Rokka í stað þess að golfa Kjartan Atli Kjartansson skrifar 16. apríl 2015 11:30 Hér er sveitin fyrir framan Landspítalann, en plata hennar heitir einmitt Óskalög sjúklinga. Frá vinstri: Guðmundur Jónsson, Heiðar Ingi Svansson, Karl Örvarsson og Magnús Magnússon. vísir/vilhelm Þeir eiga samtals fjórtán börn, einn meðlimurinn barnabarn og er annað á leiðinni. Þeir kalla sig Trúboðana, spila rokk og vilja berjast gegn stöðnun í lífi sínu. „Þegar ég komst á ákveðinn aldur leið mér eins og væri verið að slökkva á mér,“ segir Heiðar Ingi Svansson, sem fékk hugmyndina að því að stofna rokksveit, þrátt fyrir að vera eldri en flestir aðrir rokkarar. Hann fékk þá Guðmund Jónsson, gítarleikara úr Sálinni hans Jóns míns, söngvarann þjóðþekkta Karl Örvarsson og trommarann Magnús Magnússon til þess að leika rokk einu sinni í viku. „Upphaflega hugmyndin var bara að koma saman og spila smá rokk og ról. Ég sannfærði félaga mína um að þetta væri sniðugri leið til þess að eyða tímanum en að stunda golf, fara í Oddfellow eða ganga í Frímúrararegluna. Nafnið kemur svo þannig til að fyrir okkur er þessi spilamennska ekki val heldur innri þörf sem stundum af jafnmikilli ástríðu og trúboðar sem boða trú sína. Meðlimirnir eiga samtals fjórtán börn og á Heiðar sjálfur eitt barnabarn. „Og annað rétt ókomið,“ bætir hann við.Sveitin sendir nú frá sér sína fyrstu breiðskífu. „Þetta er afrakstur samstarfs okkar. Við ætluðum okkur ekki að gefa út efni í upphafi, en þeir sem heyrðu lögin okkar hvöttu okkur til að gefa þetta út. Leyfa fleirum en þeim sem vinna kvöldvaktir á bifreiðaverkstæðinu við hliðina á æfingahúsnæðinu okkar að heyra lögin.“ Á plötunni, sem ber titilinn Óskalög sjúklinga, má heyra tíu frumsamin lög. Rokkararnir gefa plötuna út sjálfir og geta áhugasamir fundið þá í gegnum vefsíðuna Karolina Fund og keypt plötuna þar. „Við köllum þetta fyrirkomulag „beint frá bandi“,“ útskýrir Heiðar og vísar þar í hugtakið beint frá býli, þegar fólk kaupir ferskar vörur frá bændum. Tónlist Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Þeir eiga samtals fjórtán börn, einn meðlimurinn barnabarn og er annað á leiðinni. Þeir kalla sig Trúboðana, spila rokk og vilja berjast gegn stöðnun í lífi sínu. „Þegar ég komst á ákveðinn aldur leið mér eins og væri verið að slökkva á mér,“ segir Heiðar Ingi Svansson, sem fékk hugmyndina að því að stofna rokksveit, þrátt fyrir að vera eldri en flestir aðrir rokkarar. Hann fékk þá Guðmund Jónsson, gítarleikara úr Sálinni hans Jóns míns, söngvarann þjóðþekkta Karl Örvarsson og trommarann Magnús Magnússon til þess að leika rokk einu sinni í viku. „Upphaflega hugmyndin var bara að koma saman og spila smá rokk og ról. Ég sannfærði félaga mína um að þetta væri sniðugri leið til þess að eyða tímanum en að stunda golf, fara í Oddfellow eða ganga í Frímúrararegluna. Nafnið kemur svo þannig til að fyrir okkur er þessi spilamennska ekki val heldur innri þörf sem stundum af jafnmikilli ástríðu og trúboðar sem boða trú sína. Meðlimirnir eiga samtals fjórtán börn og á Heiðar sjálfur eitt barnabarn. „Og annað rétt ókomið,“ bætir hann við.Sveitin sendir nú frá sér sína fyrstu breiðskífu. „Þetta er afrakstur samstarfs okkar. Við ætluðum okkur ekki að gefa út efni í upphafi, en þeir sem heyrðu lögin okkar hvöttu okkur til að gefa þetta út. Leyfa fleirum en þeim sem vinna kvöldvaktir á bifreiðaverkstæðinu við hliðina á æfingahúsnæðinu okkar að heyra lögin.“ Á plötunni, sem ber titilinn Óskalög sjúklinga, má heyra tíu frumsamin lög. Rokkararnir gefa plötuna út sjálfir og geta áhugasamir fundið þá í gegnum vefsíðuna Karolina Fund og keypt plötuna þar. „Við köllum þetta fyrirkomulag „beint frá bandi“,“ útskýrir Heiðar og vísar þar í hugtakið beint frá býli, þegar fólk kaupir ferskar vörur frá bændum.
Tónlist Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira