Kaleo á ferð og flugi um Bandaríkin Gunnar Leó Pálsson skrifar 27. maí 2015 09:15 Hér er Kaleo að leika ljúfa tóna á trjádrumbi í Nýju Mexíkó í aprílmánuði. Félagarnir voru að keyra í gegnum Bandaríkin og sáu þennan fallega trjádrumb og vildu ólmir taka lagið á honum. Hljómsveitin Kaleo hefur síðustu mánuði verið á ferð og flugi um Bandaríkin, eftir að hafa gert plötusamning við Atlantic Records í lok síðasta árs. Strákarnir luku nýverið tónleikaferðalagi með ástralska tónlistarmanninum Vance Joy við góðar undirtektir. Hljómsveitin er um þessar mundir að kynna lagið sitt, All the pretty girls, á hinum ýmsu útvarpsstöðvum víða um landið en lagið stökk upp í 24. sætið á Billboard-listanum í vikunni sem leið. Á vefsíðu Billboard er einnig umfjöllun um sveitina og farið fögrum orðum um hana.Hér eru meðlimir sveitarinnar ásamt UFC bardagaíþróttamanninum Conor Mcgregor sem er einmitt góður vinur Gunnars Nelson. Þeir voru á tónleikaferðalagi og Jökull meiddist á fingri og ákváðu þeir að fara í hljóðver í Los Angeles og hittu þeir stjörnuna þar.Kaleo vinnur einnig um þessar mundir að sinni næstu plötu samhliða því að ferðast og koma fram á hinum ýmsu tónleikum. „Við nýtum allan lausan tíma þegar við erum ekki að ferðast eða spila til þess að komast í stúdíó og taka upp. Það þýðir að við erum að vinna í mismunandi hljóðverum á mismunandi stöðum. Það getur verið erfitt og krefjandi en það gengur vel,“ segir Jökull Júlíusson, söngvari og annar gítarleikara Kaleo. Hann segir sveitina stefna á að gefa út nýtt efni á næstunni. „Við munum gefa út nýtt lag í byrjun sumars sem ber heitið Way down we go,“ segir Jökull spurður út í nýja efnið. Sveitin kemur meðal annars fram á Life is Beautiful hátíðinni í Las Vegas í september en þar koma fram tónlistarmenn á borð Stevie Wonder, Duran Duran og Weezer svo nokkur nöfn séu nefnd. Hægt er að fylgjast með Kaleo á öllum helstu samfélagsmiðlum undir „officialkaleo“. Hér má sjá nokkrar myndir frá ferðum strákanna.Hljómsveitin Kaleo kom fram á tónleikum í Mexíkó fyrir skemmstu. Ekki spillir fyrir að tónleikar fóru fram í sól og hita á ströndinni. Tónleikarnir voru hluti af útvarpsráðstefnu þar útvarpsstjórar hina ýmsu útvarpsstöðva ljáðu sveitinni eyra.Kaleo hefur undanfarnar vikur verið á tónleikaferðalagið með áströlsku hljómsveitinni Vance Joy og hefur sú ferð gengið mjög vel.Á góðri stund í Las Vegas fyrir skömmu. Tónlist Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Hljómsveitin Kaleo hefur síðustu mánuði verið á ferð og flugi um Bandaríkin, eftir að hafa gert plötusamning við Atlantic Records í lok síðasta árs. Strákarnir luku nýverið tónleikaferðalagi með ástralska tónlistarmanninum Vance Joy við góðar undirtektir. Hljómsveitin er um þessar mundir að kynna lagið sitt, All the pretty girls, á hinum ýmsu útvarpsstöðvum víða um landið en lagið stökk upp í 24. sætið á Billboard-listanum í vikunni sem leið. Á vefsíðu Billboard er einnig umfjöllun um sveitina og farið fögrum orðum um hana.Hér eru meðlimir sveitarinnar ásamt UFC bardagaíþróttamanninum Conor Mcgregor sem er einmitt góður vinur Gunnars Nelson. Þeir voru á tónleikaferðalagi og Jökull meiddist á fingri og ákváðu þeir að fara í hljóðver í Los Angeles og hittu þeir stjörnuna þar.Kaleo vinnur einnig um þessar mundir að sinni næstu plötu samhliða því að ferðast og koma fram á hinum ýmsu tónleikum. „Við nýtum allan lausan tíma þegar við erum ekki að ferðast eða spila til þess að komast í stúdíó og taka upp. Það þýðir að við erum að vinna í mismunandi hljóðverum á mismunandi stöðum. Það getur verið erfitt og krefjandi en það gengur vel,“ segir Jökull Júlíusson, söngvari og annar gítarleikara Kaleo. Hann segir sveitina stefna á að gefa út nýtt efni á næstunni. „Við munum gefa út nýtt lag í byrjun sumars sem ber heitið Way down we go,“ segir Jökull spurður út í nýja efnið. Sveitin kemur meðal annars fram á Life is Beautiful hátíðinni í Las Vegas í september en þar koma fram tónlistarmenn á borð Stevie Wonder, Duran Duran og Weezer svo nokkur nöfn séu nefnd. Hægt er að fylgjast með Kaleo á öllum helstu samfélagsmiðlum undir „officialkaleo“. Hér má sjá nokkrar myndir frá ferðum strákanna.Hljómsveitin Kaleo kom fram á tónleikum í Mexíkó fyrir skemmstu. Ekki spillir fyrir að tónleikar fóru fram í sól og hita á ströndinni. Tónleikarnir voru hluti af útvarpsráðstefnu þar útvarpsstjórar hina ýmsu útvarpsstöðva ljáðu sveitinni eyra.Kaleo hefur undanfarnar vikur verið á tónleikaferðalagið með áströlsku hljómsveitinni Vance Joy og hefur sú ferð gengið mjög vel.Á góðri stund í Las Vegas fyrir skömmu.
Tónlist Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira