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Bíó og sjónvarp Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Lífið Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Menning „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Menning Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Menning Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Lífið Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Tónlist Ævintýrasmíð bestu vinkvenna með sama barnsföður Lífið Landsliðsmaðurinn Bjarki Már mælir með Nutrilenk Gold Lífið samstarf Fleiri fréttir Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Tónlist Jan Lundgren Trio Sænskur djass Tríó Jans Lundgren í Silfurbergi í Hörpu fimmtudaginn 4. júní Listahátíðin í Reykjavík Svíarnir eru sterkir í djassinum. Einn af mínum uppáhaldstónlistarmönnum er píanistinn Esbjörn Svensson. Ég vil benda á frábæran sveim-djass með honum og félögum, From Gagarin's Point of View. Það er hægt að finna á YouTube. Lagið er alger unaður til að slaka á við eftir annasaman dag. Ekki síðri listamaður er Jan Lundgren, en tríóið hans tróð upp í Silfurbergi í Hörpu á Listahátíð í Reykjavík á fimmtudaginn. Með Lundgren léku Matthias Svensson á kontrabassa og Zoltan Czörsz á trommur. Salurinn var þéttsetinn og tónleikarnir hófust á þremur lögum eftir Lundgren, þar á meðal Man in the Fog sem er rómantísk ballaða. Þar kristölluðust öll helstu einkenni Lundgrens sem tónskálds, grípandi laglínur, ljóðrænt andrúmsloft, mjúk áferð, örlítið í ætt við Keith Jarrett, en innhverfari. Hljóðfæraleikurinn var framúrskarandi alla tónleikana. Lundgren er með þétta tækni og fallegan áslátt, hann er auðheyrilega skólaður í klassíkinni. Kontrabassinn lék líka í höndunum á Svensson og trommuleikur Czörsz var dásamlegur áheyrnar. Hann var allt frá því að vera léttur og svífandi, yfir í að vera gríðarlega hraður og fjölbreyttur. Samspil hljóðfæraleikaranna var með eindæmum flott, sambandið á milli þeirra jaðraði við að vera yfirnáttúrulegt. Þeir léku eins og einn maður. Svoleiðis nokkuð gerist ekki nema með langri samvinnu. Megnið af tónlistinni var eftir Lundgren. Þó skutu standardar upp kollinum, þar á meðal Vorvindar glaðir, sem þeir félagar spunnu einstaklega fagran tónaseið við. Andrúmsloftið var létt á tónleikunum, tríóið skemmti sér greinilega konunglega, brandarar fuku og salurinn skellti upp úr. Hljóðstjórninni er hér með hrósað sérstaklega. Hljómurinn var tær og fókuseraður, bergmálið hárrétt og ekki of mikið. Þetta var veisla fyrir eyrað; óhætt er að fullyrða að þetta hafi verið með bestu tónleikum ársins hingað til.Niðurstaða: Algerlega frábærir tónleikar.
Gagnrýni Listahátíð í Reykjavík Menning Mest lesið „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Bíó og sjónvarp Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Lífið Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Menning „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Menning Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Menning Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Lífið Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Tónlist Ævintýrasmíð bestu vinkvenna með sama barnsföður Lífið Landsliðsmaðurinn Bjarki Már mælir með Nutrilenk Gold Lífið samstarf Fleiri fréttir Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira