Einn þekktasti trommari Dana á leið til landsins Gunnar Leó Pálsson skrifar 13. maí 2015 09:30 Hér er Søren Frost að æfa með stórsveit danska ríkisútvarpsins, ásamt Charlie Watts, trommuleikara Rolling Stones. nordicphotos/Getty Hinn frábæri danski trommuleikari Søren Frost er væntanlegur til landsins og verður með tvo kennslufyrirlestra (masterclass) í Reykjavík og á Akureyri. Søren er einn þekktasti trommuleikari Dana og er meðal annars trommuleikari stórsveitar danska ríkisútvarpsins, (DR big band). Hann hefur einnig komið víða annars staðar við í tónlistinni og leikið með mörgum stærstu nöfnum heims í djassi og poppi. „Það er mikill fengur í að fá hann hingað til lands. Søren er frábær trommuleikari og hvet ég alla trommuleikara, jafnt sem aðra til að mæta,“ segir trommuleikarinn Jóhann Hjörleifsson, en hann verður Søren til aðstoðar. Kennslufyrirlestrarnir fara fram í Hljóðfærahúsinu – Tónabúðinni miðvikudaginn 20. maí klukkan 20.00 og í Tónlistarskólanum á Akureyri föstudaginn 22. maí klukkan 16.00. Frítt er inn og allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Hér að neðan eru þrjú myndbönd af Frost leika með stórsveit danska ríkisútvarpsins og fleirum. Tónlist Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Hinn frábæri danski trommuleikari Søren Frost er væntanlegur til landsins og verður með tvo kennslufyrirlestra (masterclass) í Reykjavík og á Akureyri. Søren er einn þekktasti trommuleikari Dana og er meðal annars trommuleikari stórsveitar danska ríkisútvarpsins, (DR big band). Hann hefur einnig komið víða annars staðar við í tónlistinni og leikið með mörgum stærstu nöfnum heims í djassi og poppi. „Það er mikill fengur í að fá hann hingað til lands. Søren er frábær trommuleikari og hvet ég alla trommuleikara, jafnt sem aðra til að mæta,“ segir trommuleikarinn Jóhann Hjörleifsson, en hann verður Søren til aðstoðar. Kennslufyrirlestrarnir fara fram í Hljóðfærahúsinu – Tónabúðinni miðvikudaginn 20. maí klukkan 20.00 og í Tónlistarskólanum á Akureyri föstudaginn 22. maí klukkan 16.00. Frítt er inn og allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Hér að neðan eru þrjú myndbönd af Frost leika með stórsveit danska ríkisútvarpsins og fleirum.
Tónlist Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira