Ást er ekki ofbeldi, eða hvað? Friðrika Benónýsdóttir skrifar 15. maí 2015 12:00 Bókmenntir Gott fólk Valur Grettisson Bjartur Bókaflóð lúta sömu lögmálum og önnur flóð, bera með sér alls kyns hluti, suma lítils nýta, aðra gagnlega og stöku sinnum eitthvað sem vekur furðu og fögnuð þeirra sem ströndina ganga og hirða rekann. Eitthvað sem finnanda/lesanda finnst að allir ættu að sjá/lesa/fá afnot af. Eitthvað sem kveikir óslökkvandi löngun til skoðunar, umræðna og nánari rannsókna. Eitthvað sem beinlínis krefst þess að við tökum til þess afstöðu. Slíkur reki er meðal þess sem vorbókaflóðið skolaði á land. Bókin Gott fólk eftir Val Grettisson er ein af þessum sjaldséðu bókum sem lesandinn spyr alla sem hann hittir hvort þeir hafi lesið, hvað þeim finnist um hana og hvort þá langi ekki til að ræða efni hennar og efnistök við annan lesanda. Þetta er bók sem verður að ræða. Og helst strax í gær. Sagan er sögð í fyrstu persónu af menningarblaðamanninum Sölva og hverfist um ábyrgðarferli. Það er þegar kona sem telur sig hafa orðið fyrir ofbeldi af hálfu karlmanns ákveður að fara ekki dómstólaleiðina heldur sendir tvo votta með bréf til hans þar sem hún krefst þess að hann gangist við því að hafa beitt hana ofbeldi í sambandi þeirra. Já eða nei eru einu svarmöguleikarnir sem hann hefur. Eftir að hann gengst við því að hafa verið hugsunarlaus ruddi í þeirra samskiptum fer af stað atburðarás sem hvorugt sá fyrir. Það að gangast við því að hafa beitt aðra manneskju ofbeldi veldur straumhvörfum í lífi Sölva, inn á við og út á við. Þegar upp er staðið veit hvorki hann né aðrir hvað er satt og hvað logið, hver beitti hvern ofbeldi og varla einu sinni hvað það hugtak eiginlega þýðir á þessum síðustu og bestu póstfemínísku tímum. Spurningarnar sem Valur veltir upp í þessari fyrstu skáldsögu sinni eru knýjandi og undarlegt hve lítið hefur farið fyrir þessari bók í umræðunni. Vísunin í þekkt mál af sama toga sem komst í hámæli fyrir nokkrum árum veldur kannski því að fólk veigrar sér við að ræða þetta, en þótt líkindin séu augljós er hér vissulega um skáldsögu að ræða. Góða skáldsögu meira að segja; vel skrifaða með skýrri persónusköpun, þaulhugsaðri atburðarás og sterkum spurningum um það hver staðan sé á samskiptum kynjanna í samtímanum. Frasinn um að skila skömminni þangað sem hún á heima er undirliggjandi í málflutningi konunnar en um leið horfir hún og stuðningsmenn hennar framhjá þeirri staðreynd að á meðan á ástarsambandinu stóð bar hún aldrei fram ásakanir um ofbeldi og tók þátt í leiknum. Ber hún þá enga ábyrgð á samskiptamunstrinu? Er það á ábyrgð karlmannsins að passa að ekki sé gengið yfir ákveðin mörk í ástarsambandi? Hvert er í raun ábyrgðarferlið? Þar sem sagan er sögð út frá sjónarhóli karlmannsins sem ásakaður er fær lesandinn ekki glögga mynd af því hvað fram fer í huga konunnar. Höfundur tekur hins vegar enga afstöðu í málinu en lýsir á hlutlausan hátt því sem gerist í lífi og huga Sölva eftir ásökunina. Þær lýsingar eru fantavel unnar og sannfærandi og kveikja endalausar spurningar. Spurningar sem við sem samfélag verðum að ræða og taka afstöðu til. Svo í guðanna bænum lesið þessa bók, takið afstöðu, ræðum saman.Niðurstaða: Firnasterk og krefjandi skáldsaga um efni sem kemur okkur öllum við og neyðir okkur til að taka afstöðu. Gagnrýni Menning Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Bókmenntir Gott fólk Valur Grettisson Bjartur Bókaflóð lúta sömu lögmálum og önnur flóð, bera með sér alls kyns hluti, suma lítils nýta, aðra gagnlega og stöku sinnum eitthvað sem vekur furðu og fögnuð þeirra sem ströndina ganga og hirða rekann. Eitthvað sem finnanda/lesanda finnst að allir ættu að sjá/lesa/fá afnot af. Eitthvað sem kveikir óslökkvandi löngun til skoðunar, umræðna og nánari rannsókna. Eitthvað sem beinlínis krefst þess að við tökum til þess afstöðu. Slíkur reki er meðal þess sem vorbókaflóðið skolaði á land. Bókin Gott fólk eftir Val Grettisson er ein af þessum sjaldséðu bókum sem lesandinn spyr alla sem hann hittir hvort þeir hafi lesið, hvað þeim finnist um hana og hvort þá langi ekki til að ræða efni hennar og efnistök við annan lesanda. Þetta er bók sem verður að ræða. Og helst strax í gær. Sagan er sögð í fyrstu persónu af menningarblaðamanninum Sölva og hverfist um ábyrgðarferli. Það er þegar kona sem telur sig hafa orðið fyrir ofbeldi af hálfu karlmanns ákveður að fara ekki dómstólaleiðina heldur sendir tvo votta með bréf til hans þar sem hún krefst þess að hann gangist við því að hafa beitt hana ofbeldi í sambandi þeirra. Já eða nei eru einu svarmöguleikarnir sem hann hefur. Eftir að hann gengst við því að hafa verið hugsunarlaus ruddi í þeirra samskiptum fer af stað atburðarás sem hvorugt sá fyrir. Það að gangast við því að hafa beitt aðra manneskju ofbeldi veldur straumhvörfum í lífi Sölva, inn á við og út á við. Þegar upp er staðið veit hvorki hann né aðrir hvað er satt og hvað logið, hver beitti hvern ofbeldi og varla einu sinni hvað það hugtak eiginlega þýðir á þessum síðustu og bestu póstfemínísku tímum. Spurningarnar sem Valur veltir upp í þessari fyrstu skáldsögu sinni eru knýjandi og undarlegt hve lítið hefur farið fyrir þessari bók í umræðunni. Vísunin í þekkt mál af sama toga sem komst í hámæli fyrir nokkrum árum veldur kannski því að fólk veigrar sér við að ræða þetta, en þótt líkindin séu augljós er hér vissulega um skáldsögu að ræða. Góða skáldsögu meira að segja; vel skrifaða með skýrri persónusköpun, þaulhugsaðri atburðarás og sterkum spurningum um það hver staðan sé á samskiptum kynjanna í samtímanum. Frasinn um að skila skömminni þangað sem hún á heima er undirliggjandi í málflutningi konunnar en um leið horfir hún og stuðningsmenn hennar framhjá þeirri staðreynd að á meðan á ástarsambandinu stóð bar hún aldrei fram ásakanir um ofbeldi og tók þátt í leiknum. Ber hún þá enga ábyrgð á samskiptamunstrinu? Er það á ábyrgð karlmannsins að passa að ekki sé gengið yfir ákveðin mörk í ástarsambandi? Hvert er í raun ábyrgðarferlið? Þar sem sagan er sögð út frá sjónarhóli karlmannsins sem ásakaður er fær lesandinn ekki glögga mynd af því hvað fram fer í huga konunnar. Höfundur tekur hins vegar enga afstöðu í málinu en lýsir á hlutlausan hátt því sem gerist í lífi og huga Sölva eftir ásökunina. Þær lýsingar eru fantavel unnar og sannfærandi og kveikja endalausar spurningar. Spurningar sem við sem samfélag verðum að ræða og taka afstöðu til. Svo í guðanna bænum lesið þessa bók, takið afstöðu, ræðum saman.Niðurstaða: Firnasterk og krefjandi skáldsaga um efni sem kemur okkur öllum við og neyðir okkur til að taka afstöðu.
Gagnrýni Menning Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira