Óskarsverðlaunahafar og ísgerð í Rúanda Jóhann Óli Eiðsson skrifar 4. apríl 2015 10:00 Óskarsverðlaunamynd um Edward Snowden er sýnd á hátíðinni. Dagana 9. til 12. apríl fer fram heimildar- og stuttmyndahátíðin Reykjavík Shorts&Docs Festival í Bíó Paradís við Hverfisgötu. Á hátíðinni ægir saman stórum erlendum heimildarmyndum og nýjum íslenskum heimildar- og stuttmyndum. Uppljóstranir um njósnir Bandaríkjamanna, pólsk fjallgöngugoðsögn, trommuhringur og ísgerð í eftirleik þjóðarmorðsins í Rúanda auk rokks í Neskaupstað og á Grænlandi er meðal þess sem myndir hátíðarinnar fjalla um. Óskarsverðlaunamyndin Citizenfour eftir Lauru Poitras er meðal mynda sem verða sýndar. Myndin var valin besta heimildarmyndin bæði á Óskarsverðlaunahátíðinni og BAFTA-hátíðinni. Poitras mun taka þátt í spurt og svarað sýningu á myndinni laugardaginn 11. apríl klukkan 20. Lisa Fruchtmann kemur til landsins og fyrsta leikstjórnarverk hennar, Sweet Dreams, verður sýnt á hátíðinni. Myndin fjallar um konur af ólíkum uppruna sem koma saman til að stofna trommuhring og ísgerð í eftirleik þjóðarmorðsins í Rúanda. Fruchtmann hlaut Óskarsverðlaun fyrir klippingu myndarinnar The Right Stuff og klippti einnig Apocalypse Now og Godfather III. Bæði Fruchtmann og Poitras munu vera með námskeið á hátíðinni. Ókeypis er á námskeiðin og aðgangur öllum opinn.Fyrsta grænlenska heimildamyndin í fullri lengd Sumé - the Sound of a Revolution, verður sýnd á hátíðinni. Myndin segir frá sögu grænlensku rokkhljómsveitinni Sumé, sem olli straumhvörfum á Grænlandi á áttunda áratugnum, söng á grænlensku og átti þátt í að breyta sjálfsmynd þjóðarinnar og blása lífi í heimastjórnarbaráttu Grænlendinga. Opnunarmynd hátíðarinnar er einnig um rokk. Þungarokk. No Idiots Allowed í leikstjórn Halls Arnar Árnasonar, fjallar um rokkhátíðina Eistnaflug, sem fer fram á Neskaupstað ár hvert. Þetta er fyrsta heimildamynd Halls í fullri lengd. Einnig verða nokkrar íslenskar stuttmyndir og styttri heimildamyndir sýndar saman í einni sýningu, m.a. falleg mynd sem sýnir norðurljósin og merkileg mynd um lífshlaup heimskautarefsins. Icelandic Short&Docs hátíðin hefur verið á faraldsfæti og farið með íslenskar stutt- og heimildamyndir í ferðir um Kanada og Bandaríkin í samstarfi við Taste of Iceland. Samhliða hátíðinni í Reykjavík verður sýning á úrvali íslenskra mynda í Edmonton í Kanada þann 12. apríl. Einnig er fyrirhugað að sýna íslenskar stuttmyndir í lok mánaðarins í Mexíkó á vegum Reykjavík Shorts&Docs. Þetta er í þrettánda skipti sem hátíðin fer fram en í gegnum tíðina hefur hún verið á hinum ýmsu stöðum. Þar má nefna Háskólabíó, Norræna húsið, Regnbogann og Kex hostel. Miðasala fer fram í Bíó Paradís og er fjöldi sýninga takmarkaður. Nánari upplýsingar má finna á shortsanddocsfest.com. Bíó og sjónvarp Mest lesið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Dagana 9. til 12. apríl fer fram heimildar- og stuttmyndahátíðin Reykjavík Shorts&Docs Festival í Bíó Paradís við Hverfisgötu. Á hátíðinni ægir saman stórum erlendum heimildarmyndum og nýjum íslenskum heimildar- og stuttmyndum. Uppljóstranir um njósnir Bandaríkjamanna, pólsk fjallgöngugoðsögn, trommuhringur og ísgerð í eftirleik þjóðarmorðsins í Rúanda auk rokks í Neskaupstað og á Grænlandi er meðal þess sem myndir hátíðarinnar fjalla um. Óskarsverðlaunamyndin Citizenfour eftir Lauru Poitras er meðal mynda sem verða sýndar. Myndin var valin besta heimildarmyndin bæði á Óskarsverðlaunahátíðinni og BAFTA-hátíðinni. Poitras mun taka þátt í spurt og svarað sýningu á myndinni laugardaginn 11. apríl klukkan 20. Lisa Fruchtmann kemur til landsins og fyrsta leikstjórnarverk hennar, Sweet Dreams, verður sýnt á hátíðinni. Myndin fjallar um konur af ólíkum uppruna sem koma saman til að stofna trommuhring og ísgerð í eftirleik þjóðarmorðsins í Rúanda. Fruchtmann hlaut Óskarsverðlaun fyrir klippingu myndarinnar The Right Stuff og klippti einnig Apocalypse Now og Godfather III. Bæði Fruchtmann og Poitras munu vera með námskeið á hátíðinni. Ókeypis er á námskeiðin og aðgangur öllum opinn.Fyrsta grænlenska heimildamyndin í fullri lengd Sumé - the Sound of a Revolution, verður sýnd á hátíðinni. Myndin segir frá sögu grænlensku rokkhljómsveitinni Sumé, sem olli straumhvörfum á Grænlandi á áttunda áratugnum, söng á grænlensku og átti þátt í að breyta sjálfsmynd þjóðarinnar og blása lífi í heimastjórnarbaráttu Grænlendinga. Opnunarmynd hátíðarinnar er einnig um rokk. Þungarokk. No Idiots Allowed í leikstjórn Halls Arnar Árnasonar, fjallar um rokkhátíðina Eistnaflug, sem fer fram á Neskaupstað ár hvert. Þetta er fyrsta heimildamynd Halls í fullri lengd. Einnig verða nokkrar íslenskar stuttmyndir og styttri heimildamyndir sýndar saman í einni sýningu, m.a. falleg mynd sem sýnir norðurljósin og merkileg mynd um lífshlaup heimskautarefsins. Icelandic Short&Docs hátíðin hefur verið á faraldsfæti og farið með íslenskar stutt- og heimildamyndir í ferðir um Kanada og Bandaríkin í samstarfi við Taste of Iceland. Samhliða hátíðinni í Reykjavík verður sýning á úrvali íslenskra mynda í Edmonton í Kanada þann 12. apríl. Einnig er fyrirhugað að sýna íslenskar stuttmyndir í lok mánaðarins í Mexíkó á vegum Reykjavík Shorts&Docs. Þetta er í þrettánda skipti sem hátíðin fer fram en í gegnum tíðina hefur hún verið á hinum ýmsu stöðum. Þar má nefna Háskólabíó, Norræna húsið, Regnbogann og Kex hostel. Miðasala fer fram í Bíó Paradís og er fjöldi sýninga takmarkaður. Nánari upplýsingar má finna á shortsanddocsfest.com.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein