Allir skili sínu Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 10. febrúar 2015 09:45 Styr stendur um bæði fjármálaráðherra og skattrannsóknarstjóra vegna kaupa á gögnum um Íslendinga í skattaskjólum. Málið hefur velkst í kerfinu í nokkurn tíma og nú síðast varpaði fjármálaráðherra ábyrgð á málinu á undirmann sinn, skattrannsóknarstjóra. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði í viðtali við RÚV að málið strandaði ekki á ráðuneytinu, það hefði lýst yfir stuðningi við skattrannsóknarstjóra til að sækja gögnin. „En skattrannsóknarstjóri verður að rísa undir þeirri ábyrgð sinni að stunda skattrannsóknir og afla sér þeirra gagna og upplýsinga sem til þess þarf,“ sagði Bjarni ennfremur og bætti því við að málið hefði þvælst hjá skattrannsóknarstjóra alltof lengi. En málið er ekki svo einfalt. Það var fyrst í apríl á síðasta ári að Fréttablaðið greindi frá því að skattrannsóknarstjóra hefðu boðist slík gögn til sölu. Í september skilaði embættið síðan greinargerð til fjármálaráðuneytisins eftir að hafa um sumarið farið yfir sýnishorn af gögnum með nöfnum nokkurra hundraða Íslendinga sem tengjast skattaskjólum. Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri sagði það ráðuneytisins að meta hvort kaupa ætti gögnin en samkvæmt skoðunum embættisins gæfu sýnishornin vísbendingar um skattaundanskot. Það var síðan í byrjun desember í fyrra að fjármálaráðuneytið gaf grænt ljós á að gögnin yrðu keypt en setti fyrir því þröng skilyrði. Til dæmis að ekki yrði greitt fyrir upplýsingar nema þær leiddu til aukinnar skattheimtu. Annað skilyrði var að gögnin væru ekki fengin með ólögmætum hætti. Bæði skilyrðin eru líkleg til að hægja á viðræðum og torvelda samninga við seljandann. Það er því ljóst að málið hefur nú „þvælst“ hjá skattrannsóknarstjóra nákvæmlega jafn lengi og það „þvældist“ hjá fjármálaráðuneytinu meðan það tók ákvörðun um að heimila kaupin. Að auki er mörgum spurningum ósvarað. Getur það til dæmis verið að þrátt fyrir að hafa í orði sagst myndu styðja skattrannsóknarstjóra í að sækja þessi leynigögn, þá hafi skilyrðin sem fylgdu þeim stuðningi á borði verið það þröng að embættinu sé illmögulegt – og jafnvel ómögulegt – að ná samningum við seljandann? Skattar eru settir á til að standa undir samneyslunni; heilbrigðisþjónustu, menntakerfi, vegakerfi, almannatryggingakerfi, löggæslu og svo framvegis. Með því að búa í íslensku samfélagi njótum við ýmissa réttinda en að sama skapi tökum við á okkur skyldur. Þær uppfyllum við með því að inna af hendi skatta til að hlúa megi að velferð allra. „Skattar eru það verð sem við greiðum fyrir að lifa í siðuðu samfélagi,“ skrifaði Oliver Wendell Holmes, dómari við hæstarétt Bandaríkjanna, á fyrri hluta síðustu aldar. Reynsla Þjóðverja af kaupum á þessum leynigögnum er góð. Á sex ára tímabili, frá 2006 til 2012, greiddu þýsk yfirvöld 20 milljónir evra fyrir gögn um viðskiptavini banka í skattaskjólum. Der Spiegel greindi frá því að ávinningur Þýskalands hefði verið tvö þúsund milljónir evra. Fyrst Þjóðverjar gátu keypt þessi gögn með góðum árangri er erfitt að sjá af hverju Ísland gæti ekki gert hið sama. Flóknara er það ekki. En að segjast hafa gefið grænt ljóst og lýsa yfir stuðningi, þegar skilyrðin eru svo stíf að ljósið er fremur gult og líklegast rautt, er ekki stuðningur. Það er fyrirsláttur. Allir verða að standa skil á sínu í siðuðu samfélagi og fjármálaráðherra á að sjá til þess að svo verði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fanney Birna Jónsdóttir Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun
Styr stendur um bæði fjármálaráðherra og skattrannsóknarstjóra vegna kaupa á gögnum um Íslendinga í skattaskjólum. Málið hefur velkst í kerfinu í nokkurn tíma og nú síðast varpaði fjármálaráðherra ábyrgð á málinu á undirmann sinn, skattrannsóknarstjóra. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði í viðtali við RÚV að málið strandaði ekki á ráðuneytinu, það hefði lýst yfir stuðningi við skattrannsóknarstjóra til að sækja gögnin. „En skattrannsóknarstjóri verður að rísa undir þeirri ábyrgð sinni að stunda skattrannsóknir og afla sér þeirra gagna og upplýsinga sem til þess þarf,“ sagði Bjarni ennfremur og bætti því við að málið hefði þvælst hjá skattrannsóknarstjóra alltof lengi. En málið er ekki svo einfalt. Það var fyrst í apríl á síðasta ári að Fréttablaðið greindi frá því að skattrannsóknarstjóra hefðu boðist slík gögn til sölu. Í september skilaði embættið síðan greinargerð til fjármálaráðuneytisins eftir að hafa um sumarið farið yfir sýnishorn af gögnum með nöfnum nokkurra hundraða Íslendinga sem tengjast skattaskjólum. Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri sagði það ráðuneytisins að meta hvort kaupa ætti gögnin en samkvæmt skoðunum embættisins gæfu sýnishornin vísbendingar um skattaundanskot. Það var síðan í byrjun desember í fyrra að fjármálaráðuneytið gaf grænt ljós á að gögnin yrðu keypt en setti fyrir því þröng skilyrði. Til dæmis að ekki yrði greitt fyrir upplýsingar nema þær leiddu til aukinnar skattheimtu. Annað skilyrði var að gögnin væru ekki fengin með ólögmætum hætti. Bæði skilyrðin eru líkleg til að hægja á viðræðum og torvelda samninga við seljandann. Það er því ljóst að málið hefur nú „þvælst“ hjá skattrannsóknarstjóra nákvæmlega jafn lengi og það „þvældist“ hjá fjármálaráðuneytinu meðan það tók ákvörðun um að heimila kaupin. Að auki er mörgum spurningum ósvarað. Getur það til dæmis verið að þrátt fyrir að hafa í orði sagst myndu styðja skattrannsóknarstjóra í að sækja þessi leynigögn, þá hafi skilyrðin sem fylgdu þeim stuðningi á borði verið það þröng að embættinu sé illmögulegt – og jafnvel ómögulegt – að ná samningum við seljandann? Skattar eru settir á til að standa undir samneyslunni; heilbrigðisþjónustu, menntakerfi, vegakerfi, almannatryggingakerfi, löggæslu og svo framvegis. Með því að búa í íslensku samfélagi njótum við ýmissa réttinda en að sama skapi tökum við á okkur skyldur. Þær uppfyllum við með því að inna af hendi skatta til að hlúa megi að velferð allra. „Skattar eru það verð sem við greiðum fyrir að lifa í siðuðu samfélagi,“ skrifaði Oliver Wendell Holmes, dómari við hæstarétt Bandaríkjanna, á fyrri hluta síðustu aldar. Reynsla Þjóðverja af kaupum á þessum leynigögnum er góð. Á sex ára tímabili, frá 2006 til 2012, greiddu þýsk yfirvöld 20 milljónir evra fyrir gögn um viðskiptavini banka í skattaskjólum. Der Spiegel greindi frá því að ávinningur Þýskalands hefði verið tvö þúsund milljónir evra. Fyrst Þjóðverjar gátu keypt þessi gögn með góðum árangri er erfitt að sjá af hverju Ísland gæti ekki gert hið sama. Flóknara er það ekki. En að segjast hafa gefið grænt ljóst og lýsa yfir stuðningi, þegar skilyrðin eru svo stíf að ljósið er fremur gult og líklegast rautt, er ekki stuðningur. Það er fyrirsláttur. Allir verða að standa skil á sínu í siðuðu samfélagi og fjármálaráðherra á að sjá til þess að svo verði.