Fótbolti

Ómetanlegur styrkur í Margréti Láru

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Margrét Lára.
Margrét Lára. vísir/getty
Margrét Lára Viðarsdóttir snýr nú aftur í íslenska landsliðið eftir rúmlega eins árs fjarveru frá knattspyrnu. „Það vita allir hvað hún getur í fótbolta. Við munum reyna að nýta okkur hennar styrkleika inn í það sem við höfum verið að gera,“ segir Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari um endurkomu framherjans.

Margrét Lára er markahæsti leikmaðurinn í sögu Íslands með 71 mark í 94 landsleikjum. Hún er aftur byrjuð að spila með félagsliði sínu, Kristianstad í Svíþjóð, eftir að hafa eignast barn á síðasta ári. Þá segir Freyr að hún sé algjörlega laus við meiðslin sem hafa verið að plaga hana svo árum skiptir.

„Hún er algjörlega heil heilsu sem er frábært. Ef henni tekst að halda sér þannig þá hef ég fulla trú á því að hún muni sýna hvað hún getur. Við höfum misst marga af okkar leikreyndustu leikmönnum og því er það gríðarlega mikilvægt að fá leikmann eins og Margréti Láru aftur inn.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×