Heimilisskæruhernaður Sigríður Jónsdóttir skrifar 28. apríl 2015 13:30 Kristín Þóra Haraldsdóttir, Valur Freyr Einarsson og Maríanna Clara Lúthersdóttir í hlutverkum sínum í þessum drepfyndna heimilishernaði. Peggy Pickit sér andlit guðs eftir Roland Schimmelpfenning Leikstjórn: Vignir Rafn Valþórsson Leikarar: Kristín Þóra Haraldsdóttir, Hjörtur Jóhann Jónsson, Maríanna Clara Lúthersdóttir og Valur Freyr Einarsson Leikmynd og búningar: Anna Rún Tryggvadóttir Lýsing: Þórður Orri Pétursson Hljóðmynd: Garðar Borgþórsson Síðustu frumsýningu Borgarleikhússins á þessu leikári er nú lokið en Peggy Pickit sér andlit guðs eftir hinn þýska Roland Schimmelpfenning er lokasýning hússins að þessu sinni. Tvö pör hittast eftir sex ára aðskilnað, þau voru náin á námsárunum en leiðir skildi þegar Katrín og Marteinn fluttust til Afríku til að sinna læknisstörfum en Lísa og Frank urðu eftir heima. Verkið gerist á einni kvöldstund, stuttu eftir að Katrín og Marteinn hafa snúið aftur heim, en ekki er allt sem sýnist. Handrit Schimmelpfenning er ákaflega vel skrifað og krefjandi, hann leikur sér skemmtilega með leikritaformið og hnýtir framvinduna saman á frumlegan hátt. Samræður eru brotnar upp með uppljóstrunum og ábendingum persónanna til áhorfenda um átakapunkta kvöldsins, en endurtekningar í mismunandi formum gefa verkinu súrrealískan blæ. Þrátt fyrir skýra og kostulega sýn leikskáldsins á vandamál evrópsku millistéttarinnar efast ég reyndar aðeins um hvernig Schimmelpfenning kýs að hafa dvalarland Katrínar og Marteins óljóst, þannig að persónurnar tala eingöngu um Afríku í heild sinni líkt og lönd heimsálfunnar hafi engin blæbrigði. Kannski er þetta leið til að gagnrýna orðræðu Vesturlandabúa gagnvart Afríkulöndum en að mínu mati er þetta ansi þunn lína sem hann dregur. Það er enginn leikur að flytja þennan texta án þess að fletja út tilfinningaþunga verksins en yfirhöfuð tekst hópnum nokkuð vel upp. Kristín Þóra er hin brothætta Lísa sem er föst í hversdagsleikanum þar sem bílskúrshurðin telur klukkutíma dagsins en Karen, barn þeirra Frank, á hug hennar allan. Það tekur Kristínu Þóru kannski aðeins of langan tíma að ná flugi en síðustu augnablik verksins eru hennar sterkustu þegar Lísa gefst algjörlega upp á að halda andliti. Hjörtur Jóhann leikur Frank, mann Lísu, en þessi rúðustrikaði læknir hefur sterkar og frekar íhaldssamar skoðanir um hvernig heimurinn á að virka. Þrátt fyrir örlítið óspennandi karakter gerir Hjörtur Jóhann vel að sýna fram á innri reiði Franks sem er aðeins of nálægt yfirborðinu og stundum tekur töluvert á að halda henni í skefjum. Maríanna Clara leikur Katrínu af einlægni og næmni en þetta er kona sem hefur þurft að glíma við sáran missi og miklar efasemdir um sitt starf. Dramatísku augnablikunum kemur hún vel frá sér en kómísk tímasetning Maríönnu Clöru er gulls ígildi. En að mínu mati er það Valur Freyr sem stendur upp úr í sýningunni í hlutverki hins óheflaða Marteins sem drekkur eins og svampur til þess að forðast vandræðalegar þagnir. Valur Freyr nær að sýna óvænta fleti á manni sem er búinn að týna sjálfum sér. Einræða Marteins um tilraunir bakpokaferðalangsins til að bjarga heiminum eftir að hafa orðið ásfanginn af konu í Laos er óborganlega fyndin, þetta er kolbikasvartur húmor af súrustu gerð. Valur Freyr fer alveg inn að kjarna verksins og er þetta besta atriði hans í sýningunni og er hann góður fyrir. Vignir Rafn Valþórsson sér um leikstjórnina og tekst nokkuð vel til. Hann hikar ekki við að skrúfa upp í súrrealisma verksins og kómísku atriðin eru einstaklega vel framkvæmd. Aftur á móti eru dramatísku senurnar aðeins of niðurnjörvaðar og stílhreinar sem verður til þess að orkan á milli persónanna verður veikari. Leikmyndin og búningar eru í höndum Önnu Rúnar Tryggvadóttur en hún skilar mjög góðri vinnu í þeim efnum. Sviðið er einhvers konar blanda af dauðhreinsuðu hönnunarheimili með tilheyrandi stólum sem ekki er hægt að sitja á með góðu móti og frumskógi úr gerviplöntum. Það er hreinlega ótrúlegt hvað Litla sviðið getur umturnast á milli sýninga og Anna Rún nýtir sér það vel. Aftur á móti var ljósahönnun Þórs Orra Péturssonar og hljóðmynd Garðars Borgþórssonar hvorugar nægilega spennandi eða afgerandi en ágætar þó. Peggy Picket er bráðfyndin sýning sem skýtur föstum skotum á pólitík, líferni og gildi millistéttarinnar. Þrátt fyrir að sýningin missi aðeins kraftinn af og til þá efa ég ekki að hópurinn eigi eftir að slípast betur saman þegar fram líða stundir og þá mun hitna í kolunum.Niðurstaða: Drepfyndinn heimilishernaður en þó ekki gallalaus sýning. Gagnrýni Menning Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Peggy Pickit sér andlit guðs eftir Roland Schimmelpfenning Leikstjórn: Vignir Rafn Valþórsson Leikarar: Kristín Þóra Haraldsdóttir, Hjörtur Jóhann Jónsson, Maríanna Clara Lúthersdóttir og Valur Freyr Einarsson Leikmynd og búningar: Anna Rún Tryggvadóttir Lýsing: Þórður Orri Pétursson Hljóðmynd: Garðar Borgþórsson Síðustu frumsýningu Borgarleikhússins á þessu leikári er nú lokið en Peggy Pickit sér andlit guðs eftir hinn þýska Roland Schimmelpfenning er lokasýning hússins að þessu sinni. Tvö pör hittast eftir sex ára aðskilnað, þau voru náin á námsárunum en leiðir skildi þegar Katrín og Marteinn fluttust til Afríku til að sinna læknisstörfum en Lísa og Frank urðu eftir heima. Verkið gerist á einni kvöldstund, stuttu eftir að Katrín og Marteinn hafa snúið aftur heim, en ekki er allt sem sýnist. Handrit Schimmelpfenning er ákaflega vel skrifað og krefjandi, hann leikur sér skemmtilega með leikritaformið og hnýtir framvinduna saman á frumlegan hátt. Samræður eru brotnar upp með uppljóstrunum og ábendingum persónanna til áhorfenda um átakapunkta kvöldsins, en endurtekningar í mismunandi formum gefa verkinu súrrealískan blæ. Þrátt fyrir skýra og kostulega sýn leikskáldsins á vandamál evrópsku millistéttarinnar efast ég reyndar aðeins um hvernig Schimmelpfenning kýs að hafa dvalarland Katrínar og Marteins óljóst, þannig að persónurnar tala eingöngu um Afríku í heild sinni líkt og lönd heimsálfunnar hafi engin blæbrigði. Kannski er þetta leið til að gagnrýna orðræðu Vesturlandabúa gagnvart Afríkulöndum en að mínu mati er þetta ansi þunn lína sem hann dregur. Það er enginn leikur að flytja þennan texta án þess að fletja út tilfinningaþunga verksins en yfirhöfuð tekst hópnum nokkuð vel upp. Kristín Þóra er hin brothætta Lísa sem er föst í hversdagsleikanum þar sem bílskúrshurðin telur klukkutíma dagsins en Karen, barn þeirra Frank, á hug hennar allan. Það tekur Kristínu Þóru kannski aðeins of langan tíma að ná flugi en síðustu augnablik verksins eru hennar sterkustu þegar Lísa gefst algjörlega upp á að halda andliti. Hjörtur Jóhann leikur Frank, mann Lísu, en þessi rúðustrikaði læknir hefur sterkar og frekar íhaldssamar skoðanir um hvernig heimurinn á að virka. Þrátt fyrir örlítið óspennandi karakter gerir Hjörtur Jóhann vel að sýna fram á innri reiði Franks sem er aðeins of nálægt yfirborðinu og stundum tekur töluvert á að halda henni í skefjum. Maríanna Clara leikur Katrínu af einlægni og næmni en þetta er kona sem hefur þurft að glíma við sáran missi og miklar efasemdir um sitt starf. Dramatísku augnablikunum kemur hún vel frá sér en kómísk tímasetning Maríönnu Clöru er gulls ígildi. En að mínu mati er það Valur Freyr sem stendur upp úr í sýningunni í hlutverki hins óheflaða Marteins sem drekkur eins og svampur til þess að forðast vandræðalegar þagnir. Valur Freyr nær að sýna óvænta fleti á manni sem er búinn að týna sjálfum sér. Einræða Marteins um tilraunir bakpokaferðalangsins til að bjarga heiminum eftir að hafa orðið ásfanginn af konu í Laos er óborganlega fyndin, þetta er kolbikasvartur húmor af súrustu gerð. Valur Freyr fer alveg inn að kjarna verksins og er þetta besta atriði hans í sýningunni og er hann góður fyrir. Vignir Rafn Valþórsson sér um leikstjórnina og tekst nokkuð vel til. Hann hikar ekki við að skrúfa upp í súrrealisma verksins og kómísku atriðin eru einstaklega vel framkvæmd. Aftur á móti eru dramatísku senurnar aðeins of niðurnjörvaðar og stílhreinar sem verður til þess að orkan á milli persónanna verður veikari. Leikmyndin og búningar eru í höndum Önnu Rúnar Tryggvadóttur en hún skilar mjög góðri vinnu í þeim efnum. Sviðið er einhvers konar blanda af dauðhreinsuðu hönnunarheimili með tilheyrandi stólum sem ekki er hægt að sitja á með góðu móti og frumskógi úr gerviplöntum. Það er hreinlega ótrúlegt hvað Litla sviðið getur umturnast á milli sýninga og Anna Rún nýtir sér það vel. Aftur á móti var ljósahönnun Þórs Orra Péturssonar og hljóðmynd Garðars Borgþórssonar hvorugar nægilega spennandi eða afgerandi en ágætar þó. Peggy Picket er bráðfyndin sýning sem skýtur föstum skotum á pólitík, líferni og gildi millistéttarinnar. Þrátt fyrir að sýningin missi aðeins kraftinn af og til þá efa ég ekki að hópurinn eigi eftir að slípast betur saman þegar fram líða stundir og þá mun hitna í kolunum.Niðurstaða: Drepfyndinn heimilishernaður en þó ekki gallalaus sýning.
Gagnrýni Menning Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira