Stuttmyndin Heimanám í Cannes Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 8. apríl 2015 09:15 Birnir Jón og Elmar eru að vonum ánægðir með að stuttmynd þeirra verði sýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Vísir/Stefán Stuttmyndin Heimanám eftir þá Birni Jón Sigurðsson og Elmar Þórarinsson verður sýnd í sérstöku stuttmyndahorni á kvikmyndahátíðinni í Cannes í Frakklandi þann 13. til 24. maí næstkomandi. Birnir segir þá félagana hæstánægða og tíðindin hafa komið þeim talsvert á óvart. „Við fengum að vita þetta fyrir svona viku en maður trúði þessu eiginlega ekki og vildi ekki vera að segja frá strax og jinxa,“ segir hann glaður í bragði. Síðastliðinn mars vann Heimanám verðlaun sem besta stuttmyndin á alþjóðlegri kvikmyndahátíð á Tahítí og kom boðskort til Cannes í kjölfarið. „Þetta er rosalega góður stökkpallur einmitt til þess að komast inn á aðrar hátíðir eða gera mynd í fullri lengd,“ segir Birnir hress. Þeir hafa ekki ákveðið næsta verkefni en hafa ýmsar hugmyndir og standa nú í ströngu við það að senda Heimanám inn á aðrar kvikmyndahátíðir. „Þetta er svo skrítið af því að þetta er fyrsta stuttmyndin sem við gerum. Það er alveg klikkað að ná svona langtímamarkmiði strax,“ segir hann hress og bætir við: „Ég held að hjá öllum leikstjórum og kvikmyndagerðarfólki sé Cannes svona „ultimate“ tindur." Tengdar fréttir Sigruðu á tahítískri kvikmyndahátíð Birnir Jón Sigurðsson og Elmar Þórarinsson framleiddu stuttmynd í starfi sínu hjá skapandi sumarstörfum Kópavogsbæjar. 19. mars 2015 08:30 Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Lífið Fleiri fréttir Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
Stuttmyndin Heimanám eftir þá Birni Jón Sigurðsson og Elmar Þórarinsson verður sýnd í sérstöku stuttmyndahorni á kvikmyndahátíðinni í Cannes í Frakklandi þann 13. til 24. maí næstkomandi. Birnir segir þá félagana hæstánægða og tíðindin hafa komið þeim talsvert á óvart. „Við fengum að vita þetta fyrir svona viku en maður trúði þessu eiginlega ekki og vildi ekki vera að segja frá strax og jinxa,“ segir hann glaður í bragði. Síðastliðinn mars vann Heimanám verðlaun sem besta stuttmyndin á alþjóðlegri kvikmyndahátíð á Tahítí og kom boðskort til Cannes í kjölfarið. „Þetta er rosalega góður stökkpallur einmitt til þess að komast inn á aðrar hátíðir eða gera mynd í fullri lengd,“ segir Birnir hress. Þeir hafa ekki ákveðið næsta verkefni en hafa ýmsar hugmyndir og standa nú í ströngu við það að senda Heimanám inn á aðrar kvikmyndahátíðir. „Þetta er svo skrítið af því að þetta er fyrsta stuttmyndin sem við gerum. Það er alveg klikkað að ná svona langtímamarkmiði strax,“ segir hann hress og bætir við: „Ég held að hjá öllum leikstjórum og kvikmyndagerðarfólki sé Cannes svona „ultimate“ tindur."
Tengdar fréttir Sigruðu á tahítískri kvikmyndahátíð Birnir Jón Sigurðsson og Elmar Þórarinsson framleiddu stuttmynd í starfi sínu hjá skapandi sumarstörfum Kópavogsbæjar. 19. mars 2015 08:30 Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Lífið Fleiri fréttir Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
Sigruðu á tahítískri kvikmyndahátíð Birnir Jón Sigurðsson og Elmar Þórarinsson framleiddu stuttmynd í starfi sínu hjá skapandi sumarstörfum Kópavogsbæjar. 19. mars 2015 08:30