Kvennasamsærið Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 18. maí 2015 00:00 Samkvæmt rannsókn á vegum UN Women verður jafnrétti kynjanna náð árið 2095 ef baráttan heldur áfram á sama hraða og nú. Hjúkkets, segi ég nú bara. Ég þarf að ná að verða 115 ára gamall til þess að ég missi forréttindi mín og vegna ástar minnar á sætabrauði næ ég líklega ekki nema hálfum þeim aldri. Ég mun því aldrei þurfa að upplifa óréttlæti á borð við það að fá ekki meiri laun fyrir sömu vinnu og konur. Sonarsonarsonarsonur minn verður hins vegar ekki eins heppinn. Þegar hann fer út á vinnumarkaðinn, eftir 80 ár, mun hann þurfa að sætta sig við sömu lúsarlaunin og stelpurnar sem hann útskrifast með. Getnaðarlimur hans mun ekki veita honum neitt forskot — og í raun ekki þjóna neinum tilgangi nema að pissa og búa til fólk. Hann mun þurfa að þola beinar útsendingar frá kvennabolta á besta tíma. Og jafnvel konur að lýsa karlaboltanum. Hann mun þurfa að horfa á kvikmyndir með rúmlega fertugum eða jafnvel fimmtugum leikkonum í bitastæðum hlutverkum. Og það verður ekki lengur samfélagslega viðurkennt að klípa í brjóst og rassa ókunnugra kvenna á djamminu. Sem betur fer mun þetta ekki gerast fyrr en eftir 80 ár. Greyið strákurinn samt, að þurfa að búa í svona karlfjandsamlegum heimi. Mér er skapi næst að byrja að safna peningum inn á lokaða bók fyrir hann svo hann muni finna minna fyrir forréttindaskortinum. En þessa framtíð vill heilt eitt prósent íslenskra karlmanna. HEILT PRÓSENT — sem styrkir HeForShe–átakið mánaðarlega með þúsund krónum! Og ef fleiri karlmenn láta narra sig út í þetta gæti jafnrétti náðst jafnvel fyrr en eftir 80 ár. Spúkí tilhugsun, en vonandi verð ég dauður. Og allir aðrir sem hugsa eins og ég. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur Viðar Alfreðsson Mest lesið Treystir þú konum? Hópur 72 kvenna úr sex stjórnmálaflokkum Skoðun Grasker mannréttinda á degi hinna framliðnu Anna Kristín Jensdóttir Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Á að banna rauða jólasveininn? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Með baunabyssu í kennaraverkfalli Ólafur Hauksson Skoðun Græðgin er komin út fyrir öll mörk Sigurjón Þórðarson Skoðun Vanvirðing við einkaframtakið og verðmætasköpun Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Samkvæmt rannsókn á vegum UN Women verður jafnrétti kynjanna náð árið 2095 ef baráttan heldur áfram á sama hraða og nú. Hjúkkets, segi ég nú bara. Ég þarf að ná að verða 115 ára gamall til þess að ég missi forréttindi mín og vegna ástar minnar á sætabrauði næ ég líklega ekki nema hálfum þeim aldri. Ég mun því aldrei þurfa að upplifa óréttlæti á borð við það að fá ekki meiri laun fyrir sömu vinnu og konur. Sonarsonarsonarsonur minn verður hins vegar ekki eins heppinn. Þegar hann fer út á vinnumarkaðinn, eftir 80 ár, mun hann þurfa að sætta sig við sömu lúsarlaunin og stelpurnar sem hann útskrifast með. Getnaðarlimur hans mun ekki veita honum neitt forskot — og í raun ekki þjóna neinum tilgangi nema að pissa og búa til fólk. Hann mun þurfa að þola beinar útsendingar frá kvennabolta á besta tíma. Og jafnvel konur að lýsa karlaboltanum. Hann mun þurfa að horfa á kvikmyndir með rúmlega fertugum eða jafnvel fimmtugum leikkonum í bitastæðum hlutverkum. Og það verður ekki lengur samfélagslega viðurkennt að klípa í brjóst og rassa ókunnugra kvenna á djamminu. Sem betur fer mun þetta ekki gerast fyrr en eftir 80 ár. Greyið strákurinn samt, að þurfa að búa í svona karlfjandsamlegum heimi. Mér er skapi næst að byrja að safna peningum inn á lokaða bók fyrir hann svo hann muni finna minna fyrir forréttindaskortinum. En þessa framtíð vill heilt eitt prósent íslenskra karlmanna. HEILT PRÓSENT — sem styrkir HeForShe–átakið mánaðarlega með þúsund krónum! Og ef fleiri karlmenn láta narra sig út í þetta gæti jafnrétti náðst jafnvel fyrr en eftir 80 ár. Spúkí tilhugsun, en vonandi verð ég dauður. Og allir aðrir sem hugsa eins og ég.
Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun