Kendrick Lamar er nýr kóngur rapptónlistar Kjartan Atli Kjartansson skrifar 20. mars 2015 13:00 Mikið lofaður Kendrick Lamar er sagður yrkja um aðra hluti en flestir aðrir í rappinu. VÍSIR/GETTY Segja má að Kendrick Lamar hafi farið óhefðbundnar leiðir í för sinni á toppinn í rappheiminum. Platan hans, sem ber titilinn To Pimp a Butterfly og kom út í vikunni, sló met á Spotify. Engri plötu hefur verið streymt jafn oft í gegnum tónlistarveituna á einum degi. Notendur Spotify hlustuðu á plötuna í 9,6 milljónir skipta fyrsta sólarhringinn eftir að hún kom út. Kendrick Lamar hefur vakið mikla athygli stærstu fjölmiðla í Bandaríkjunum. Meðal annars er hann á forsíðu nýjustu útgáfu tónlistarblaðsins Rolling Stone og birti The New York Times ítarlega umfjöllun um rapparann í upphafi vikunnar. To Pimp a Butterfly hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda. Hún fær fjórar og hálfa stjörnu hjá Rolling Stone, Los Angeles Times og Billboard. Vefsíðan Metacritic tekur saman viðbrögð gagnrýnenda við plötum, kvikmyndum, tölvuleikjum og fleira. Viðbrögð gagnrýnenda eru lögð saman og búin til einkunn út frá þeim. Á síðunni er platan með 95 stig af 100 mögulegum og situr í efsta sæti listans yfir allar plötur sem hafa komið út á árinu.Öðruvísi yrkisefni og gildismat Kendrick Lamar sker sig að miklu leyti úr hópi þeirra rappara sem eru vinsælastir nú á dögum. Hann er pólitískari en flestir aðrir og fjallar á frumlegan hátt um stöðu minnihlutahópa og kynþáttahyggju í Bandaríkjunum. Lamar, sem er frá Compton í Los Angeles, segist líta á það sem skyldu sína og köllun að upphefja ekki glæpalífið og þær aðstæður sem margir í gamla hverfinu hans lifa við. „Þeir sem búa á götunni vilja flýja líf sitt þegar þeir hlusta á tónlist,“ segir rapparinn í samtali við New York Times. Hann segist finna fyrir því að hann sé fyrirmynd og að hann þurfi að leggja sín lóð á vogarskálarnar til þess að breyta gildismati ungra aðdáenda sinna. „Ég er nánast eins og predikari fyrir þá,“ segir hann um aðdáendur sína og bætir við: „En orð mitt verður aldrei jafn sterkt og orð Guðs.“Vísun í Harper Lee Titill plötunnar nýútkomnu er vísun í eina þekktustu skáldsögu Bandaríkjanna, To Kill a Mockingbird eftir Harper Lee. Gagnrýnendur eru sammála um að þarna sé á ferðinni plata sem sé ólík flestu öðru sem heyrist frá þekktum röppurum. Gagnrýnandi Time segir Kendrick Lamar vera teknískan rappara sem láti taktana ekki hefta flæði rappsins og líkir honum við málara og taktföstu undirspilinu við striga. Sem textahöfundur þykir hann frumlegur og grípur gjarnan í persónusköpun auk þess sem hann er sagður veita innsýn í líf kynslóðar sinnar á hárbeittan hátt. Gagnrýnandi Pitchfork segir plötuna varpa ljósi á erfiðleika og mótlæti heillar kynslóðar en hún sé samt sem áður uppfull af þeirri dirfsku sem þarf til þess að halda áfram á hverjum degi, þrátt fyrir að lífið sé hverfult. Tónlist Tengdar fréttir N.W.A. komu beina leið frá Compton Sonur rapparans Ice Cube leikur pabba sinn í mynd um hina goðsagnakenndu rappsveit N.W.A. sem gerði garðinn frægan á níunda áratug síðustu aldar. Undirbúningur fyrir myndina hefur staðið yfir í tæp sex ár. 19. febrúar 2015 11:45 Lamar sendir frá sér plötu Nýjasta plata rapparans Kendricks Lamar, To Pimp a Butterfly var gefin út viku fyrir áætlaðan útgáfudag. 17. mars 2015 12:00 Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Segja má að Kendrick Lamar hafi farið óhefðbundnar leiðir í för sinni á toppinn í rappheiminum. Platan hans, sem ber titilinn To Pimp a Butterfly og kom út í vikunni, sló met á Spotify. Engri plötu hefur verið streymt jafn oft í gegnum tónlistarveituna á einum degi. Notendur Spotify hlustuðu á plötuna í 9,6 milljónir skipta fyrsta sólarhringinn eftir að hún kom út. Kendrick Lamar hefur vakið mikla athygli stærstu fjölmiðla í Bandaríkjunum. Meðal annars er hann á forsíðu nýjustu útgáfu tónlistarblaðsins Rolling Stone og birti The New York Times ítarlega umfjöllun um rapparann í upphafi vikunnar. To Pimp a Butterfly hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda. Hún fær fjórar og hálfa stjörnu hjá Rolling Stone, Los Angeles Times og Billboard. Vefsíðan Metacritic tekur saman viðbrögð gagnrýnenda við plötum, kvikmyndum, tölvuleikjum og fleira. Viðbrögð gagnrýnenda eru lögð saman og búin til einkunn út frá þeim. Á síðunni er platan með 95 stig af 100 mögulegum og situr í efsta sæti listans yfir allar plötur sem hafa komið út á árinu.Öðruvísi yrkisefni og gildismat Kendrick Lamar sker sig að miklu leyti úr hópi þeirra rappara sem eru vinsælastir nú á dögum. Hann er pólitískari en flestir aðrir og fjallar á frumlegan hátt um stöðu minnihlutahópa og kynþáttahyggju í Bandaríkjunum. Lamar, sem er frá Compton í Los Angeles, segist líta á það sem skyldu sína og köllun að upphefja ekki glæpalífið og þær aðstæður sem margir í gamla hverfinu hans lifa við. „Þeir sem búa á götunni vilja flýja líf sitt þegar þeir hlusta á tónlist,“ segir rapparinn í samtali við New York Times. Hann segist finna fyrir því að hann sé fyrirmynd og að hann þurfi að leggja sín lóð á vogarskálarnar til þess að breyta gildismati ungra aðdáenda sinna. „Ég er nánast eins og predikari fyrir þá,“ segir hann um aðdáendur sína og bætir við: „En orð mitt verður aldrei jafn sterkt og orð Guðs.“Vísun í Harper Lee Titill plötunnar nýútkomnu er vísun í eina þekktustu skáldsögu Bandaríkjanna, To Kill a Mockingbird eftir Harper Lee. Gagnrýnendur eru sammála um að þarna sé á ferðinni plata sem sé ólík flestu öðru sem heyrist frá þekktum röppurum. Gagnrýnandi Time segir Kendrick Lamar vera teknískan rappara sem láti taktana ekki hefta flæði rappsins og líkir honum við málara og taktföstu undirspilinu við striga. Sem textahöfundur þykir hann frumlegur og grípur gjarnan í persónusköpun auk þess sem hann er sagður veita innsýn í líf kynslóðar sinnar á hárbeittan hátt. Gagnrýnandi Pitchfork segir plötuna varpa ljósi á erfiðleika og mótlæti heillar kynslóðar en hún sé samt sem áður uppfull af þeirri dirfsku sem þarf til þess að halda áfram á hverjum degi, þrátt fyrir að lífið sé hverfult.
Tónlist Tengdar fréttir N.W.A. komu beina leið frá Compton Sonur rapparans Ice Cube leikur pabba sinn í mynd um hina goðsagnakenndu rappsveit N.W.A. sem gerði garðinn frægan á níunda áratug síðustu aldar. Undirbúningur fyrir myndina hefur staðið yfir í tæp sex ár. 19. febrúar 2015 11:45 Lamar sendir frá sér plötu Nýjasta plata rapparans Kendricks Lamar, To Pimp a Butterfly var gefin út viku fyrir áætlaðan útgáfudag. 17. mars 2015 12:00 Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
N.W.A. komu beina leið frá Compton Sonur rapparans Ice Cube leikur pabba sinn í mynd um hina goðsagnakenndu rappsveit N.W.A. sem gerði garðinn frægan á níunda áratug síðustu aldar. Undirbúningur fyrir myndina hefur staðið yfir í tæp sex ár. 19. febrúar 2015 11:45
Lamar sendir frá sér plötu Nýjasta plata rapparans Kendricks Lamar, To Pimp a Butterfly var gefin út viku fyrir áætlaðan útgáfudag. 17. mars 2015 12:00