Leikkonan Reese Witherspoon mun fara með hlutverk Tinker Bell í nýrri leikinni kvikmynd byggðri á persónunni þekktu úr ævintýrinu um Peter Pan.
Witherspoon verður þar að auki einn framleiðandi myndarinnar. Ekki hefur verið gefið út hverjir munu fara með önnur hlutverk í myndinni.
Má því búast við miklu Disney-kvikmyndafári á næstunni, en auk myndarinnar um Tinker Bell mun leikkonan Emma Watson fara með hlutverk Fríðu í kvikmyndinni Fríðu og dýrinu.
Reese verður Tinker Bell
