Rikka fyrirmynd í eldhúsi og útliti Gunnar Leó Pálsson skrifar 3. júní 2015 09:30 Lilja Katrín Gunnarsdóttir hefur gaman af því að baka litríkar og flippaðar kökur. mynd/marín manda „Ég hef alltaf haft mjög gaman af bakstri og einn daginn hugsaði ég, hvað á ég að taka mér fyrir hendur, sem gerir mig virkilega ánægða og svarið var augljóst, kökublogg,“ segir fjölmiðlakonan og bakarinn Lilja Katrín Gunnarsdóttir. Hún hefur nú sett í loftið kökubloggsíðuna, Blaka.is. Hún ætlar að baka alls konar kökur, litríkar, flippaðar, jafnt óvenjulegar og venjulegar, og blogga um það á síðunni sinni. „Þetta er vissulega ekki frumlegasta hugmynd í heimi en gerir mig ánægða,“ segir Lilja Katrín, sem ætlar að vera með sérstakt kökuþema í hverjum mánuði. „Þemað fer bara algjörlega eftir skapi mínu. Þennan mánuðinn er þemað liturinn gulur, það er vegna þess að ég sakna sólarinnar mikið,“ segir Lilja Katrín létt í lundu og hlær. Spurð út í sínar helstu fyrirmyndir í eldhúsinu er svarið einfalt. „Rikka er mín helsta fyrirmynd, ekki bara í bakstri heldur líka útlitslega og að öllu leyti.“ Lilja Katrín fékk sama hönnuð og þann sem hannaði vef Daily Mail, sem er einn vinsælasti fréttavefur í heimi. „Minn heittelskaði kærasti, Guðmundur R. Einarsson, sá um að setja upp síðuna.“ Mest lesið Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Lífið Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Tónlist Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Lífið „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Lífið Glæsileg í Cannes í sérsaumaðri íslenskri hönnun Tíska og hönnun „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ Lífið Heillandi heimili Hönnu Stínu Lífið Hersir og Rósa greina frá kyninu Lífið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni
„Ég hef alltaf haft mjög gaman af bakstri og einn daginn hugsaði ég, hvað á ég að taka mér fyrir hendur, sem gerir mig virkilega ánægða og svarið var augljóst, kökublogg,“ segir fjölmiðlakonan og bakarinn Lilja Katrín Gunnarsdóttir. Hún hefur nú sett í loftið kökubloggsíðuna, Blaka.is. Hún ætlar að baka alls konar kökur, litríkar, flippaðar, jafnt óvenjulegar og venjulegar, og blogga um það á síðunni sinni. „Þetta er vissulega ekki frumlegasta hugmynd í heimi en gerir mig ánægða,“ segir Lilja Katrín, sem ætlar að vera með sérstakt kökuþema í hverjum mánuði. „Þemað fer bara algjörlega eftir skapi mínu. Þennan mánuðinn er þemað liturinn gulur, það er vegna þess að ég sakna sólarinnar mikið,“ segir Lilja Katrín létt í lundu og hlær. Spurð út í sínar helstu fyrirmyndir í eldhúsinu er svarið einfalt. „Rikka er mín helsta fyrirmynd, ekki bara í bakstri heldur líka útlitslega og að öllu leyti.“ Lilja Katrín fékk sama hönnuð og þann sem hannaði vef Daily Mail, sem er einn vinsælasti fréttavefur í heimi. „Minn heittelskaði kærasti, Guðmundur R. Einarsson, sá um að setja upp síðuna.“
Mest lesið Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Lífið Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Tónlist Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Lífið „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Lífið Glæsileg í Cannes í sérsaumaðri íslenskri hönnun Tíska og hönnun „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ Lífið Heillandi heimili Hönnu Stínu Lífið Hersir og Rósa greina frá kyninu Lífið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni