Gómsætar pitsur á tvo vegu Eva Laufey Kjaran skrifar 25. apríl 2015 11:00 Vísir/Stöð 2 Ítalskur pitsubotn 240 ml volgt vatn (mikilvægt að vatnið sé volgt) 2½ tsk. þurrger 1 msk. hunang 2 tsk. salt 2 msk. olía 400-450 g hveiti (gæti þurft meira en minna) Blandið volgu vatni, geri og hunangi saman í skál. Leggið viskastykki yfir skálina og leyfið gerinu að leysast upp í rólegheitum, eða í 7-10 mínútur. Um leið og það byrjar að freyða í skálinni þá er gerblandan tilbúin. Hellið gerblöndunni í hrærivélarskál og bætið öllum hráefnum saman við, það er góð regla að bæta hveitinu smám saman við. Látið hnoðast í vélinni í 6-10 mínútur eða þar til deigið er orðið í laginu eins og kúla, einnig á það ekki að vera klístrað. Setjið viskastykki yfir hrærivélarskálina og leyfið deiginu að hefast í klukkustund eða þar til þar hefur tvöfaldast að stærð.Hvítlauksolían 3 dl ólífuolía 5 hvítlauksrif 1 tsk. gróft salt Pressið hvítlauk og blandið honum saman við saltið, hellið olíunni og setjið hvítlaukinn í krukku. Lokið krukkunni og hristið vel saman.Pitsusósa 1 msk. ólífuolía 1 laukur, grófsaxaður 2 hvítlauksgeirar, fínsaxaðir 500 ml tómatapassata Handfylli fersk smátt söxuð basilíka Salt og nýmalaður pipar Hitið laukinn í olíunni þar til hann mýkist og verður glær. Bætið hvítlauknum, tómatapassata, basilíku og salti og pipar saman við og leyfið sósunni að malla í nokkrar mínútur.Humarpitsa Hvítlauksolía, magn eftir smekk 300 g skelflettur humar, skolaður og þerraður Kirsuberjatómatar, skornir í tvennt 1 kúla mozzarella-ostur Salt og nýmalaður pipar Klettasalat, magn eftir smekk Parmesanostur, magn eftir smekk Hitið ofninn í 200°C. Fletjið deigið út og leggið á pappírsklædda ofnplötu. Smyrjið deigið með hvítlauksolíunni og raðið humrinum og tómötunum ofan á. Kryddið með salti og pipar og stráið ostinum yfir. Bakið í 12-18 mínútur eða þar til pitsan er orðin gullinbrún. Þegar pitsan er komin út úr ofninum er klettasalati bætt ofan á hana og parmesanosti sáldrað yfir.Pizza di'capria 1 pitsabotn 4-5 msk. pitsasósa 100 g ferskur aspas, soðinn í saltvatni í 3 mínútur og þerraður 1 rauðlaukur, skorinn í strimla Geitaostur, magn eftir smekk Mozzarellaostur, magn eftir smekk Salt og nýmalaður pipar Hitið ofninn í 200°C. Fletjið deigið út og leggið á pappírsklædda ofnplötu. Sjóðið aspas í vel söltu vatni í þrjár mínútur og þerrið hann vel þegar hann er tilbúinn. Smyrjið deigið með pitsusósu og raðið aspas, rauðlauk og ostum ofan á. Kryddið með salti og pipar. Bakið í 12-18 mínútur eða þar til pitsan er orðin gullinbrún. Eva Laufey Humar Pítsur Uppskriftir Mest lesið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Menning „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Fleiri fréttir Kraftmikill grænn safi fyrir öfluga húð Sjá meira
Ítalskur pitsubotn 240 ml volgt vatn (mikilvægt að vatnið sé volgt) 2½ tsk. þurrger 1 msk. hunang 2 tsk. salt 2 msk. olía 400-450 g hveiti (gæti þurft meira en minna) Blandið volgu vatni, geri og hunangi saman í skál. Leggið viskastykki yfir skálina og leyfið gerinu að leysast upp í rólegheitum, eða í 7-10 mínútur. Um leið og það byrjar að freyða í skálinni þá er gerblandan tilbúin. Hellið gerblöndunni í hrærivélarskál og bætið öllum hráefnum saman við, það er góð regla að bæta hveitinu smám saman við. Látið hnoðast í vélinni í 6-10 mínútur eða þar til deigið er orðið í laginu eins og kúla, einnig á það ekki að vera klístrað. Setjið viskastykki yfir hrærivélarskálina og leyfið deiginu að hefast í klukkustund eða þar til þar hefur tvöfaldast að stærð.Hvítlauksolían 3 dl ólífuolía 5 hvítlauksrif 1 tsk. gróft salt Pressið hvítlauk og blandið honum saman við saltið, hellið olíunni og setjið hvítlaukinn í krukku. Lokið krukkunni og hristið vel saman.Pitsusósa 1 msk. ólífuolía 1 laukur, grófsaxaður 2 hvítlauksgeirar, fínsaxaðir 500 ml tómatapassata Handfylli fersk smátt söxuð basilíka Salt og nýmalaður pipar Hitið laukinn í olíunni þar til hann mýkist og verður glær. Bætið hvítlauknum, tómatapassata, basilíku og salti og pipar saman við og leyfið sósunni að malla í nokkrar mínútur.Humarpitsa Hvítlauksolía, magn eftir smekk 300 g skelflettur humar, skolaður og þerraður Kirsuberjatómatar, skornir í tvennt 1 kúla mozzarella-ostur Salt og nýmalaður pipar Klettasalat, magn eftir smekk Parmesanostur, magn eftir smekk Hitið ofninn í 200°C. Fletjið deigið út og leggið á pappírsklædda ofnplötu. Smyrjið deigið með hvítlauksolíunni og raðið humrinum og tómötunum ofan á. Kryddið með salti og pipar og stráið ostinum yfir. Bakið í 12-18 mínútur eða þar til pitsan er orðin gullinbrún. Þegar pitsan er komin út úr ofninum er klettasalati bætt ofan á hana og parmesanosti sáldrað yfir.Pizza di'capria 1 pitsabotn 4-5 msk. pitsasósa 100 g ferskur aspas, soðinn í saltvatni í 3 mínútur og þerraður 1 rauðlaukur, skorinn í strimla Geitaostur, magn eftir smekk Mozzarellaostur, magn eftir smekk Salt og nýmalaður pipar Hitið ofninn í 200°C. Fletjið deigið út og leggið á pappírsklædda ofnplötu. Sjóðið aspas í vel söltu vatni í þrjár mínútur og þerrið hann vel þegar hann er tilbúinn. Smyrjið deigið með pitsusósu og raðið aspas, rauðlauk og ostum ofan á. Kryddið með salti og pipar. Bakið í 12-18 mínútur eða þar til pitsan er orðin gullinbrún.
Eva Laufey Humar Pítsur Uppskriftir Mest lesið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Menning „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Fleiri fréttir Kraftmikill grænn safi fyrir öfluga húð Sjá meira