Mikilvægasta vinna veraldarsögunnar Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 18. apríl 2015 07:00 Ekkert starf er mikilvægara í allri veraldarsögunni en skáldskapur. Ég gæti hugsað mér að búa í heimi þar sem ekki væru til læknar, kennarar eða kaupmenn en að búa við tilveru sem ekkert skáld hefur litað með órum skáldagyðjunnar, það væri mér ofviða. Til að taka eitt lítið dæmi um það hvernig skáldin gera lífið léttbærara langar mig að nefna til sögunnar orðið „gluggatjöld.“ Þegar það hrekkur upp úr einhverjum nærri mér sé ég ekki fyrir mér tuskur þessar sem fólk setur fyrir glugga sína heldur fyllist ég póetískum órum, get jafnvel orðið ástfanginn um stundarsakir. Þetta er allt skáldinu Tómasi Guðmundssyni að kenna og ljóðinu hans Frá liðnu vori, þar sem litlar hendur elskunnar bærðu gluggatjöldin og svo er hann var orðinn eldri gekk hann fyrir sama glugga en: En aldrei framar hvítir armar hreyfa gluggatjöldin. Ég verð kátur við það eitt að sjá prímus, allt út af Jóni Prímusi í Kristnihaldinu hans Halldórs Laxness og meira að segja gjörvallt Snæfellsnesið er hulið dulúð út af þeirri sömu sögu en ekki vegna jóganna sem vappa þar á glóandi kolum og sjá verur frá plánetum úr nágrenninu. Svona hafa skáldin forritað mannsandann frá örófi alda uns tilveran er orðin að þeirri töfraveröld sem hún er fyrir flesta þá sem aldir eru upp meðal bókmenntaþjóðar. Sá sem ekki hefur verið forritaður með þessum hætti væri vís til að vera ónæmur fyrir fegurð náttúrunnar, rómantík, vinarhótum og öldunið og orð eins og frelsi væru hjóm í eyrum hans. Hann hellir ekki viskílögg í glas og setur Miles Davis undir geislann þegar drunga setur að, sem er kannski jákvætt út frá heilsusjónarmiði en þeir sem eru forritaðir vita vel að það er ágætt að hafa bæði súrt og sætt í hinum heilaga bikar. Svona hafa skáldin hjálpað mér að fylla orð eins og Ísland, Evrópa, hugrekki, frelsi, list og ég djúpri merkingu sem síðan gefur lífinu gildi. Stundum tala stjórnmálamenn og afundnir hugsuðir um list eins og að réttlæta þurfi tilvist hennar með hagfræðilegum útreikningum. Á degi bókarinnar finnur þetta fólk kjörið tilefni til að líta upp úr Exel-skjölunum og gleyma sér við það sem mestan hag gefur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Ekkert starf er mikilvægara í allri veraldarsögunni en skáldskapur. Ég gæti hugsað mér að búa í heimi þar sem ekki væru til læknar, kennarar eða kaupmenn en að búa við tilveru sem ekkert skáld hefur litað með órum skáldagyðjunnar, það væri mér ofviða. Til að taka eitt lítið dæmi um það hvernig skáldin gera lífið léttbærara langar mig að nefna til sögunnar orðið „gluggatjöld.“ Þegar það hrekkur upp úr einhverjum nærri mér sé ég ekki fyrir mér tuskur þessar sem fólk setur fyrir glugga sína heldur fyllist ég póetískum órum, get jafnvel orðið ástfanginn um stundarsakir. Þetta er allt skáldinu Tómasi Guðmundssyni að kenna og ljóðinu hans Frá liðnu vori, þar sem litlar hendur elskunnar bærðu gluggatjöldin og svo er hann var orðinn eldri gekk hann fyrir sama glugga en: En aldrei framar hvítir armar hreyfa gluggatjöldin. Ég verð kátur við það eitt að sjá prímus, allt út af Jóni Prímusi í Kristnihaldinu hans Halldórs Laxness og meira að segja gjörvallt Snæfellsnesið er hulið dulúð út af þeirri sömu sögu en ekki vegna jóganna sem vappa þar á glóandi kolum og sjá verur frá plánetum úr nágrenninu. Svona hafa skáldin forritað mannsandann frá örófi alda uns tilveran er orðin að þeirri töfraveröld sem hún er fyrir flesta þá sem aldir eru upp meðal bókmenntaþjóðar. Sá sem ekki hefur verið forritaður með þessum hætti væri vís til að vera ónæmur fyrir fegurð náttúrunnar, rómantík, vinarhótum og öldunið og orð eins og frelsi væru hjóm í eyrum hans. Hann hellir ekki viskílögg í glas og setur Miles Davis undir geislann þegar drunga setur að, sem er kannski jákvætt út frá heilsusjónarmiði en þeir sem eru forritaðir vita vel að það er ágætt að hafa bæði súrt og sætt í hinum heilaga bikar. Svona hafa skáldin hjálpað mér að fylla orð eins og Ísland, Evrópa, hugrekki, frelsi, list og ég djúpri merkingu sem síðan gefur lífinu gildi. Stundum tala stjórnmálamenn og afundnir hugsuðir um list eins og að réttlæta þurfi tilvist hennar með hagfræðilegum útreikningum. Á degi bókarinnar finnur þetta fólk kjörið tilefni til að líta upp úr Exel-skjölunum og gleyma sér við það sem mestan hag gefur.
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun