Seljum Bessastaði Atli Fannar Bjarkason skrifar 14. maí 2015 07:00 Þetta hefur alltaf verið svona“ eru verstu rökin. Af hverju fá ráðherrar lúxusbíla? Af hverju fá þeir ekki bara viðhaldslitla Yarisa sem eyða engu? Viðskiptablaðið sagði frá því í vikunni að Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, væri kominn á nýjan ráðherrajeppa. 12 milljón króna Toyota Land Cruiser-jeppi varð fyrir valinu en þetta er svo sem engin stórfrétt. Allir ráðherrarnir aka um á lúxusbílum í stærri kantinum en ég hef ekki enn þá heyrt sannfærandi rök fyrir íburðinum. Af hverju er þetta svona? Af hverju þurfa ráðherrabílar að vera gljáfægðir lúxusbílar sem kosta hver um sig á annan tug milljóna? Til hvers? Er það vegna þess að svoleiðis er það í útlöndum? Þá ættum við að sjálfsögðu að sýna gott fordæmi og breyta þessu. Danmörk situr uppi með kóngafjölskyldu. Þar neyðist fólk til að viðhalda rándýrum lífsstíl fólks sem er ljósárum frá því að vera í nokkurs konur sambandi við almenning. Þetta gerir fólk án þess að segja orð. Þetta hefur jú alltaf verið svona. Hér heima erum við með embætti forseta Íslands og eyðum í það tæpum 200 milljónum á ári. Af hverju ekur hann um á lúxusbílum? Af hverju fær hann ekki bara eyðslugranna Toyotu? Hvaða fokking kjaftæði er þetta? Ekki misskilja mig. Ég skil fólk sem kaupir lúxus. Geri það oft og myndi kaupa sex hjóla gull-Lexus ef ég hefði efni á honum. Ég vil líka að fólk í ábyrgðarstöðum fái vel borgað. Ég skil hins vegar ekki af hverju ríkið þarf að kaupa lúxus fyrir fólk til að viðhalda einhverjum löngu úreltum hugmyndum um einhvers konar opinbera yfirstétt. Seljum bíla forsetans og alla ráðherrabílana. Greiðum niður skuldir. Seljum líka Bessastaði. Snotur hæð í Vesturbænum er nóg fyrir forsetann. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Atli Fannar Bjarkason Mest lesið Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun
Þetta hefur alltaf verið svona“ eru verstu rökin. Af hverju fá ráðherrar lúxusbíla? Af hverju fá þeir ekki bara viðhaldslitla Yarisa sem eyða engu? Viðskiptablaðið sagði frá því í vikunni að Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, væri kominn á nýjan ráðherrajeppa. 12 milljón króna Toyota Land Cruiser-jeppi varð fyrir valinu en þetta er svo sem engin stórfrétt. Allir ráðherrarnir aka um á lúxusbílum í stærri kantinum en ég hef ekki enn þá heyrt sannfærandi rök fyrir íburðinum. Af hverju er þetta svona? Af hverju þurfa ráðherrabílar að vera gljáfægðir lúxusbílar sem kosta hver um sig á annan tug milljóna? Til hvers? Er það vegna þess að svoleiðis er það í útlöndum? Þá ættum við að sjálfsögðu að sýna gott fordæmi og breyta þessu. Danmörk situr uppi með kóngafjölskyldu. Þar neyðist fólk til að viðhalda rándýrum lífsstíl fólks sem er ljósárum frá því að vera í nokkurs konur sambandi við almenning. Þetta gerir fólk án þess að segja orð. Þetta hefur jú alltaf verið svona. Hér heima erum við með embætti forseta Íslands og eyðum í það tæpum 200 milljónum á ári. Af hverju ekur hann um á lúxusbílum? Af hverju fær hann ekki bara eyðslugranna Toyotu? Hvaða fokking kjaftæði er þetta? Ekki misskilja mig. Ég skil fólk sem kaupir lúxus. Geri það oft og myndi kaupa sex hjóla gull-Lexus ef ég hefði efni á honum. Ég vil líka að fólk í ábyrgðarstöðum fái vel borgað. Ég skil hins vegar ekki af hverju ríkið þarf að kaupa lúxus fyrir fólk til að viðhalda einhverjum löngu úreltum hugmyndum um einhvers konar opinbera yfirstétt. Seljum bíla forsetans og alla ráðherrabílana. Greiðum niður skuldir. Seljum líka Bessastaði. Snotur hæð í Vesturbænum er nóg fyrir forsetann.