OMAM á tónleikum: Gatorade og ávextir baksviðs Andri Ólafsson skrifar 23. maí 2015 09:30 Hljómsveitin spilaði fyrir fullu húsi, 1.300 manns, aðra tónleikana í röð í Roselandleikhúsinu í Portland. Mynd/Sigurjón Ragnar Þú hefur fimmtán mínútur, eftir það kem ég og næ í strákana,“ segir Kamilla Ingibergsdóttir ákveðin. Hún kveður og skilur mig eftir í tónleikarútu hljómsveitarinnar Of Monsters and Men. Eftir eru með mér í rútunni Kristján Páll Kristjánsson bassaleikari og Arnar Rósenkranz Hilmarsson trommuleikari. Kamilla vinnur fyrir hljómsveitina. Hún hafði útvegað mér þetta viðtal með skömmum fyrirvara. En rétt áður en hún yfirgaf okkur tilkynnti hún að myndatökur væru ekki mögulegar. Fimmtán mínútur og engin mynd. Þetta verður trikkí, hugsaði ég um leið og ég kveikti á upptöku á símanum og byrjaði viðtalið. Rútan sem við erum í stendur í bakporti Roselandleikhússins í miðborg Portland. Það er miðvikudagur og klukkan er að verða sex. Rótarar eru á hverju strái og bera snúrur og tæknidót fram og til baka. Eftir tvo tíma á hljómsveitin að standa á sviði fyrir framan 1.300 aðdáendur og spila 90 mínútna tónleika. Þetta er annað kvöldið í röð sem þau spila í Roseland. Uppselt í bæði skiptin. Tónleikarnir eru hluti af tónleikaferðalagi sem farið er í til að fylgja nýrri plötu úr hlaði.Bassaleikarinn Kristján Páll segir hljómsveitarmeðlimi hafa beðið um snakk og gos baksviðs í fyrra en að nú hugsi þau betur um heilsuna og búi sér til ávaxtabúst.mynd/Sigurjón RagnarTökum nýtt og svo hittara Hvernig er það, er ekkert stressandi að spila þessi nýju lög á tónleikum? Vill fólkið ekki bara heyra gömlu slagarana? spyr ég. „Nei, nei. Fólk hefur tekið nýju lögunum vel. Það kom eiginlega á óvart hversu vel það hefur gengið,“ segir Kristján Páll bassaleikari. Fólk er farið að syngja með í viðlögum og svona,“ bætir hann við. Arnar trommuleikari útskýrir að þetta sé nýtt fyrir hljómsveitinni. Í síðustu hljómleikaferð sveitarinnar var platan My Head Is an Animal löngu komin út og aðdáendur þekktu öll lögin vel. Sérstaklega slagarana. Nú er sveitin hins vegar að spila mikið nýtt efni af annarri plötu sinni, Beneath the Skin, sem kemur út í næsta mánuði. „Við reynum samt að leggja tónleikana okkar þannig upp að blanda saman nýrra og eldra efni. Tökum eitt nýtt og förum svo í einhvern hittara,“ segir Arnar. „Svo fólkið fari ekki heim,“ skýtur Kristján Páll inn í glottandi.Arnar Rósenkranz trommuleikari segir að fríin á Íslandi á milli tónleika séu notuð vel, farið í sund alla daga og vinirnir heimsóttir.mynd/sigurjón ragnar1.500 kílómetrar í einum rykk Það er augljóst að Kristján og Arnar eru miklir félagar. Þeir hafa verið vinir lengi. Spilað saman í mörgum hljómsveitum. Voru líka saman í Fjölbraut í Garðabæ. Það verður þó að segjast að fjölbrautaskólinn virðist einhvern veginn vera í órafjarlægð frá hljómsveitarrútunni sem við sitjum í núna. Þegar hljómsveitin gistir á hótelum biðja strákarnir alltaf um herbergi sem liggja saman og hægt er að opna á milli. En það er ekkert alltaf gist á hótelum. Lífið á tónleikaferðalagi getur stundum verið hark. Síðustu tónleikar sveitarinnar voru í Los Angeles. Eftir það var keyrt upp til Portland í hljómsveitarrútunni. 1.500 kílómetrar. Í einum rykk. „Ég er til dæmis ekki viss um að það hafi margar hljómsveitir spilað jafn stíft og við gerðum á síðasta túr,“ segir Kristján Páll. Þá spilaði hljómsveitin 230 tónleika á 18 mánuðum. Strákarnir segja að hljómsveitin hafi lært mikið á því ferðalagi. Nú séu þau reynslunni ríkari. „Það er til dæmis passað miklu betur upp á okkur,“ segir trommuleikarinn. Hugur minn reikar til Kamillu. Hvað ætli ég eigi mikinn tíma eftir? hugsa ég með mér.Nanna Bryndís Hilmarsdóttir, söngkona og gítarleikari sveitarinnar.mynd/sigurjón ragnarHeilsusamlegar óskirEr ræderinn ykkar ekki þá orðinn stærri og meiri? (Ræder er listi yfir þá hluti sem þurfa að vera til staðar baksviðs fyrir hljómsveitina. Sumir heimta svört handklæði. Aðrir skál af brúnum M&M.) „Nja, ekki þannig,“ svarar Kristján Páll. Það er helst að ræderinn okkar er orðinn heilsusamlegri. Við biðjum til dæmis allaf um mikið af ávöxtum og svona blandara. Svo gerum við okkur búst. „Og svo biðjum við alltaf um bláan Gatorade, ekki gleyma því,“ skýtur Arnar inn. „Áður fyrr báðum við alltaf um Doritos-snakk og eitthvert gos. En það þýðir ekki lengur. Maður er fljótur að blása út hérna í Bandaríkjunum,“ segir Kristján Páll.En hvað með andlega heilsu, hvað gerið þið eiginlega til að fríka ekki út á þessum endalausu ferðalögum?„Eitt sem ég hef lært er að gera stundum ekki neitt,“ segir Kristján Páll. „Þegar við vorum að byrja vildi ég nota allan tíma sem ég gat í að skoða mig um, vera túristi í þessum borgum sem við vorum að spila í. Núna veit ég að það er ekki hægt. Maður verður að læra að hvíla sig og slaka á. Þessir tónleikar taka mikla orku.“ „Maður hefur líka lært að nýta tímann vel á Íslandi,“ bætir Arnar við.Uppselt var á tvenna tónleika hljómsveitarinnar í Roselandleikhúsinu og margir mættir snemma til að fá gott pláss.myndir/sigurjón ragnarHarðir aðdáendur við dyrnar Tónleikaferðalagið núna er nefnilega sett þannig upp að hljómsveitin fær frí af og til frá spilamennsku og getur skotist heim til Íslands. „Þá fer maður í sund alla daga og er alveg á fullu,“ segir Arnar. „Þessar borgir eru líka misskemmtilegar. Portland er til dæmis alveg frábær. Eiginlega uppáhaldsborgin okkar í Bandaríkjunum,“ segir Kristján Páll. Það er heldur ekki alveg að ástæðulausu. Portland skipar ákveðinn sess hjá hljómsveitinni. Fyrstu tónleikarnir þar sem Of Monsters and Men var aðalnúmerið í Bandaríkjunum voru einmitt í Portland. Nú eru þau mætt aftur. Hokin af reynslu. Fyrir utan Roseland hafa nokkrir tugir tónleikagesta myndað röð við dyrnar. Þau vilja vera mætt snemma til að ná besta plássinu í tónleikasalnum. Þetta eru harðir aðdáendur. Skyndilega heyri ég dyrnar á rútunni opnast. Kamilla er komin aftur. Eru fimmtán mínúturnar í alvöru liðnar? spyr ég. „Þær eru orðnar sautján,“ svarar Kamilla án þess að líta af klukkunni. Tónlist Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Þú hefur fimmtán mínútur, eftir það kem ég og næ í strákana,“ segir Kamilla Ingibergsdóttir ákveðin. Hún kveður og skilur mig eftir í tónleikarútu hljómsveitarinnar Of Monsters and Men. Eftir eru með mér í rútunni Kristján Páll Kristjánsson bassaleikari og Arnar Rósenkranz Hilmarsson trommuleikari. Kamilla vinnur fyrir hljómsveitina. Hún hafði útvegað mér þetta viðtal með skömmum fyrirvara. En rétt áður en hún yfirgaf okkur tilkynnti hún að myndatökur væru ekki mögulegar. Fimmtán mínútur og engin mynd. Þetta verður trikkí, hugsaði ég um leið og ég kveikti á upptöku á símanum og byrjaði viðtalið. Rútan sem við erum í stendur í bakporti Roselandleikhússins í miðborg Portland. Það er miðvikudagur og klukkan er að verða sex. Rótarar eru á hverju strái og bera snúrur og tæknidót fram og til baka. Eftir tvo tíma á hljómsveitin að standa á sviði fyrir framan 1.300 aðdáendur og spila 90 mínútna tónleika. Þetta er annað kvöldið í röð sem þau spila í Roseland. Uppselt í bæði skiptin. Tónleikarnir eru hluti af tónleikaferðalagi sem farið er í til að fylgja nýrri plötu úr hlaði.Bassaleikarinn Kristján Páll segir hljómsveitarmeðlimi hafa beðið um snakk og gos baksviðs í fyrra en að nú hugsi þau betur um heilsuna og búi sér til ávaxtabúst.mynd/Sigurjón RagnarTökum nýtt og svo hittara Hvernig er það, er ekkert stressandi að spila þessi nýju lög á tónleikum? Vill fólkið ekki bara heyra gömlu slagarana? spyr ég. „Nei, nei. Fólk hefur tekið nýju lögunum vel. Það kom eiginlega á óvart hversu vel það hefur gengið,“ segir Kristján Páll bassaleikari. Fólk er farið að syngja með í viðlögum og svona,“ bætir hann við. Arnar trommuleikari útskýrir að þetta sé nýtt fyrir hljómsveitinni. Í síðustu hljómleikaferð sveitarinnar var platan My Head Is an Animal löngu komin út og aðdáendur þekktu öll lögin vel. Sérstaklega slagarana. Nú er sveitin hins vegar að spila mikið nýtt efni af annarri plötu sinni, Beneath the Skin, sem kemur út í næsta mánuði. „Við reynum samt að leggja tónleikana okkar þannig upp að blanda saman nýrra og eldra efni. Tökum eitt nýtt og förum svo í einhvern hittara,“ segir Arnar. „Svo fólkið fari ekki heim,“ skýtur Kristján Páll inn í glottandi.Arnar Rósenkranz trommuleikari segir að fríin á Íslandi á milli tónleika séu notuð vel, farið í sund alla daga og vinirnir heimsóttir.mynd/sigurjón ragnar1.500 kílómetrar í einum rykk Það er augljóst að Kristján og Arnar eru miklir félagar. Þeir hafa verið vinir lengi. Spilað saman í mörgum hljómsveitum. Voru líka saman í Fjölbraut í Garðabæ. Það verður þó að segjast að fjölbrautaskólinn virðist einhvern veginn vera í órafjarlægð frá hljómsveitarrútunni sem við sitjum í núna. Þegar hljómsveitin gistir á hótelum biðja strákarnir alltaf um herbergi sem liggja saman og hægt er að opna á milli. En það er ekkert alltaf gist á hótelum. Lífið á tónleikaferðalagi getur stundum verið hark. Síðustu tónleikar sveitarinnar voru í Los Angeles. Eftir það var keyrt upp til Portland í hljómsveitarrútunni. 1.500 kílómetrar. Í einum rykk. „Ég er til dæmis ekki viss um að það hafi margar hljómsveitir spilað jafn stíft og við gerðum á síðasta túr,“ segir Kristján Páll. Þá spilaði hljómsveitin 230 tónleika á 18 mánuðum. Strákarnir segja að hljómsveitin hafi lært mikið á því ferðalagi. Nú séu þau reynslunni ríkari. „Það er til dæmis passað miklu betur upp á okkur,“ segir trommuleikarinn. Hugur minn reikar til Kamillu. Hvað ætli ég eigi mikinn tíma eftir? hugsa ég með mér.Nanna Bryndís Hilmarsdóttir, söngkona og gítarleikari sveitarinnar.mynd/sigurjón ragnarHeilsusamlegar óskirEr ræderinn ykkar ekki þá orðinn stærri og meiri? (Ræder er listi yfir þá hluti sem þurfa að vera til staðar baksviðs fyrir hljómsveitina. Sumir heimta svört handklæði. Aðrir skál af brúnum M&M.) „Nja, ekki þannig,“ svarar Kristján Páll. Það er helst að ræderinn okkar er orðinn heilsusamlegri. Við biðjum til dæmis allaf um mikið af ávöxtum og svona blandara. Svo gerum við okkur búst. „Og svo biðjum við alltaf um bláan Gatorade, ekki gleyma því,“ skýtur Arnar inn. „Áður fyrr báðum við alltaf um Doritos-snakk og eitthvert gos. En það þýðir ekki lengur. Maður er fljótur að blása út hérna í Bandaríkjunum,“ segir Kristján Páll.En hvað með andlega heilsu, hvað gerið þið eiginlega til að fríka ekki út á þessum endalausu ferðalögum?„Eitt sem ég hef lært er að gera stundum ekki neitt,“ segir Kristján Páll. „Þegar við vorum að byrja vildi ég nota allan tíma sem ég gat í að skoða mig um, vera túristi í þessum borgum sem við vorum að spila í. Núna veit ég að það er ekki hægt. Maður verður að læra að hvíla sig og slaka á. Þessir tónleikar taka mikla orku.“ „Maður hefur líka lært að nýta tímann vel á Íslandi,“ bætir Arnar við.Uppselt var á tvenna tónleika hljómsveitarinnar í Roselandleikhúsinu og margir mættir snemma til að fá gott pláss.myndir/sigurjón ragnarHarðir aðdáendur við dyrnar Tónleikaferðalagið núna er nefnilega sett þannig upp að hljómsveitin fær frí af og til frá spilamennsku og getur skotist heim til Íslands. „Þá fer maður í sund alla daga og er alveg á fullu,“ segir Arnar. „Þessar borgir eru líka misskemmtilegar. Portland er til dæmis alveg frábær. Eiginlega uppáhaldsborgin okkar í Bandaríkjunum,“ segir Kristján Páll. Það er heldur ekki alveg að ástæðulausu. Portland skipar ákveðinn sess hjá hljómsveitinni. Fyrstu tónleikarnir þar sem Of Monsters and Men var aðalnúmerið í Bandaríkjunum voru einmitt í Portland. Nú eru þau mætt aftur. Hokin af reynslu. Fyrir utan Roseland hafa nokkrir tugir tónleikagesta myndað röð við dyrnar. Þau vilja vera mætt snemma til að ná besta plássinu í tónleikasalnum. Þetta eru harðir aðdáendur. Skyndilega heyri ég dyrnar á rútunni opnast. Kamilla er komin aftur. Eru fimmtán mínúturnar í alvöru liðnar? spyr ég. „Þær eru orðnar sautján,“ svarar Kamilla án þess að líta af klukkunni.
Tónlist Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira