Volgur Bakaraofn Sigríður Jónsdóttir skrifar 10. mars 2015 09:30 Barnafarsi er virkilega sniðug hugmynd en þetta leikhúsform hentar yngri áhorfendum fullkomlega. Visir/Pjetur Bakaraofninn Gaflaraleikhúsið Leikstjórn: Björk Jakobsdóttir Handrit: Felix Bergsson og Gunnar Helgason Leikarar: Felix Bergsson, Gunnar Helgason, Ævar Þór Benediktsson og Elva Ósk Ólafsdóttir Leikmynd og sviðsmunir: Nicolaj Falck og Klæmint Henningsson Isaksen Gervi: Kristín Thors Tónlist og hljóð: Máni Svavarsson Ljósahönnun: K. Freyr Vilhjálmsson Sjónhverfingar: Einar Mikael Sverrisson Draumur Gunna og Felix hefur loksins ræst. Félagarnir hafa opnað veitingastað í Gaflaraleikhúsinu en undirbúningurinn hefur eitthvað skolast til því allt er á rúi og stúi. Þeir verða að taka sig saman í andlitinu, hysja upp um sig buxurnar og ekki gefast upp; því Felix er nú þegar búinn að senda út boðskortin á opnunina. Barnafarsi er virkilega sniðug hugmynd en þetta leikhúsform hentar yngri áhorfendum fullkomlega; hröð atburðarás keyrð áfram af bröndurum og óvæntum leikhúslausnum. Felix Bergson og Gunnar Helgason er teymi sem flest börn þekkja og hafa alla burði til að láta þessa hugmynd ganga upp. Þeir syngja, dansa, grínast og geysast um sviðið í örvæntingarfullri tilraun til að koma öllu á réttan stað en samkvæmt farsahefðum er það ekki niðurstaðan sem skiptir máli heldur ferðalagið. En fimmaurabrandararnir hjá þeim kumpánum eru því miður ekki nægilega fyndnir né nógu margir til þess að halda uppi sýningu af þessari lengd. Sumir hitta alveg í mark en aðrir falla svolítið flatir. Björk Jakobsdóttir rammar þessa ringulreið ágætlega inn en sýninguna skortir snerpu og hraða. Afleiðingar eldamennsku Gunna enda með hávaðasömum ósköpum af gamla skólanum og vöktu mikla kátínu meðal yngstu áhorfenda en atriðið verður of langdregið, eins og fleiri atriði í sýningunni, og nær ekki að halda augnablikinu. Einnig eru tónlistin og söngtextarnir ekki nægilega eftirminnileg. Elva Ósk Ólafsdóttir kemur sterk inn eftir hlé í hlutverki Höllu Fjellreven, hinnar grimmu úlfynju úr Asparfelli og matargagnrýnanda, sem getur jarðað veitingahús með einu tísti. Hún á líka skemmtilegasta lagið í verkinu þar sem Halla útlistar óánægju sína yfir lífinu og þeim falda harmi sem henni fylgir. Ekki skortir Ævar Þór hæfileikana og hann býr að flottri söngrödd en festist fljótlega í einhæfu hlutverki. Notkun staðalímynda í sýningunni er líka umvafin vandamálum. Koma Pavels, útlends iðnaðarmanns með óþjált eftirnafn, á veitingastaðinn er hin undarlegasta. Gerð er tilraun til að vega á móti þessari framsetningu með þeirri tilkynningu að útlendingar séu töff og þessar persónur séu í raun hugarburður Eyvindar en ekki er hægt að grafa undan mýtum með því að endurtaka þær á þennan hátt. Töframaðurinn Einar Mikael Sverrisson sér um sjónhverfingarnar og tekst einstaklega vel upp í því efnum en mig grunar að hann eigi líka eitthvað í þeim sviðstöfrum þegar Gunni feykist á milli sviðshluta á örskotsstundu. Sjónhverfingar af þessu tagi eru virkilega magnaðar en þess væri óskandi að Bakaraofninn ætti fleira af þessu tagi uppi í erminni. Sviðsmynd þeirra Nicolaj og Klæmint er einnig flott og er sviðið stækkað á frumlegan hátt með notkun skjávarpa. Þrátt fyrir áhugaverða hugmynd og nokkur virkilega skopleg atriði þá er Bakaraofninn aldrei sprenghlægilegur eins og farsaformið krefst. Niðurstaða: Flott hugmynd með nokkrum bráðfyndnum senum en sýninguna skortir snerpu. Gagnrýni Menning Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Bakaraofninn Gaflaraleikhúsið Leikstjórn: Björk Jakobsdóttir Handrit: Felix Bergsson og Gunnar Helgason Leikarar: Felix Bergsson, Gunnar Helgason, Ævar Þór Benediktsson og Elva Ósk Ólafsdóttir Leikmynd og sviðsmunir: Nicolaj Falck og Klæmint Henningsson Isaksen Gervi: Kristín Thors Tónlist og hljóð: Máni Svavarsson Ljósahönnun: K. Freyr Vilhjálmsson Sjónhverfingar: Einar Mikael Sverrisson Draumur Gunna og Felix hefur loksins ræst. Félagarnir hafa opnað veitingastað í Gaflaraleikhúsinu en undirbúningurinn hefur eitthvað skolast til því allt er á rúi og stúi. Þeir verða að taka sig saman í andlitinu, hysja upp um sig buxurnar og ekki gefast upp; því Felix er nú þegar búinn að senda út boðskortin á opnunina. Barnafarsi er virkilega sniðug hugmynd en þetta leikhúsform hentar yngri áhorfendum fullkomlega; hröð atburðarás keyrð áfram af bröndurum og óvæntum leikhúslausnum. Felix Bergson og Gunnar Helgason er teymi sem flest börn þekkja og hafa alla burði til að láta þessa hugmynd ganga upp. Þeir syngja, dansa, grínast og geysast um sviðið í örvæntingarfullri tilraun til að koma öllu á réttan stað en samkvæmt farsahefðum er það ekki niðurstaðan sem skiptir máli heldur ferðalagið. En fimmaurabrandararnir hjá þeim kumpánum eru því miður ekki nægilega fyndnir né nógu margir til þess að halda uppi sýningu af þessari lengd. Sumir hitta alveg í mark en aðrir falla svolítið flatir. Björk Jakobsdóttir rammar þessa ringulreið ágætlega inn en sýninguna skortir snerpu og hraða. Afleiðingar eldamennsku Gunna enda með hávaðasömum ósköpum af gamla skólanum og vöktu mikla kátínu meðal yngstu áhorfenda en atriðið verður of langdregið, eins og fleiri atriði í sýningunni, og nær ekki að halda augnablikinu. Einnig eru tónlistin og söngtextarnir ekki nægilega eftirminnileg. Elva Ósk Ólafsdóttir kemur sterk inn eftir hlé í hlutverki Höllu Fjellreven, hinnar grimmu úlfynju úr Asparfelli og matargagnrýnanda, sem getur jarðað veitingahús með einu tísti. Hún á líka skemmtilegasta lagið í verkinu þar sem Halla útlistar óánægju sína yfir lífinu og þeim falda harmi sem henni fylgir. Ekki skortir Ævar Þór hæfileikana og hann býr að flottri söngrödd en festist fljótlega í einhæfu hlutverki. Notkun staðalímynda í sýningunni er líka umvafin vandamálum. Koma Pavels, útlends iðnaðarmanns með óþjált eftirnafn, á veitingastaðinn er hin undarlegasta. Gerð er tilraun til að vega á móti þessari framsetningu með þeirri tilkynningu að útlendingar séu töff og þessar persónur séu í raun hugarburður Eyvindar en ekki er hægt að grafa undan mýtum með því að endurtaka þær á þennan hátt. Töframaðurinn Einar Mikael Sverrisson sér um sjónhverfingarnar og tekst einstaklega vel upp í því efnum en mig grunar að hann eigi líka eitthvað í þeim sviðstöfrum þegar Gunni feykist á milli sviðshluta á örskotsstundu. Sjónhverfingar af þessu tagi eru virkilega magnaðar en þess væri óskandi að Bakaraofninn ætti fleira af þessu tagi uppi í erminni. Sviðsmynd þeirra Nicolaj og Klæmint er einnig flott og er sviðið stækkað á frumlegan hátt með notkun skjávarpa. Þrátt fyrir áhugaverða hugmynd og nokkur virkilega skopleg atriði þá er Bakaraofninn aldrei sprenghlægilegur eins og farsaformið krefst. Niðurstaða: Flott hugmynd með nokkrum bráðfyndnum senum en sýninguna skortir snerpu.
Gagnrýni Menning Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira