Bandaríska stjórnarskráin: Er hún úrelt? Þorvaldur Gylfason skrifar 2. apríl 2015 06:00 Margir líta svo á, að styrkur Bandaríkjanna sem stórveldis á flestum sviðum vitni um traustar stjórnskipulegar undirstöður. Því beri enga brýna þörf til að endurskoða stjórnarskrá landsins frá 1787, enda hafi 27 viðaukar við textann með tímanum dugað vel handa breyttum tíðaranda. Aðrir benda á, að styrkur Bandaríkjanna innan lands og út á við hafi farið þverrandi m.a. vegna ýmissa innanmeina, sem beinlínis megi rekja til veilna í stjórnarskránni. Í þessum síðari hópi er Sanford Levinson prófessor í lagadeild Háskólans í Texas. Bók hans Our Undemocratic Constitution bregður birtu á vandann.Fíladelfía 1787 Bandaríska stjórnarskráin var umdeild strax í upphafi. Stjórnlagaþingið í Fíladelfíu 1787 sátu 55 fulltrúar 12 ríkja eða fylkja. Á þinginu var tekizt á um ólíka hagsmuni norðurríkja og suðurríkja, fámennra fylkja og fjölmennra. Af fulltrúunum 55 fengust 39, eða 70%, til að staðfesta skjalið með undirskrift sinni, en þrír neituðu að skrifa undir, og 13 fulltrúar voru farnir heim í fússi fyrir þinglok. Bandaríkjaþing taldi sig ekki hafa umboð til að hnika svo miklu sem einu orði textans og sendi hann því óbreyttan til afgreiðslu fylkjanna 13, þar sem sérstök stjórnlagaþing afgreiddu frumvarpið eða haldnar voru almennar atkvæðagreiðslur um það. Pauline Maier prófessor í sagnfræði á MIT, Tækniháskólanum í Massachusetts, lýsir því í bók sinni Ratification, að umræður almennings um stjórnarskrárfrumvarpið voru líflegri en nokkur dæmi eru önnur til um í sögu Bandaríkjanna. Mjótt var á munum. Hefðu 20 kjósendur sagt nei frekar en já, hefði stjórnarskráin dottið niður dauð. Af þessari reynslu Bandaríkjamanna má ráða, hversu fráleitt það er að halda því fram, eins og t.d. forseti Íslands hefur gert, að almenn sátt þurfi að ríkja um nýja stjórnarskrá. Það er þvert á móti eðlilegt, að menn greini á um nýja stjórnarskrá, þar eð henni er skv. eðli máls ætlað að vega og meta ólíka hagsmuni. Því hlýtur meiri hluti kjósenda að ráða för eins og raunin varð í Bandaríkjunum 1787-1788 – og á Íslandi 2010-2012. Engin önnur lending kemur til álita í lýðræðisríki.Lýðræðishalli Nú standa Bandaríkjamenn frammi fyrir þeirri staðreynd, að mikill hluti kjósenda þar vestra vantreystir Bandaríkjaþingi og hæstarétti og þrír Bandaríkjamenn af hverjum fjórum segjast telja landið vera á rangri braut skv. skoðanakönnunum. Þessar tölur vitna um dvínandi styrk. Bandaríkin hafa að vísu ekki þurft að glíma við hreint og beint hrun síðan í kreppunni miklu 1929-1939, en mikið vantraust vitnar um veikleika og hlýtur að vekja grunsemdir um fúa í undirstöðum stjórnskipunarinnar líkt og í hrundum löndum. Hvernig getur það gerzt í lýðræðisríki, að meiri hluti kjósenda vantreysti kjörnum fulltrúum?Fjórar meintar veilur Til að svara spurningunni tilgreinir Sanford Levinson prófessor í Texas fjórar meintar veilur í stjórnarskrá Bandaríkjanna. Hin fyrsta varðar ójafnt vægi atkvæða. Málamiðlunin í Fíladelfíu 1787 milli fámennra fylkja og fjölmennra fól í sér löggjafarþing í tveim deildum, þar sem fjöldi fulltrúa hvers fylkis skyldi standa í réttu hlutfalli við fólksfjölda í neðri deild (fulltrúadeild) og öll fylki skyldu óháð fólksfjölda hafa tvo fulltrúa í efri deild (öldungadeild). Misvægi atkvæðisréttarins hefur í krafti þessa ákvæðis ágerzt með tímanum. Nýlegt er dæmið um tvær konur, sem voru kjörnar til setu í öldungadeildinni, önnur frá Kaliforníu 2012 með 6,5 milljónir atkvæða að baki sér og hin frá Alaska 2010 með 100.000 atkvæði að baki sér. Alaska er alræmt fyrir það, sem Bandaríkjamenn kalla svínarí (pork barrel) og við köllum kjördæmapot. Næsta veila snýr að forsetanum. Þingið getur ekki losað sig við forsetann, nema hann verði uppvís að lögbroti. Þannig gat Bandaríkjaþing t.d. ekki losað sig við George W. Bush forseta, þótt hann væri rúinn trausti, líkt og meiri hluti Íhaldsflokksins í brezka þinginu gat losað sig við Margréti Thatcher forsætisráðherra, þegar hún þótti vera komin fram yfir síðasta söludag. Við bætist, að forsetinn hefur upp á sitt eindæmi neitunarvald gagnvart Bandaríkjaþingi án þess að þurfa að skjóta ágreininingsmálum í dóm kjósenda eins og t.d. málskotsréttur forseta Íslands felur í sér bæði skv. gildandi stjórnarskrá frá 1944 og skv. nýju stjórnarskránni, sem kjósendur samþykktu í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2012. Þriðja veilan snýr að skipun hæstaréttardómara ævilangt. Það fyrirkomulag freistar forsetans til að skipa unga meðreiðarsveina í réttinn og hægir á endurnýjun þar, svo að réttinum hættir til að dragast aftur úr þjóðfélagsþróuninni og glata trausti almennings. Örari endurnýjun í Hæstarétti myndi fækka skaðlegum dómum og réttarhneykslum. Fjórða veilan varðar endurskoðunarákvæði. Aðeins 13 fylki af 50 með 4% kjósenda á landsvísu þarf til að koma í veg fyrir endurskoðun stjórnarskrárinnar. Engan þarf því að undra, að stjórnarskrá Bandaríkjanna skuli hafa staðið óbreytt frá 1787, ef frá eru taldir viðaukarnir. Sanford Levinson lýsir vandanum nánar í nýrri bók sinni, Framed. Meira næst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Gylfason Mest lesið Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen Skoðun
Margir líta svo á, að styrkur Bandaríkjanna sem stórveldis á flestum sviðum vitni um traustar stjórnskipulegar undirstöður. Því beri enga brýna þörf til að endurskoða stjórnarskrá landsins frá 1787, enda hafi 27 viðaukar við textann með tímanum dugað vel handa breyttum tíðaranda. Aðrir benda á, að styrkur Bandaríkjanna innan lands og út á við hafi farið þverrandi m.a. vegna ýmissa innanmeina, sem beinlínis megi rekja til veilna í stjórnarskránni. Í þessum síðari hópi er Sanford Levinson prófessor í lagadeild Háskólans í Texas. Bók hans Our Undemocratic Constitution bregður birtu á vandann.Fíladelfía 1787 Bandaríska stjórnarskráin var umdeild strax í upphafi. Stjórnlagaþingið í Fíladelfíu 1787 sátu 55 fulltrúar 12 ríkja eða fylkja. Á þinginu var tekizt á um ólíka hagsmuni norðurríkja og suðurríkja, fámennra fylkja og fjölmennra. Af fulltrúunum 55 fengust 39, eða 70%, til að staðfesta skjalið með undirskrift sinni, en þrír neituðu að skrifa undir, og 13 fulltrúar voru farnir heim í fússi fyrir þinglok. Bandaríkjaþing taldi sig ekki hafa umboð til að hnika svo miklu sem einu orði textans og sendi hann því óbreyttan til afgreiðslu fylkjanna 13, þar sem sérstök stjórnlagaþing afgreiddu frumvarpið eða haldnar voru almennar atkvæðagreiðslur um það. Pauline Maier prófessor í sagnfræði á MIT, Tækniháskólanum í Massachusetts, lýsir því í bók sinni Ratification, að umræður almennings um stjórnarskrárfrumvarpið voru líflegri en nokkur dæmi eru önnur til um í sögu Bandaríkjanna. Mjótt var á munum. Hefðu 20 kjósendur sagt nei frekar en já, hefði stjórnarskráin dottið niður dauð. Af þessari reynslu Bandaríkjamanna má ráða, hversu fráleitt það er að halda því fram, eins og t.d. forseti Íslands hefur gert, að almenn sátt þurfi að ríkja um nýja stjórnarskrá. Það er þvert á móti eðlilegt, að menn greini á um nýja stjórnarskrá, þar eð henni er skv. eðli máls ætlað að vega og meta ólíka hagsmuni. Því hlýtur meiri hluti kjósenda að ráða för eins og raunin varð í Bandaríkjunum 1787-1788 – og á Íslandi 2010-2012. Engin önnur lending kemur til álita í lýðræðisríki.Lýðræðishalli Nú standa Bandaríkjamenn frammi fyrir þeirri staðreynd, að mikill hluti kjósenda þar vestra vantreystir Bandaríkjaþingi og hæstarétti og þrír Bandaríkjamenn af hverjum fjórum segjast telja landið vera á rangri braut skv. skoðanakönnunum. Þessar tölur vitna um dvínandi styrk. Bandaríkin hafa að vísu ekki þurft að glíma við hreint og beint hrun síðan í kreppunni miklu 1929-1939, en mikið vantraust vitnar um veikleika og hlýtur að vekja grunsemdir um fúa í undirstöðum stjórnskipunarinnar líkt og í hrundum löndum. Hvernig getur það gerzt í lýðræðisríki, að meiri hluti kjósenda vantreysti kjörnum fulltrúum?Fjórar meintar veilur Til að svara spurningunni tilgreinir Sanford Levinson prófessor í Texas fjórar meintar veilur í stjórnarskrá Bandaríkjanna. Hin fyrsta varðar ójafnt vægi atkvæða. Málamiðlunin í Fíladelfíu 1787 milli fámennra fylkja og fjölmennra fól í sér löggjafarþing í tveim deildum, þar sem fjöldi fulltrúa hvers fylkis skyldi standa í réttu hlutfalli við fólksfjölda í neðri deild (fulltrúadeild) og öll fylki skyldu óháð fólksfjölda hafa tvo fulltrúa í efri deild (öldungadeild). Misvægi atkvæðisréttarins hefur í krafti þessa ákvæðis ágerzt með tímanum. Nýlegt er dæmið um tvær konur, sem voru kjörnar til setu í öldungadeildinni, önnur frá Kaliforníu 2012 með 6,5 milljónir atkvæða að baki sér og hin frá Alaska 2010 með 100.000 atkvæði að baki sér. Alaska er alræmt fyrir það, sem Bandaríkjamenn kalla svínarí (pork barrel) og við köllum kjördæmapot. Næsta veila snýr að forsetanum. Þingið getur ekki losað sig við forsetann, nema hann verði uppvís að lögbroti. Þannig gat Bandaríkjaþing t.d. ekki losað sig við George W. Bush forseta, þótt hann væri rúinn trausti, líkt og meiri hluti Íhaldsflokksins í brezka þinginu gat losað sig við Margréti Thatcher forsætisráðherra, þegar hún þótti vera komin fram yfir síðasta söludag. Við bætist, að forsetinn hefur upp á sitt eindæmi neitunarvald gagnvart Bandaríkjaþingi án þess að þurfa að skjóta ágreininingsmálum í dóm kjósenda eins og t.d. málskotsréttur forseta Íslands felur í sér bæði skv. gildandi stjórnarskrá frá 1944 og skv. nýju stjórnarskránni, sem kjósendur samþykktu í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2012. Þriðja veilan snýr að skipun hæstaréttardómara ævilangt. Það fyrirkomulag freistar forsetans til að skipa unga meðreiðarsveina í réttinn og hægir á endurnýjun þar, svo að réttinum hættir til að dragast aftur úr þjóðfélagsþróuninni og glata trausti almennings. Örari endurnýjun í Hæstarétti myndi fækka skaðlegum dómum og réttarhneykslum. Fjórða veilan varðar endurskoðunarákvæði. Aðeins 13 fylki af 50 með 4% kjósenda á landsvísu þarf til að koma í veg fyrir endurskoðun stjórnarskrárinnar. Engan þarf því að undra, að stjórnarskrá Bandaríkjanna skuli hafa staðið óbreytt frá 1787, ef frá eru taldir viðaukarnir. Sanford Levinson lýsir vandanum nánar í nýrri bók sinni, Framed. Meira næst.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun