Samanburður á tónlistarveitunum Tidal og Spotify Jóhann Óli Eiðsson skrifar 1. maí 2015 09:30 Sextán hljómsveitir og listamenn standa að baki Tidal. Þar má nefnda Deadmau5, Daft Punk, Kanye West, Rihanna, Arcade Fire og Beyoncé. Þau komu saman í New York þegar veitan fór í loftið. vísir/nordic photos Tónlistarveitan Tidal varð aðgengileg á Íslandi í gær, mánuði eftir að tilkynnt var um að Jay-Z hefði keypt hana. Tidal er veita frá sænska fyrirtækinu Aspiro og fór fyrst í loftið í lok október í fyrra en skaust á stjörnuhimininn eftir að rapparinn Jay-Z keypti veituna. Tidal er stefnt til höfuðs öðrum veitum. Þar ber helst að nefna hina sænsku Spotify. Sem stendur er Spotify stærsta tónlistarveita heimsins með yfir 60 milljón notendur. Þar af eru fimmtán milljónir sem greiða fyrir notkun hennar. Spotify hefur lengi legið undir gagnrýni fyrir að listamenn fái afar lítið í sinn skerf. Fyrir hverja spilun greiðir Spotify upphæð sem er á bilinu 0,6 til 0,86 bandarískra senta. Það er andvirði um einnar krónu sé upphæðin reiknuð yfir í alvöru gjaldmiðil. Stærstur hluti þeirrar upphæðar týnist einhvers staðar á leiðinni og ratar ekki í hendur tónlistarmanna. Umboðsmenn, útgáfufyrirtæki og hvers kyns milliliðir taka sinn skerf í sinn vasa. Til að ná að þéna bandarísk lágmarkslaun, 1.200 Bandaríkjadali eða tæpar 160.000 krónur, þarf listamaður að ná að minnsta kosti fjórum milljónum spilana á lög sín. Fæstir ná þeim stalli. Þetta fyrirkomulag hefur orðið til þess að margir listamenn bjóða ekki upp á tónlist sína á Spotify. Meðal þeirra má nefna Taylor Swift, Atoms For Peace sem er sólóverkefni Thoms Yorke, söngvara Radiohead, og Björk, sem hefur ekki enn gert Vulnicura aðgengilega á veitunni. Þessu vilja aðstandendur Tidal breyta.Engin ókeypis áskrift er í boði fyrir notendur Tidal heldur verða þeir að punga út tíu eða tuttugu dölum á mánuði fyrir notkunina. Dýrari áskriftin býður upp á tónlist í talsvert betri gæðum en sú ódýrari og Spotify. Notendur nú eru tæplega 600.000. Þar af eru aðeins um 17.000 sem velja dýrari áskriftarleiðina. Það helsta sem Tidal hefur umfram Spotify, fyrir utan betri hljómgæði, er að tónlistarfólk mun geta notað veituna sem nokkurs konar samfélagsmiðil. Planið er að tónlistarmyndbönd og ýmsar demóupptökur verði aðgengilegar aðdáendum þar og eingöngu þar. Fyrir skemmstu mátti þar finna upptöku af Beyoncé í stofunni heima hjá sér þar sem hún lék áður óheyrt lag á flygilinn þar. Maðurinn bak við myndavélina var eiginmaðurinn, títtnefndur Jay-Z. Það er alls kostar óvíst að Jay-Z og meðeigendum hans takist að sannfæra fólk um að gefa fría streymið upp á bátinn og greiða fyrir það í staðinn en ljóst er að Tidal er líklega harðasti keppinautur Spotify til þessa. Forvitnilegt verður að sjá hvort listamenn muni taka upp á því að færa tónlist sína eingöngu yfir á Tidal.Höfundur greinar þessarar hefur undanfarið ár greitt fyrir að nota Spotify en fékk sökum starfs síns að prófa Tidal í tvær vikur áður en veitan var gerð aðgengileg á Íslandi. Velkistu í vafa um hvort þú ættir að nota Spotify eða Tidal ætti að líta fyrst á hljómgæðin. Eigirðu góð heyrnartól eða hátalara liggur beinast við að greiða örlítið meira og fjárfesta í Tidal HIFI. Munurinn er mikill. Sértu hins vegar að hlusta á tónlist með aumum heyrnartólum eða innbyggðum tölvuhátalara skaltu halda þig við Spotify þar sem FLAC-gæðin munu ekki komast til skila. Enn sem komið er er lagagagnagrunnur Spotify stærri en Tidal. Spotify býður upp á 30 milljónir laga en Tidal er aðeins með 25 milljónir. Þeir listamenn sem ekki bjóða upp á tónlist sína á Spotify hafa fæstir stigið skrefið til Tidal. Spurningin er þó hvað framtíðin ber í skauti sér. Margt er sniðugt við Tidal. Möguleikinn Tidal Rising er þægilegur; hann sýnir lög sem notendur Tidal hafa hlustað mikið á án þess að þau séu orðin þau sem vinsælust eru. Lagalistarnir sem teknir hafa verið saman eru þægilega upp settir og mynda oft betri heild en það sem Spotify hefur upp á að bjóða. Tidal í síma er líka að mörgu leyti þægilegra en Spotify í síma. Vankantarnir eru þó nokkrir. Að mörgu leyti er leiðinlegt að þurfa ávallt að vera með Tidal opið í Google Chrome en ekki í sérforriti. Að auki er munurinn á leitarvélum veitnanna afar mikill. Ef þú leitar að listamanni eða hljómsveit í Spotify kemur síða þess listamanns fyrst í leitarniðurstöðurnar. Tidal sýnir hins vegar plötur og lög á undan listamönnunum. Eflaust er það misjafnt milli notenda hvað þeir vilja en þetta fór í taugarnar á höfundi. Að auki er Radio-möguleikanum ábótavant í Tidal. Í Spotify er hægt að velja lag og forritið velur síðan svipuð lög og spilar fyrir þig. Það er ekki í boði hjá Tidal. Tidal mun eflaust venjast ágætlega og sértu tækni- og hljóðpervert er veitan hiklaust málið fyrir þig. Sértu hinn venjulegi tónlistarunnandi og veltir þér ekkert endilega upp úr gæðum og getur látið þig hafa stöku auglýsingar, þá er réttast að halda sig við Spotify. Tónlist Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Tónlistarveitan Tidal varð aðgengileg á Íslandi í gær, mánuði eftir að tilkynnt var um að Jay-Z hefði keypt hana. Tidal er veita frá sænska fyrirtækinu Aspiro og fór fyrst í loftið í lok október í fyrra en skaust á stjörnuhimininn eftir að rapparinn Jay-Z keypti veituna. Tidal er stefnt til höfuðs öðrum veitum. Þar ber helst að nefna hina sænsku Spotify. Sem stendur er Spotify stærsta tónlistarveita heimsins með yfir 60 milljón notendur. Þar af eru fimmtán milljónir sem greiða fyrir notkun hennar. Spotify hefur lengi legið undir gagnrýni fyrir að listamenn fái afar lítið í sinn skerf. Fyrir hverja spilun greiðir Spotify upphæð sem er á bilinu 0,6 til 0,86 bandarískra senta. Það er andvirði um einnar krónu sé upphæðin reiknuð yfir í alvöru gjaldmiðil. Stærstur hluti þeirrar upphæðar týnist einhvers staðar á leiðinni og ratar ekki í hendur tónlistarmanna. Umboðsmenn, útgáfufyrirtæki og hvers kyns milliliðir taka sinn skerf í sinn vasa. Til að ná að þéna bandarísk lágmarkslaun, 1.200 Bandaríkjadali eða tæpar 160.000 krónur, þarf listamaður að ná að minnsta kosti fjórum milljónum spilana á lög sín. Fæstir ná þeim stalli. Þetta fyrirkomulag hefur orðið til þess að margir listamenn bjóða ekki upp á tónlist sína á Spotify. Meðal þeirra má nefna Taylor Swift, Atoms For Peace sem er sólóverkefni Thoms Yorke, söngvara Radiohead, og Björk, sem hefur ekki enn gert Vulnicura aðgengilega á veitunni. Þessu vilja aðstandendur Tidal breyta.Engin ókeypis áskrift er í boði fyrir notendur Tidal heldur verða þeir að punga út tíu eða tuttugu dölum á mánuði fyrir notkunina. Dýrari áskriftin býður upp á tónlist í talsvert betri gæðum en sú ódýrari og Spotify. Notendur nú eru tæplega 600.000. Þar af eru aðeins um 17.000 sem velja dýrari áskriftarleiðina. Það helsta sem Tidal hefur umfram Spotify, fyrir utan betri hljómgæði, er að tónlistarfólk mun geta notað veituna sem nokkurs konar samfélagsmiðil. Planið er að tónlistarmyndbönd og ýmsar demóupptökur verði aðgengilegar aðdáendum þar og eingöngu þar. Fyrir skemmstu mátti þar finna upptöku af Beyoncé í stofunni heima hjá sér þar sem hún lék áður óheyrt lag á flygilinn þar. Maðurinn bak við myndavélina var eiginmaðurinn, títtnefndur Jay-Z. Það er alls kostar óvíst að Jay-Z og meðeigendum hans takist að sannfæra fólk um að gefa fría streymið upp á bátinn og greiða fyrir það í staðinn en ljóst er að Tidal er líklega harðasti keppinautur Spotify til þessa. Forvitnilegt verður að sjá hvort listamenn muni taka upp á því að færa tónlist sína eingöngu yfir á Tidal.Höfundur greinar þessarar hefur undanfarið ár greitt fyrir að nota Spotify en fékk sökum starfs síns að prófa Tidal í tvær vikur áður en veitan var gerð aðgengileg á Íslandi. Velkistu í vafa um hvort þú ættir að nota Spotify eða Tidal ætti að líta fyrst á hljómgæðin. Eigirðu góð heyrnartól eða hátalara liggur beinast við að greiða örlítið meira og fjárfesta í Tidal HIFI. Munurinn er mikill. Sértu hins vegar að hlusta á tónlist með aumum heyrnartólum eða innbyggðum tölvuhátalara skaltu halda þig við Spotify þar sem FLAC-gæðin munu ekki komast til skila. Enn sem komið er er lagagagnagrunnur Spotify stærri en Tidal. Spotify býður upp á 30 milljónir laga en Tidal er aðeins með 25 milljónir. Þeir listamenn sem ekki bjóða upp á tónlist sína á Spotify hafa fæstir stigið skrefið til Tidal. Spurningin er þó hvað framtíðin ber í skauti sér. Margt er sniðugt við Tidal. Möguleikinn Tidal Rising er þægilegur; hann sýnir lög sem notendur Tidal hafa hlustað mikið á án þess að þau séu orðin þau sem vinsælust eru. Lagalistarnir sem teknir hafa verið saman eru þægilega upp settir og mynda oft betri heild en það sem Spotify hefur upp á að bjóða. Tidal í síma er líka að mörgu leyti þægilegra en Spotify í síma. Vankantarnir eru þó nokkrir. Að mörgu leyti er leiðinlegt að þurfa ávallt að vera með Tidal opið í Google Chrome en ekki í sérforriti. Að auki er munurinn á leitarvélum veitnanna afar mikill. Ef þú leitar að listamanni eða hljómsveit í Spotify kemur síða þess listamanns fyrst í leitarniðurstöðurnar. Tidal sýnir hins vegar plötur og lög á undan listamönnunum. Eflaust er það misjafnt milli notenda hvað þeir vilja en þetta fór í taugarnar á höfundi. Að auki er Radio-möguleikanum ábótavant í Tidal. Í Spotify er hægt að velja lag og forritið velur síðan svipuð lög og spilar fyrir þig. Það er ekki í boði hjá Tidal. Tidal mun eflaust venjast ágætlega og sértu tækni- og hljóðpervert er veitan hiklaust málið fyrir þig. Sértu hinn venjulegi tónlistarunnandi og veltir þér ekkert endilega upp úr gæðum og getur látið þig hafa stöku auglýsingar, þá er réttast að halda sig við Spotify.
Tónlist Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira