Glænýtt „cold-wave synthapopp“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 12. febrúar 2015 09:30 Antimony kemur fram í fyrsta skipti í kvöld. vísir/ernir Antimony er ný hljómsveit sem er að gefa út sína fyrstu plötu. Hún kemur út í dag og af því tilefni kemur sveitin fram á Húrra á sínum fyrstu tónleikum ásamt öðrum vel völdum sveitum. Hljómsveitin samanstendur af kanadísku söngkonunni RX Beckett, bassaleikaranum Birgi Sigurjóni Birgissyni og Sigurði Angantýssyni sem leikur á hljómborð, forritar og sér um hin ýmsu hljóð. Sigurður var áður í Knife Fights og Birgir er í Godchilla og Panos From Komodo. „Það kemur út fjögurra laga plata í dag sem heitir Ova,“ segir Birgir bassaleikari. Nafnið er komið frá söngkonunni en Ova er latneska orðið yfir eggfrumu. Nafnið er því afar táknrænt þar sem um frumburð sveitarinnar er að ræða. Platan kemur út á netinu og fylgja myndbönd, gerð af meðlimum sveitarinnar, með öllum lögunum. Áætlað er að hún komi út á vínyl í sumar en að myndböndin komi brátt út á DVD-disk. Fyrsta lagið er nú þegar komið á vefinn en það heitir So Bad. Birgir lýsir tónlistinni sem nokkurs konar „goth skotnu cold-wave syntha-poppi“. Hljómsveitin kemur fram í kvöld á Húrra ásamt sveitunum Börn, Döpur og russian.girls. Herlegheitin hefjast klukkan 20 og aðgangseyrir er 1.000 krónur, sem renna óskiptar til Krabbameinsfélagsins. Tónlist Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Antimony er ný hljómsveit sem er að gefa út sína fyrstu plötu. Hún kemur út í dag og af því tilefni kemur sveitin fram á Húrra á sínum fyrstu tónleikum ásamt öðrum vel völdum sveitum. Hljómsveitin samanstendur af kanadísku söngkonunni RX Beckett, bassaleikaranum Birgi Sigurjóni Birgissyni og Sigurði Angantýssyni sem leikur á hljómborð, forritar og sér um hin ýmsu hljóð. Sigurður var áður í Knife Fights og Birgir er í Godchilla og Panos From Komodo. „Það kemur út fjögurra laga plata í dag sem heitir Ova,“ segir Birgir bassaleikari. Nafnið er komið frá söngkonunni en Ova er latneska orðið yfir eggfrumu. Nafnið er því afar táknrænt þar sem um frumburð sveitarinnar er að ræða. Platan kemur út á netinu og fylgja myndbönd, gerð af meðlimum sveitarinnar, með öllum lögunum. Áætlað er að hún komi út á vínyl í sumar en að myndböndin komi brátt út á DVD-disk. Fyrsta lagið er nú þegar komið á vefinn en það heitir So Bad. Birgir lýsir tónlistinni sem nokkurs konar „goth skotnu cold-wave syntha-poppi“. Hljómsveitin kemur fram í kvöld á Húrra ásamt sveitunum Börn, Döpur og russian.girls. Herlegheitin hefjast klukkan 20 og aðgangseyrir er 1.000 krónur, sem renna óskiptar til Krabbameinsfélagsins.
Tónlist Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira