Skjaldborg á Patreksfirði Magnús Guðmundsson skrifar 4. mars 2015 14:30 Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir á Skjaldborgarhátíðina – hátíð íslenskra heimildarmynda sem haldin verður um hvítasunnuhelgina, 23.-26. maí, í Skjaldborgarbíói á Patreksfirði að vanda. Þetta er í níunda sinn sem hátíðin verður haldin en hún hefur fyrir löngu sannað sig sem einn af mikilvægustu viðburðum íslenskrar kvikmyndamenningar, enda hafa margar af áhugaverðustu heimildarmyndum undanfarinna ára verið frumsýndar þar. Má þar nefna hina frábæru Salóme sem hlaut aðalverðlaun hátíðarinnar í fyrra og hefur í kjölfarið sópað að sér alþjóðlegum verðlaunum. Stefnt er að því að frumsýna um 15-20 nýjar, íslenskar heimildarmyndir en auk þess verða fersk og spennandi verk í vinnslu kynnt á hátíðinni. Þá verða hefðbundnir jafnt sem óhefðbundnir utandagskrárviðburðir á sínum stað. Opið er fyrir umsóknir til 17. apríl en umsóknareyðublað og allar frekari upplýsingar er að finna á heimasíðu hátíðarinnar: www.skjaldborg.com Bíó og sjónvarp Mest lesið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir á Skjaldborgarhátíðina – hátíð íslenskra heimildarmynda sem haldin verður um hvítasunnuhelgina, 23.-26. maí, í Skjaldborgarbíói á Patreksfirði að vanda. Þetta er í níunda sinn sem hátíðin verður haldin en hún hefur fyrir löngu sannað sig sem einn af mikilvægustu viðburðum íslenskrar kvikmyndamenningar, enda hafa margar af áhugaverðustu heimildarmyndum undanfarinna ára verið frumsýndar þar. Má þar nefna hina frábæru Salóme sem hlaut aðalverðlaun hátíðarinnar í fyrra og hefur í kjölfarið sópað að sér alþjóðlegum verðlaunum. Stefnt er að því að frumsýna um 15-20 nýjar, íslenskar heimildarmyndir en auk þess verða fersk og spennandi verk í vinnslu kynnt á hátíðinni. Þá verða hefðbundnir jafnt sem óhefðbundnir utandagskrárviðburðir á sínum stað. Opið er fyrir umsóknir til 17. apríl en umsóknareyðublað og allar frekari upplýsingar er að finna á heimasíðu hátíðarinnar: www.skjaldborg.com
Bíó og sjónvarp Mest lesið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein